70 dæmdir í gríðarlega umfangsmiklum réttarhöldum gegn Ndrangheta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2021 21:52 Réttarhöldin eru þau umfangsmestu í sögu Ítalíu. epa/Salvatore Monteverde Sjötíu meðlimir Ndrangheta, valdamestu og auðugustu glæpasamtaka Ítalíu, voru fundir sekir í umfangsmestu réttarhöldum sem um getur í sögu landsins. 355 bíða enn niðurstöðu í málum sínum en þeir sem voru dæmdir í dag höfðu samþykkt hraðari málsmeðferð gegn því að fá þriðjung mögulegs dóms niðurfelldan. Réttarhöldin hófust í borginni Lamezia Terme í Calabríu í janúar síðastliðnum en eru talin munu standa yfir í tvö ár eða lengur. Fjöldi ákærðra er slíkur að útbúa þurfti sérstakan dómssal til að koma þeim öllum fyrir auk lögmanna og annarra starfsmanna. Saksóknarinn Nicola Gratteri, sem hefur verið undir lögregluvernd í meira en 30 ár vegna baráttu sinnar gegn mafíunni, sagðist ánægður með niðurstöðu dagsins, þar sem 70 af 91 hlutu dóm. Ákærðu hlutu allt að 20 ára fangelsisdóma, meðal annars Domenico Macri, sem er sagður tilheyra hernaðararmi glæpasamtakanna, Pasquale Gallone, hægri hönd mafíuforingjans Luigi Mancuso, og Gregorio Niglia, sem hafði það hlutverk að útvega vopn og höndla fjárkúganir. Hjarta Ndragnheta slær í Calabríu en samtökin eru nú sögð hafa náð sikileysku mafíunni að völdum og auð. Hópurinn stjórnar til að mynda meirihluta kókaíninnflutnings til Evrópu. 150 fjölskyldur eru sagðar slást um völdin innan Ndrangheta en þúsundir eru sagðir eiga aðild að samtökunum, bæði á Ítalíu og út um allan heim. Stærstu fiskarnir sem enn bíða dóms eru fyrrnefndur foringi Luigi „Frændinn“ Mancuso og Giancarlo Pittelli, lögmaður og fyrrverandi þingmaður. Dómsalurinn er gríðarstór en þar sitja lögmenn og vitni á bekkjum á meðan ákærðu sitja í rammgirtum hólfum.epa/Salvatore Monteverde Nánar má lesa um réttarhöldin hjá Guardian. Ítalía Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira
Réttarhöldin hófust í borginni Lamezia Terme í Calabríu í janúar síðastliðnum en eru talin munu standa yfir í tvö ár eða lengur. Fjöldi ákærðra er slíkur að útbúa þurfti sérstakan dómssal til að koma þeim öllum fyrir auk lögmanna og annarra starfsmanna. Saksóknarinn Nicola Gratteri, sem hefur verið undir lögregluvernd í meira en 30 ár vegna baráttu sinnar gegn mafíunni, sagðist ánægður með niðurstöðu dagsins, þar sem 70 af 91 hlutu dóm. Ákærðu hlutu allt að 20 ára fangelsisdóma, meðal annars Domenico Macri, sem er sagður tilheyra hernaðararmi glæpasamtakanna, Pasquale Gallone, hægri hönd mafíuforingjans Luigi Mancuso, og Gregorio Niglia, sem hafði það hlutverk að útvega vopn og höndla fjárkúganir. Hjarta Ndragnheta slær í Calabríu en samtökin eru nú sögð hafa náð sikileysku mafíunni að völdum og auð. Hópurinn stjórnar til að mynda meirihluta kókaíninnflutnings til Evrópu. 150 fjölskyldur eru sagðar slást um völdin innan Ndrangheta en þúsundir eru sagðir eiga aðild að samtökunum, bæði á Ítalíu og út um allan heim. Stærstu fiskarnir sem enn bíða dóms eru fyrrnefndur foringi Luigi „Frændinn“ Mancuso og Giancarlo Pittelli, lögmaður og fyrrverandi þingmaður. Dómsalurinn er gríðarstór en þar sitja lögmenn og vitni á bekkjum á meðan ákærðu sitja í rammgirtum hólfum.epa/Salvatore Monteverde Nánar má lesa um réttarhöldin hjá Guardian.
Ítalía Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira