Vallarþulur setti svip á fullkominn endi hjá Sif: „Geturðu grjóthaldið kjafti?“ Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2021 12:31 Sif Atladóttir er á leið heim til Íslands þar sem að eiginmaður hennar er að taka við liði Selfoss. vísir/Vilhelm „Miðað við allt saman þá var þetta hinn fullkomni endir,“ segir Sif Atladóttir um dramatískan kveðjuleik sinn með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Annað árið í röð endaði Íslendingaliðið í 3. sæti og tryggði sér sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Málglaður vallarþulur setti svip sinn á leik Kristianstad við Piteå á útivelli í lokaumferðinni. Kristianstad þurfti sigur til að ná 3. sætinu, og reyndar var ekki alveg öruggt að það yrði nóg. Liðið var nefnilega með jafnmörg stig og Eskilstuna en tveimur mörkum betri markatölu. Á meðan að Kristianstad kreisti út 2-1 sigur gegn Piteå var vallarþulur heimaliðsins duglegur að láta vita af stöðunni í leik Eskilstuna og Häcken, sem lauk með 3-2 sigri Eskilstuna eftir að liðið skoraði tvö mörk á lokakaflanum. Þar með máttu Sif, Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar þeirra ekki misstíga sig neitt því jöfnunarmark frá Piteå hefði svipt þær 3. sætinu. Upplýsti alla um stöðuna en Sif heyrði ekkert „Vallarþulurinn var ekkert að skafa af því með því að öskra hvernig staðan væri í hinum leiknum. Sá leikur kláraðist aðeins á undan okkar og það virtust allir á vellinum nema ég hafa heyrt hvernig staðan væri. Ég hugsaði bara um að klára leikinn okkar. Svo sá ég viðbrögð annarra og vissi að við hefðum klárað dæmið,“ segir Sif. „Hann sagði víst reglulega hvernig staðan væri í hinum leiknum. Ég held að Beta og Bjössi [þjálfarar Kristianstad] hafi bara hugsað með sér á hliðarlínunni: „Geturðu grjóthaldið kjafti?“ Þetta var pínu kómískt eftir á. Streituvaldandi fyrir þjálfarana en ég fann ekkert fyrir þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) Sif kveður nú Kristianstad eftir að hafa spilað með liðinu í áratug, með að minnsta kosti níu íslenskum samherjum og allan tímann undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Þá hefur Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar, verið aðstoðarþjálfari liðsins. Björn hefur verið ráðinn þjálfari Selfoss og líklegt verður að teljast að Sif gangi einnig til liðs við félagið en hún vill þó ekki staðfesta það. „Ótrúlegt afrek fyrir þetta litla félag“ Sif er hæstánægð með að geta skilið við sitt kæra félag sem það þriðja besta í Svíþjóð, annað árið í röð, eftir að hafa gengið í gegnum djúpan dal með félaginu sem fyrir nokkrum árum rambaði á barmi gjaldþrots og falls niður um deild. Útlitið var auk þess ekki svo gott fyrr á þessu tímabili: „Ef maður hugsar einn og hálfan mánuð aftur í tímann þá vorum við níu stigum frá 3. sætinu. Við vorum þá búin að gera sjö jafntefli eða eitthvað, og reyndum að telja okkur trú um að hvert stig ætti eftir að telja. Við náðum svo nokkrum sigrum í röð og komum þessu í okkar hendur, og það er ótrúlega gaman að geta endað þetta svona. Það að komast aftur í Meistaradeildina er ótrúlegt afrek fyrir þetta litla félag, miðað við það sem við höfum gengið í gegnum.“ Sif Atladóttir með aðdáendum á EM 2017 í Hollandi. Hún ætlar sér með Íslandi á EM næsta sumar í Englandi.Getty/Charlotte Wilson Lauk vegferðinni með sama félaga í vörninni Kveðjuleikurinn var nokkurn veginn nákvæmlega eins og Sif hefði óskað sér. „Maður hefði varla getað skrifað þetta betur sjálfur. Við misstum fyrirliðann okkar í bann vegna gulra spjalda en það gerði það að verkum að við Mia [Carlsson], sem hófum okkar vegferð saman þegar ég kom hingað 2011, fengum að klára þá vegferð saman í miðverðinum. Það var hiti í leiknum og markvörðurinn okkar fékk svo höfuðhögg þegar það var mínúta eftir. Mia var tilbúin að fara í markið og við hefðum þurft að klára leikinn með 10 leikmenn en markvörðurinn stóð upp og kláraði leikinn, og þurfti ekkert að koma við boltann það sem eftir var af leiknum,“ segir Sif. Förum alltaf erfiðu leiðina Kristianstad tapaði afar óvænt fyrir föllnu botnliði Växjö í næstsíðustu umferð en á endanum kom það ekki að sök: „Ég sagði við Betu þegar við töpuðum þessum leik að það hefði sögulega séð verið hálfhallærislegt að tryggja þetta fyrir lokaumferðina. Þetta er sagan okkar í Kristianstad. Við förum alltaf erfiðu leiðina. Maður fann það síðustu vikuna fyrir leik hvað það var mikið í húfi og við erum farin að þrífast á svona spennu. Það var því gaman að klára þetta svona.