Efnilegasta skautakona Íslands þurfti að láta færa nýra til í sex tíma aðgerð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 08:01 Það mun taka Ísold Fönn Vilhjálmsdóttur marga mánuði að koma sér aftur í keppnisform. Hér sést hún eftir aðgerðina. Instagram/@isold_fonn Skautakonan Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir verður að taka sér frí frá íþrótt sinni á næstunni eftir að hafa greinst með slagæðaþrengsli eða Artery Compression Syndrome. Ísold Fönn sem er fimmtán ára gömul síðan í júlí sagði frá aðgerðinni sinni á samfélagsmiðlum og þar kom einnig fram að hún verður frá keppni í langan tíma vegna veikinda sinna. Ísold Fönn er efnilegasta skautakona Íslands og var meðal annars fyrst Íslendinga til að ná þreföldu flippstökki í móti í listhlaupi á skautum og fá það dæmt gilt. Hún hefur undanfarið búið og skautað erlendis þar á meðal í Champéry undir stjórn Stéphane Lambiel, sem er tvöfaldur heimsmeistari á listskautum og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikum. „Hæ öll. Ég þarf að segja ykkur fréttir af heilsu minni,“ byrjaði Ísold Fönn pistil sinn á Instagram en hann má sjá allan hér fyrir ofan. Hún skrifaði hann á ensku. View this post on Instagram A post shared by Ísold Fönn (@isold_fonn) „Nýlega greindist ég með artery compression syndrome á þremur stöðum. Þetta hefur haft mikil áhrif á æfingar mínar í langan tíma og ég er svo fegin að það hafi komið í ljós hvað var að angra mig,“ skrifaði Ísold. „Í síðustu viku þá fór ég í stóra aðgerð á kviðnum til að laga allar slagæðaþrengingarnar en í aðgerðinni kom í ljós að nýrað mitt var ekki á réttum stað og var fyrir vikið að fá mjög lítið blóð. Þetta var allt lagað í sex og hálfs klukkutíma aðgerð sem gekk mjög vel,“ skrifaði Ísold. „Endurhæfingin verður langhlaup. Þetta tekur fjóra til sex mánuði að gróa innan í mér en ef allt gengur vel þá ætti ég að geta byrjað aftur í íþróttum eftir eitt ár,“ skrifaði Ísold. Ísold hefur eins og áður sagði lengi verið ein efnilegasta skautakona landsins en hún hefur unnið fjölmarga titla bæði hér heima og erlendis. Hún byrjaði að skauta á tjörnunum heima þegar hún bjó á hæsta byggða bóli landsins, Möðrudal á Fjöllum. Þegar hún fór í grunnskóla á Akureyri fór hún að æfa með Skautafélagi Akureyrar en hefur síðustu ár verið mikið erlendis hjá færum þjálfurum eftir að hæfileikar hennar komu betur í ljós. Skautaíþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Sjá meira
Ísold Fönn sem er fimmtán ára gömul síðan í júlí sagði frá aðgerðinni sinni á samfélagsmiðlum og þar kom einnig fram að hún verður frá keppni í langan tíma vegna veikinda sinna. Ísold Fönn er efnilegasta skautakona Íslands og var meðal annars fyrst Íslendinga til að ná þreföldu flippstökki í móti í listhlaupi á skautum og fá það dæmt gilt. Hún hefur undanfarið búið og skautað erlendis þar á meðal í Champéry undir stjórn Stéphane Lambiel, sem er tvöfaldur heimsmeistari á listskautum og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikum. „Hæ öll. Ég þarf að segja ykkur fréttir af heilsu minni,“ byrjaði Ísold Fönn pistil sinn á Instagram en hann má sjá allan hér fyrir ofan. Hún skrifaði hann á ensku. View this post on Instagram A post shared by Ísold Fönn (@isold_fonn) „Nýlega greindist ég með artery compression syndrome á þremur stöðum. Þetta hefur haft mikil áhrif á æfingar mínar í langan tíma og ég er svo fegin að það hafi komið í ljós hvað var að angra mig,“ skrifaði Ísold. „Í síðustu viku þá fór ég í stóra aðgerð á kviðnum til að laga allar slagæðaþrengingarnar en í aðgerðinni kom í ljós að nýrað mitt var ekki á réttum stað og var fyrir vikið að fá mjög lítið blóð. Þetta var allt lagað í sex og hálfs klukkutíma aðgerð sem gekk mjög vel,“ skrifaði Ísold. „Endurhæfingin verður langhlaup. Þetta tekur fjóra til sex mánuði að gróa innan í mér en ef allt gengur vel þá ætti ég að geta byrjað aftur í íþróttum eftir eitt ár,“ skrifaði Ísold. Ísold hefur eins og áður sagði lengi verið ein efnilegasta skautakona landsins en hún hefur unnið fjölmarga titla bæði hér heima og erlendis. Hún byrjaði að skauta á tjörnunum heima þegar hún bjó á hæsta byggða bóli landsins, Möðrudal á Fjöllum. Þegar hún fór í grunnskóla á Akureyri fór hún að æfa með Skautafélagi Akureyrar en hefur síðustu ár verið mikið erlendis hjá færum þjálfurum eftir að hæfileikar hennar komu betur í ljós.
Skautaíþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Sjá meira