Vallarþulur setti svip á fullkominn endi hjá Sif: „Geturðu grjóthaldið kjafti?“ Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2021 12:31 Sif Atladóttir er á leið heim til Íslands þar sem að eiginmaður hennar er að taka við liði Selfoss. vísir/Vilhelm „Miðað við allt saman þá var þetta hinn fullkomni endir,“ segir Sif Atladóttir um dramatískan kveðjuleik sinn með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Annað árið í röð endaði Íslendingaliðið í 3. sæti og tryggði sér sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Málglaður vallarþulur setti svip sinn á leik Kristianstad við Piteå á útivelli í lokaumferðinni. Kristianstad þurfti sigur til að ná 3. sætinu, og reyndar var ekki alveg öruggt að það yrði nóg. Liðið var nefnilega með jafnmörg stig og Eskilstuna en tveimur mörkum betri markatölu. Á meðan að Kristianstad kreisti út 2-1 sigur gegn Piteå var vallarþulur heimaliðsins duglegur að láta vita af stöðunni í leik Eskilstuna og Häcken, sem lauk með 3-2 sigri Eskilstuna eftir að liðið skoraði tvö mörk á lokakaflanum. Þar með máttu Sif, Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar þeirra ekki misstíga sig neitt því jöfnunarmark frá Piteå hefði svipt þær 3. sætinu. Upplýsti alla um stöðuna en Sif heyrði ekkert „Vallarþulurinn var ekkert að skafa af því með því að öskra hvernig staðan væri í hinum leiknum. Sá leikur kláraðist aðeins á undan okkar og það virtust allir á vellinum nema ég hafa heyrt hvernig staðan væri. Ég hugsaði bara um að klára leikinn okkar. Svo sá ég viðbrögð annarra og vissi að við hefðum klárað dæmið,“ segir Sif. „Hann sagði víst reglulega hvernig staðan væri í hinum leiknum. Ég held að Beta og Bjössi [þjálfarar Kristianstad] hafi bara hugsað með sér á hliðarlínunni: „Geturðu grjóthaldið kjafti?“ Þetta var pínu kómískt eftir á. Streituvaldandi fyrir þjálfarana en ég fann ekkert fyrir þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) Sif kveður nú Kristianstad eftir að hafa spilað með liðinu í áratug, með að minnsta kosti níu íslenskum samherjum og allan tímann undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Þá hefur Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar, verið aðstoðarþjálfari liðsins. Björn hefur verið ráðinn þjálfari Selfoss og líklegt verður að teljast að Sif gangi einnig til liðs við félagið en hún vill þó ekki staðfesta það. „Ótrúlegt afrek fyrir þetta litla félag“ Sif er hæstánægð með að geta skilið við sitt kæra félag sem það þriðja besta í Svíþjóð, annað árið í röð, eftir að hafa gengið í gegnum djúpan dal með félaginu sem fyrir nokkrum árum rambaði á barmi gjaldþrots og falls niður um deild. Útlitið var auk þess ekki svo gott fyrr á þessu tímabili: „Ef maður hugsar einn og hálfan mánuð aftur í tímann þá vorum við níu stigum frá 3. sætinu. Við vorum þá búin að gera sjö jafntefli eða eitthvað, og reyndum að telja okkur trú um að hvert stig ætti eftir að telja. Við náðum svo nokkrum sigrum í röð og komum þessu í okkar hendur, og það er ótrúlega gaman að geta endað þetta svona. Það að komast aftur í Meistaradeildina er ótrúlegt afrek fyrir þetta litla félag, miðað við það sem við höfum gengið í gegnum.“ Sif Atladóttir með aðdáendum á EM 2017 í Hollandi. Hún ætlar sér með Íslandi á EM næsta sumar í Englandi.Getty/Charlotte Wilson Lauk vegferðinni með sama félaga í vörninni Kveðjuleikurinn var nokkurn veginn nákvæmlega eins og Sif hefði óskað sér. „Maður hefði varla getað skrifað þetta betur sjálfur. Við misstum fyrirliðann okkar í bann vegna gulra spjalda en það gerði það að verkum að við Mia [Carlsson], sem hófum okkar vegferð saman þegar ég kom hingað 2011, fengum að klára þá vegferð saman í miðverðinum. Það var hiti í leiknum og markvörðurinn okkar fékk svo höfuðhögg þegar það var mínúta eftir. Mia var tilbúin að fara í markið og við hefðum þurft að klára leikinn með 10 leikmenn en markvörðurinn stóð upp og kláraði leikinn, og þurfti ekkert að koma við boltann það sem eftir var af leiknum,“ segir Sif. Förum alltaf erfiðu leiðina Kristianstad tapaði afar óvænt fyrir föllnu botnliði Växjö í næstsíðustu umferð en á endanum kom það ekki að sök: „Ég sagði við Betu þegar við töpuðum þessum leik að það hefði sögulega séð verið hálfhallærislegt að tryggja þetta fyrir lokaumferðina. Þetta er sagan okkar í Kristianstad. Við förum alltaf erfiðu leiðina. Maður fann það síðustu vikuna fyrir leik hvað það var mikið í húfi og við erum farin að þrífast á svona spennu. Það var því gaman að klára þetta svona.