“ Sænski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Málglaður vallarþulur setti svip sinn á leik Kristianstad við Piteå á útivelli í lokaumferðinni. Kristianstad þurfti sigur til að ná 3. sætinu, og reyndar var ekki alveg öruggt að það yrði nóg. Liðið var nefnilega með jafnmörg stig og Eskilstuna en tveimur mörkum betri markatölu. Á meðan að Kristianstad kreisti út 2-1 sigur gegn Piteå var vallarþulur heimaliðsins duglegur að láta vita af stöðunni í leik Eskilstuna og Häcken, sem lauk með 3-2 sigri Eskilstuna eftir að liðið skoraði tvö mörk á lokakaflanum. Þar með máttu Sif, Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar þeirra ekki misstíga sig neitt því jöfnunarmark frá Piteå hefði svipt þær 3. sætinu. Upplýsti alla um stöðuna en Sif heyrði ekkert „Vallarþulurinn var ekkert að skafa af því með því að öskra hvernig staðan væri í hinum leiknum. Sá leikur kláraðist aðeins á undan okkar og það virtust allir á vellinum nema ég hafa heyrt hvernig staðan væri. Ég hugsaði bara um að klára leikinn okkar. Svo sá ég viðbrögð annarra og vissi að við hefðum klárað dæmið,“ segir Sif. „Hann sagði víst reglulega hvernig staðan væri í hinum leiknum. Ég held að Beta og Bjössi [þjálfarar Kristianstad] hafi bara hugsað með sér á hliðarlínunni: „Geturðu grjóthaldið kjafti?“ Þetta var pínu kómískt eftir á. Streituvaldandi fyrir þjálfarana en ég fann ekkert fyrir þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) Sif kveður nú Kristianstad eftir að hafa spilað með liðinu í áratug, með að minnsta kosti níu íslenskum samherjum og allan tímann undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Þá hefur Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar, verið aðstoðarþjálfari liðsins. Björn hefur verið ráðinn þjálfari Selfoss og líklegt verður að teljast að Sif gangi einnig til liðs við félagið en hún vill þó ekki staðfesta það. „Ótrúlegt afrek fyrir þetta litla félag“ Sif er hæstánægð með að geta skilið við sitt kæra félag sem það þriðja besta í Svíþjóð, annað árið í röð, eftir að hafa gengið í gegnum djúpan dal með félaginu sem fyrir nokkrum árum rambaði á barmi gjaldþrots og falls niður um deild. Útlitið var auk þess ekki svo gott fyrr á þessu tímabili: „Ef maður hugsar einn og hálfan mánuð aftur í tímann þá vorum við níu stigum frá 3. sætinu. Við vorum þá búin að gera sjö jafntefli eða eitthvað, og reyndum að telja okkur trú um að hvert stig ætti eftir að telja. Við náðum svo nokkrum sigrum í röð og komum þessu í okkar hendur, og það er ótrúlega gaman að geta endað þetta svona. Það að komast aftur í Meistaradeildina er ótrúlegt afrek fyrir þetta litla félag, miðað við það sem við höfum gengið í gegnum.“ Sif Atladóttir með aðdáendum á EM 2017 í Hollandi. Hún ætlar sér með Íslandi á EM næsta sumar í Englandi.Getty/Charlotte Wilson Lauk vegferðinni með sama félaga í vörninni Kveðjuleikurinn var nokkurn veginn nákvæmlega eins og Sif hefði óskað sér. „Maður hefði varla getað skrifað þetta betur sjálfur. Við misstum fyrirliðann okkar í bann vegna gulra spjalda en það gerði það að verkum að við Mia [Carlsson], sem hófum okkar vegferð saman þegar ég kom hingað 2011, fengum að klára þá vegferð saman í miðverðinum. Það var hiti í leiknum og markvörðurinn okkar fékk svo höfuðhögg þegar það var mínúta eftir. Mia var tilbúin að fara í markið og við hefðum þurft að klára leikinn með 10 leikmenn en markvörðurinn stóð upp og kláraði leikinn, og þurfti ekkert að koma við boltann það sem eftir var af leiknum,“ segir Sif. Förum alltaf erfiðu leiðina Kristianstad tapaði afar óvænt fyrir föllnu botnliði Växjö í næstsíðustu umferð en á endanum kom það ekki að sök: „Ég sagði við Betu þegar við töpuðum þessum leik að það hefði sögulega séð verið hálfhallærislegt að tryggja þetta fyrir lokaumferðina. Þetta er sagan okkar í Kristianstad. Við förum alltaf erfiðu leiðina. Maður fann það síðustu vikuna fyrir leik hvað það var mikið í húfi og við erum farin að þrífast á svona spennu. Það var því gaman að klára þetta svona.“
Sænski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira