Beta getur endurtekið afrekið þrátt fyrir áfallið um síðustu helgi Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2021 19:01 Elísabet Gunnarsdóttir náði risastórum áfanga þegar hún kom Kristianstad í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð og nú gæti hún endurtekið leikinn. Mynd/@_OBOSDamallsv Landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir geta kvatt Kristianstad sem „Meistaradeildarlið“ eftir morgundaginn. Til að svo megi verða má ekkert út af bregða. Kristianstad, sem leikið hefur undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur frá árinu 2009, náði sínum besta árangri frá upphafi í fyrra þegar liðið endaði í 3. sæti. Það skilaði liðinu sínum fyrstu leikjum í Meistaradeild Evrópu í sögu félagsins. Nú getur Kristianstad endurtekið leikinn en til þess þarf liðið að vinna Piteå í hádeginu á morgun, í kuldanum norðarlega í Svíþjóð. Þá fer fram lokaumferðin í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård hafa fyrir löngu tryggt sér meistaratitilinn og ljóst er að Häcken, lið Diljár Ýrar Zomers, endar í 2. sæti. Fjögur lið eiga hins vegar enn möguleika á að enda í 3. sæti. Barátta fjögurra liða um sætið Kristianstad er í 3. sætinu þrátt fyrir afar óvænt tap gegn föllnu botnliði Växjö, 1-0, í síðasta leik. Eskilstuna er einnig með 32 stig en með tveimur mörkum verri markatölu en Kristianstad, þökk sé 3-1 tapi Eskilstuna gegn Rosengård á mánudaginn. Eskilstuna á erfiðan leik við Häcken á morgun. Ef að bæði Eskilstuna og Kristianstad tapa mun væntanlega sigurliðið í leik Örebro og Vittsjö, sem sitja í 5. og 6. sæti, ná 3. sætinu. Að keppnistímabilinu loknu mun Sif flytja til Íslands og finna sér hér íslenskt félag til að spila fyrir. Björn Sigurbjörnsson, maður Sifjar, hefur verið aðstoðarþjálfari Kristianstad um árabil en er að taka við Selfossi. Sveindís fer hins vegar til Þýskalands en hún hefur verið á láni hjá Kristianstad frá stórliðinu Wolfsburg á þessu fyrsta ári sínu í atvinnumennsku. Elísabet hefur hins vegar skrifað undir samning um að þjálfa Kristianstad áfram á næsta ári. Sænski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Kristianstad, sem leikið hefur undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur frá árinu 2009, náði sínum besta árangri frá upphafi í fyrra þegar liðið endaði í 3. sæti. Það skilaði liðinu sínum fyrstu leikjum í Meistaradeild Evrópu í sögu félagsins. Nú getur Kristianstad endurtekið leikinn en til þess þarf liðið að vinna Piteå í hádeginu á morgun, í kuldanum norðarlega í Svíþjóð. Þá fer fram lokaumferðin í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård hafa fyrir löngu tryggt sér meistaratitilinn og ljóst er að Häcken, lið Diljár Ýrar Zomers, endar í 2. sæti. Fjögur lið eiga hins vegar enn möguleika á að enda í 3. sæti. Barátta fjögurra liða um sætið Kristianstad er í 3. sætinu þrátt fyrir afar óvænt tap gegn föllnu botnliði Växjö, 1-0, í síðasta leik. Eskilstuna er einnig með 32 stig en með tveimur mörkum verri markatölu en Kristianstad, þökk sé 3-1 tapi Eskilstuna gegn Rosengård á mánudaginn. Eskilstuna á erfiðan leik við Häcken á morgun. Ef að bæði Eskilstuna og Kristianstad tapa mun væntanlega sigurliðið í leik Örebro og Vittsjö, sem sitja í 5. og 6. sæti, ná 3. sætinu. Að keppnistímabilinu loknu mun Sif flytja til Íslands og finna sér hér íslenskt félag til að spila fyrir. Björn Sigurbjörnsson, maður Sifjar, hefur verið aðstoðarþjálfari Kristianstad um árabil en er að taka við Selfossi. Sveindís fer hins vegar til Þýskalands en hún hefur verið á láni hjá Kristianstad frá stórliðinu Wolfsburg á þessu fyrsta ári sínu í atvinnumennsku. Elísabet hefur hins vegar skrifað undir samning um að þjálfa Kristianstad áfram á næsta ári.
Sænski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira