Tennisstjarna sakar einn æðsta embættismann Kína um nauðgun Samúel Karl Ólason og skrifa 3. nóvember 2021 11:33 Peng Shuai á blaðamannafundi árið 2014. Getty/K.Y. Cheng Tenniskonan Peng Shuai hefur sakað fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína og fyrrverandi meðlim í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Kína (Politburo) um að hafa brotið á sér kynferðislega. Maðurinn heitir Zhang Gaoli og var í Politburo frá 2012 til 2017 en ásökunin var fljótt fjarlægð af netinu. Ásakanir sem þessar gegn hæst settu meðlimum Kommúnistaflokks Kína eru svo gott sem óþekktar, samkvæmt frétt Washington Post. Peng, sem er 35 ára, varpaði ásökuninni fram á Weibo, sem er kínverskur samfélagsmiðill sem líkist Twitter. Hún segir Zhang, sem er 75 ára, hafa brotið á sér fyrst fyrir um þremur árum. Hann og eiginkona hans hafi boðið henni í mat og hann hafi nauðgað henni. „Ég veitti aldrei samþykki þetta kvöld, grátandi allan tímann,“ skrifaði Peng. Peng segist hafa átt í sambandi við Zhang á milli 2007 og 2012. Hún segist hafa látið undan þrýstingi frá Zhang og hitt hann oftar og hann hafi aftur brotið á henni. Peng viðurkenndi í færslunni að hún gæti ekki sannað ásakanir sínar. Í frétt New York Times segir að færslan hafi fljótt verið fjarlægð af internetinu í Kína og nú sé ekki hægt að leita að nafni hennar eða orðinu tennis í Kína. Skjáskot hafi hins vegar verið í dreifingu manna á milli vegna frægðar hennar og Zhang. MeToo-hreyfingin hefur átt undir högg að sækja í Kína og hafa aðgerðasinnar verið handteknir. Í september var málið sem hóf hreyfinguna í Kína fellt niður og öll umræða um þá ákvörðun var fjarlægð af samfélagsmiðlum og internetinu í Kína. Zhou Xiaouxuan, sem sakaði frægan sjónvarpsmann um að brjóta á sér, birti skilaboð þar sem hún lýsti yfir stuðningi við Peng og sagðist vona að hún væri ekki í hættu. Peng var ein skærasta tennisstjarna Kína. Með Hsieh Su-wei vann hún tvíliðaleik á Wimbledon árið 2013 og franska opna meistarmótinu árið 2014. Það ár komst hún einnig í undanúrslit í bandaríska opna meistaramótinu. Árið 2014 var hún í efsta sætinu á styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins í tvíliðaleik og því fjórtánda í einliðaleik. Kína MeToo Kynferðisofbeldi Tennis Tengdar fréttir Málið sem hóf MeToo í Kína fellt niður og umræða þögguð Dómari í Kína felldi í gærkvöldi niður lögsókn Zhou Xiaoxuan gegn vel þekktum sjónvarpsmanni fyrir meint kynferðisbrot. Máli Zhou er sagt hafa leitt til MeToo-hreyfingar í Kína en strax í kjölfar úrskurðarins hófu ritskoðendur internetsins í Kína að fjarlægja færslur þar sem ákvörðunin var gagnrýnd af samfélagsmiðlum. 15. september 2021 14:40 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Ásakanir sem þessar gegn hæst settu meðlimum Kommúnistaflokks Kína eru svo gott sem óþekktar, samkvæmt frétt Washington Post. Peng, sem er 35 ára, varpaði ásökuninni fram á Weibo, sem er kínverskur samfélagsmiðill sem líkist Twitter. Hún segir Zhang, sem er 75 ára, hafa brotið á sér fyrst fyrir um þremur árum. Hann og eiginkona hans hafi boðið henni í mat og hann hafi nauðgað henni. „Ég veitti aldrei samþykki þetta kvöld, grátandi allan tímann,“ skrifaði Peng. Peng segist hafa átt í sambandi við Zhang á milli 2007 og 2012. Hún segist hafa látið undan þrýstingi frá Zhang og hitt hann oftar og hann hafi aftur brotið á henni. Peng viðurkenndi í færslunni að hún gæti ekki sannað ásakanir sínar. Í frétt New York Times segir að færslan hafi fljótt verið fjarlægð af internetinu í Kína og nú sé ekki hægt að leita að nafni hennar eða orðinu tennis í Kína. Skjáskot hafi hins vegar verið í dreifingu manna á milli vegna frægðar hennar og Zhang. MeToo-hreyfingin hefur átt undir högg að sækja í Kína og hafa aðgerðasinnar verið handteknir. Í september var málið sem hóf hreyfinguna í Kína fellt niður og öll umræða um þá ákvörðun var fjarlægð af samfélagsmiðlum og internetinu í Kína. Zhou Xiaouxuan, sem sakaði frægan sjónvarpsmann um að brjóta á sér, birti skilaboð þar sem hún lýsti yfir stuðningi við Peng og sagðist vona að hún væri ekki í hættu. Peng var ein skærasta tennisstjarna Kína. Með Hsieh Su-wei vann hún tvíliðaleik á Wimbledon árið 2013 og franska opna meistarmótinu árið 2014. Það ár komst hún einnig í undanúrslit í bandaríska opna meistaramótinu. Árið 2014 var hún í efsta sætinu á styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins í tvíliðaleik og því fjórtánda í einliðaleik.
Kína MeToo Kynferðisofbeldi Tennis Tengdar fréttir Málið sem hóf MeToo í Kína fellt niður og umræða þögguð Dómari í Kína felldi í gærkvöldi niður lögsókn Zhou Xiaoxuan gegn vel þekktum sjónvarpsmanni fyrir meint kynferðisbrot. Máli Zhou er sagt hafa leitt til MeToo-hreyfingar í Kína en strax í kjölfar úrskurðarins hófu ritskoðendur internetsins í Kína að fjarlægja færslur þar sem ákvörðunin var gagnrýnd af samfélagsmiðlum. 15. september 2021 14:40 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Málið sem hóf MeToo í Kína fellt niður og umræða þögguð Dómari í Kína felldi í gærkvöldi niður lögsókn Zhou Xiaoxuan gegn vel þekktum sjónvarpsmanni fyrir meint kynferðisbrot. Máli Zhou er sagt hafa leitt til MeToo-hreyfingar í Kína en strax í kjölfar úrskurðarins hófu ritskoðendur internetsins í Kína að fjarlægja færslur þar sem ákvörðunin var gagnrýnd af samfélagsmiðlum. 15. september 2021 14:40