Lyon tryggði sér sigur í A-riðli | Napoli sigraði toppslaginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. nóvember 2021 20:04 Lyon tryggði sér í kvöld sigur í A-riðli Evrópudeildarinnar. Marcio Machado/Eurasia Sport Images/Getty Images Af þeim 16 leikjum sem fara fram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld er nú átta þeirra lokið. Lyon tryggði sér sigur í A-riðli með 3-0 sigri gegn Sparta Prague og Napoli vann 4-1 útisigur gegn Legia Varsjá í toppslag C-riðils svo eitthvað sé nefnt. Það tók Lyon rétt rúman klukkutíma að brjóta ísinn er liðið tók á móti Sparta Prague. Á 61. mínútu kom Islam Slimani heimamönnum í 1-0, og tveimur mínútum síðar var hann búinn að tvöfalda forystuna. Það var svo varamaðurinn Karl Toko Ekambi sem tryggði heimamönnum öruggan 3-0 sigur með marki í uppbótartíma. Lyon er nú með 12 stig í efsta sæti A-riðils, átta stigum meira en næstu lið þegar tvær umferðir eru eftir, og eru því öruggir með sigur í riðlinum. 👌 𝐏𝐄𝐑𝐅𝐄𝐂𝐓!🦁Great performance sees us maintain our perfect @EuropaLeague league start and confirm first place!#OLSPA 3-0 pic.twitter.com/70vnxoXipt— Olympique Lyonnais 🇬🇧🇺🇸 (@OL_English) November 4, 2021 Mahir Emreli kom heimamönnum í Legia Varsjá í forystu strax á tíundu mínútu er liðið tók á móti Napoli í C-riðli, og staðan var 1-0 í hálfleik. Piotr Zielinski jafnaði metin fyrir gestina af vítapunktinum á 51. mínútu, áður en Dries Mertens kom Napoli í 2-1 á 75. mínútu. Hirving Lozano breytti stöðunni í 3-1 fjórum mínútum síðar, og Adam Ounas gulltryggði 4-1 sigur gestanna á lokamínútu leiksins. Napoli lyftir sér í efsta sæti riðilsins með sigrinum. Liði hefur nú sjö stig, einu stigi meira en Legia frá Varsjá. ⏱ 90+5 | FULL TIME! 💪#LegiaNapoli 1-4#UEL 💙 #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/HgcOyVE7WB— Official SSC Napoli (@en_sscnapoli) November 4, 2021 Úrslit kvöldsins A-riðill Bröndby 1-1 Rangers Lyon 3-0 Sparta Prague B-riðill Monaco 0-0 PSV Eindhoven Real Sociedad 1-1 Sturm Graz C-riðill Legia Varsjá 1-4 Napoli D-riðill Olympiacos 1-2 Eintracht Frankfurt E-riðill Galatasaray 1-1 Lokomotiv Moscow H-riðill Genk 2-2 West Ham Evrópudeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Það tók Lyon rétt rúman klukkutíma að brjóta ísinn er liðið tók á móti Sparta Prague. Á 61. mínútu kom Islam Slimani heimamönnum í 1-0, og tveimur mínútum síðar var hann búinn að tvöfalda forystuna. Það var svo varamaðurinn Karl Toko Ekambi sem tryggði heimamönnum öruggan 3-0 sigur með marki í uppbótartíma. Lyon er nú með 12 stig í efsta sæti A-riðils, átta stigum meira en næstu lið þegar tvær umferðir eru eftir, og eru því öruggir með sigur í riðlinum. 👌 𝐏𝐄𝐑𝐅𝐄𝐂𝐓!🦁Great performance sees us maintain our perfect @EuropaLeague league start and confirm first place!#OLSPA 3-0 pic.twitter.com/70vnxoXipt— Olympique Lyonnais 🇬🇧🇺🇸 (@OL_English) November 4, 2021 Mahir Emreli kom heimamönnum í Legia Varsjá í forystu strax á tíundu mínútu er liðið tók á móti Napoli í C-riðli, og staðan var 1-0 í hálfleik. Piotr Zielinski jafnaði metin fyrir gestina af vítapunktinum á 51. mínútu, áður en Dries Mertens kom Napoli í 2-1 á 75. mínútu. Hirving Lozano breytti stöðunni í 3-1 fjórum mínútum síðar, og Adam Ounas gulltryggði 4-1 sigur gestanna á lokamínútu leiksins. Napoli lyftir sér í efsta sæti riðilsins með sigrinum. Liði hefur nú sjö stig, einu stigi meira en Legia frá Varsjá. ⏱ 90+5 | FULL TIME! 💪#LegiaNapoli 1-4#UEL 💙 #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/HgcOyVE7WB— Official SSC Napoli (@en_sscnapoli) November 4, 2021 Úrslit kvöldsins A-riðill Bröndby 1-1 Rangers Lyon 3-0 Sparta Prague B-riðill Monaco 0-0 PSV Eindhoven Real Sociedad 1-1 Sturm Graz C-riðill Legia Varsjá 1-4 Napoli D-riðill Olympiacos 1-2 Eintracht Frankfurt E-riðill Galatasaray 1-1 Lokomotiv Moscow H-riðill Genk 2-2 West Ham
Úrslit kvöldsins A-riðill Bröndby 1-1 Rangers Lyon 3-0 Sparta Prague B-riðill Monaco 0-0 PSV Eindhoven Real Sociedad 1-1 Sturm Graz C-riðill Legia Varsjá 1-4 Napoli D-riðill Olympiacos 1-2 Eintracht Frankfurt E-riðill Galatasaray 1-1 Lokomotiv Moscow H-riðill Genk 2-2 West Ham
Evrópudeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira