„Við gáfum þeim smá vonarglætu undir lokin“ Atli Arason skrifar 4. nóvember 2021 23:12 Ragnar Örn Bragason Vísir/Bára Dröfn Ragnar Örn Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var kampakátur með afar öflugan sigur Þórs á Keflavík í kvöld, 80-89. Keflavík var eina taplausa liðið í deildinni fyrir þennan leik. „Það er mjög sterkt að koma hingað á móti þessu góða liði sem er ekki búið að tapa leik og sækja sigur. Við erum mjög ánægðir,“ sagðir Ragnar í viðtali við Vísi eftir leik. Glynn Watson, leikmaður Þórs, var stigahæsti leikmaður leiksins með 28 stig í kvöld. Keflavík var einu stigi yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en Glynn skoraði sjö af síðustu tíu stigum Þórs í leiknum. Keflvíkingar sendu Glynn tvisvar á vítalínuna á lokamínútunni og brást honum ekki bogalistin og setti hann öll vítaskot sín niður. Ragnar þakkar Glynn Watson sem og öflugum varnarleik fyrir sigurinn í kvöld. „Aðallega vörnin. Við náðum að hlaupa á þá út af góðri vörn í fyrri hálfleik og héldum því nánast allan leikinn en við gáfum þeim smá vonarglætu undir lokin. Sem betur fer var Glynn Watson með boltann og nær að klára þetta fyrir okkur,“ sagði Ragnar. Það hefur andað köldu á milli liðanna allt frá úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Ragnar var spurður að því hvort eitthvað hafi komið Þórsurum á óvart í leik Keflavíkur í kvöld og hann stóð ekki á svörum. „Nei. Ekki neitt,“ svaraði Ragnar með risastórt bros á vör. Næsti leikur Þórs er gegn Breiðablik eftir akkúrat viku. Blikar spila mjög hraðan körfubolta og Ragnari nánast kvíðir fyrir æfingaprógrami Lárusar þjálfara í komandi viku. „Ætli við þurfum ekki að hlaupa einhver maraþon núna í vikunni til geta ‘match-að‘ blikana,“ segir Ragnar og hlær áður en hann bætir við, „Þetta verður bara hörku leikur á móti liði sem spilar skemmtilegan körfubolta, við þurfum einhvern veginn að finna lausnir á þeirra leik,“ sagði Ragnar Örn Bragason að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira
„Það er mjög sterkt að koma hingað á móti þessu góða liði sem er ekki búið að tapa leik og sækja sigur. Við erum mjög ánægðir,“ sagðir Ragnar í viðtali við Vísi eftir leik. Glynn Watson, leikmaður Þórs, var stigahæsti leikmaður leiksins með 28 stig í kvöld. Keflavík var einu stigi yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en Glynn skoraði sjö af síðustu tíu stigum Þórs í leiknum. Keflvíkingar sendu Glynn tvisvar á vítalínuna á lokamínútunni og brást honum ekki bogalistin og setti hann öll vítaskot sín niður. Ragnar þakkar Glynn Watson sem og öflugum varnarleik fyrir sigurinn í kvöld. „Aðallega vörnin. Við náðum að hlaupa á þá út af góðri vörn í fyrri hálfleik og héldum því nánast allan leikinn en við gáfum þeim smá vonarglætu undir lokin. Sem betur fer var Glynn Watson með boltann og nær að klára þetta fyrir okkur,“ sagði Ragnar. Það hefur andað köldu á milli liðanna allt frá úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Ragnar var spurður að því hvort eitthvað hafi komið Þórsurum á óvart í leik Keflavíkur í kvöld og hann stóð ekki á svörum. „Nei. Ekki neitt,“ svaraði Ragnar með risastórt bros á vör. Næsti leikur Þórs er gegn Breiðablik eftir akkúrat viku. Blikar spila mjög hraðan körfubolta og Ragnari nánast kvíðir fyrir æfingaprógrami Lárusar þjálfara í komandi viku. „Ætli við þurfum ekki að hlaupa einhver maraþon núna í vikunni til geta ‘match-að‘ blikana,“ segir Ragnar og hlær áður en hann bætir við, „Þetta verður bara hörku leikur á móti liði sem spilar skemmtilegan körfubolta, við þurfum einhvern veginn að finna lausnir á þeirra leik,“ sagði Ragnar Örn Bragason að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Sjá meira