“ Sænski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Málglaður vallarþulur setti svip sinn á leik Kristianstad við Piteå á útivelli í lokaumferðinni. Kristianstad þurfti sigur til að ná 3. sætinu, og reyndar var ekki alveg öruggt að það yrði nóg. Liðið var nefnilega með jafnmörg stig og Eskilstuna en tveimur mörkum betri markatölu. Á meðan að Kristianstad kreisti út 2-1 sigur gegn Piteå var vallarþulur heimaliðsins duglegur að láta vita af stöðunni í leik Eskilstuna og Häcken, sem lauk með 3-2 sigri Eskilstuna eftir að liðið skoraði tvö mörk á lokakaflanum. Þar með máttu Sif, Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar þeirra ekki misstíga sig neitt því jöfnunarmark frá Piteå hefði svipt þær 3. sætinu. Upplýsti alla um stöðuna en Sif heyrði ekkert „Vallarþulurinn var ekkert að skafa af því með því að öskra hvernig staðan væri í hinum leiknum. Sá leikur kláraðist aðeins á undan okkar og það virtust allir á vellinum nema ég hafa heyrt hvernig staðan væri. Ég hugsaði bara um að klára leikinn okkar. Svo sá ég viðbrögð annarra og vissi að við hefðum klárað dæmið,“ segir Sif. „Hann sagði víst reglulega hvernig staðan væri í hinum leiknum. Ég held að Beta og Bjössi [þjálfarar Kristianstad] hafi bara hugsað með sér á hliðarlínunni: „Geturðu grjóthaldið kjafti?“ Þetta var pínu kómískt eftir á. Streituvaldandi fyrir þjálfarana en ég fann ekkert fyrir þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) Sif kveður nú Kristianstad eftir að hafa spilað með liðinu í áratug, með að minnsta kosti níu íslenskum samherjum og allan tímann undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Þá hefur Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar, verið aðstoðarþjálfari liðsins. Björn hefur verið ráðinn þjálfari Selfoss og líklegt verður að teljast að Sif gangi einnig til liðs við félagið en hún vill þó ekki staðfesta það. „Ótrúlegt afrek fyrir þetta litla félag“ Sif er hæstánægð með að geta skilið við sitt kæra félag sem það þriðja besta í Svíþjóð, annað árið í röð, eftir að hafa gengið í gegnum djúpan dal með félaginu sem fyrir nokkrum árum rambaði á barmi gjaldþrots og falls niður um deild. Útlitið var auk þess ekki svo gott fyrr á þessu tímabili: „Ef maður hugsar einn og hálfan mánuð aftur í tímann þá vorum við níu stigum frá 3. sætinu. Við vorum þá búin að gera sjö jafntefli eða eitthvað, og reyndum að telja okkur trú um að hvert stig ætti eftir að telja. Við náðum svo nokkrum sigrum í röð og komum þessu í okkar hendur, og það er ótrúlega gaman að geta endað þetta svona. Það að komast aftur í Meistaradeildina er ótrúlegt afrek fyrir þetta litla félag, miðað við það sem við höfum gengið í gegnum.“ Sif Atladóttir með aðdáendum á EM 2017 í Hollandi. Hún ætlar sér með Íslandi á EM næsta sumar í Englandi.Getty/Charlotte Wilson Lauk vegferðinni með sama félaga í vörninni Kveðjuleikurinn var nokkurn veginn nákvæmlega eins og Sif hefði óskað sér. „Maður hefði varla getað skrifað þetta betur sjálfur. Við misstum fyrirliðann okkar í bann vegna gulra spjalda en það gerði það að verkum að við Mia [Carlsson], sem hófum okkar vegferð saman þegar ég kom hingað 2011, fengum að klára þá vegferð saman í miðverðinum. Það var hiti í leiknum og markvörðurinn okkar fékk svo höfuðhögg þegar það var mínúta eftir. Mia var tilbúin að fara í markið og við hefðum þurft að klára leikinn með 10 leikmenn en markvörðurinn stóð upp og kláraði leikinn, og þurfti ekkert að koma við boltann það sem eftir var af leiknum,“ segir Sif. Förum alltaf erfiðu leiðina Kristianstad tapaði afar óvænt fyrir föllnu botnliði Växjö í næstsíðustu umferð en á endanum kom það ekki að sök: „Ég sagði við Betu þegar við töpuðum þessum leik að það hefði sögulega séð verið hálfhallærislegt að tryggja þetta fyrir lokaumferðina. Þetta er sagan okkar í Kristianstad. Við förum alltaf erfiðu leiðina. Maður fann það síðustu vikuna fyrir leik hvað það var mikið í húfi og við erum farin að þrífast á svona spennu. Það var því gaman að klára þetta svona.“
Sænski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira