Skopmyndari Moggans ekki frétt af því að hann sé hættur Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2021 11:26 Davíð Oddsson er er ritstjóri Morgunblaðsins. Á laugardaginn skemmtu lesendur blaðsins sér konunglega yfir teikningu Helga af Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem vampíru í tilefni af hrekkjavöku, aðrir ekki eins og gengur. Í dag var svo engin teikning. Getty/skjáskot úr Mbl. Ekki birtist mynd eftir hinn mjög svo umdeilda skopmyndateiknara Morgunblaðsins í blaði dagsins eins og venja er til. Þegar fóru á flug sögusagnir um að hann væri hættur og rötuðu þær kenningar að sjálfsögðu inn á ritstjórnarskrifstofur Vísis. En Helgi Sigurðsson teiknari kannast ekki við að hann sé hættur og farinn. Aðdáendur skopmyndateiknara Moggans, og þeir sem elska að hata hann, ráku upp stór augu þegar þeir flettu blaðinu í morgun. Engin teikning heldur gullfalleg ljósmynd Eggerts af urðarketti. Engin skopmynd eftir Helga er í Morgunblaði dagsins og það fór ekki fram hjá glöggum lesendum blaðsins og þegar fóru af stað þær kenningar að nú væri verið að taka til á blaðinu. Að Helgi væri hættur og búið að skrúfa fyrir að vitnað sé í Pál Vilhjálmsson í Staksteinum.skjáskot „Neineinei. Eða, ég hef í það minnsta ekki frétt af því,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Klikkaði á að skila inn teikningu Hann segir að það hafi klikkað hjá sér að skila myndinni. Sem reyndar heyrir til tíðinda en undanfarna fimm mánuði hefur birst teikning upp á hvern einasta útgáfudag Moggans eftir Helga. Hann segir að það sé vegna þess að Ívar, sá sem teikni á móti honum, hafi fengið starfslaun listamanna. „Og er að fitla við listagyðjuna einhvers staðar,“ segir Helgi. Helgi hefur reynst afar umdeildur teiknari svo ekki sé meira sagt en Vísir hefur fjallað um það áður. En hann hefur meðal annars verði kallaður „Langatöng bláu handarinnar“. Í viðtali þá sagðist Helgi ekki fá neinar línur varðandi teikningarnar frá ritstjórum blaðsins, hann væri bara að tjá sínar skoðanir og yrði frá áhrifum héðan og þaðan. En því væri ekki að leyna að honum þætti Davíð Oddsson ritstjóri skemmtilegur. Skilur ekkert í þessum áhuga á sér „Ég veit ekki af hverju fólk er að æsa sig,“ segir Helgi nú í samtali við Vísi, en sumt megi segja, samkvæmt ákveðinni línu en annað, snúi það að tilteknum hópum sé tabú. Þá segist Helgi ekkert skilja í þessum áhuga á sér nú. Helgi teiknari segist ekkert skilja í þessum áhuga á sér.S2/skjáskot „Á skopmyndateiknara á Morgunblaðinu sem er bara einhver maður sem alltaf er verið að heimta að verði rekinn. Og svo þegar vantar mynd þá eru bara fjölmiðlar á eftir manni.“ Hafa fleiri fjölmiðlar haft samband? „Nei, þú ert reyndar sá fyrsti. En ég bíð bara eftir því að heyra í öðrum fjölmiðlum.“ Helgi undrast þennan áhuga á sér en jánkar því þó að um athyglisvert fyrirbæri sé að ræða sem eru skopmyndir. Og þær hafa dregið dilk á eftir sér eins og með Jyllandsposten-málið í Danmörku og síðar árásin á Charlie Hebdo í Frakklandi. „Já, sem betur fer erum við ennþá laus við öfgahreyfingar sem fara um vopnaðar.“ Helgi hafði efasemdir um að vert væri að fara út í einhverjar hugleiðingar við blaðamann sem svo gæti tekið upp á því að rífa allt úr samhengi, en bætti við að hann gæti trútt um talað því það væri einmitt það sem hann gerði. Rætt var við Helga í Íslandi í dag árið 2015 um umdeilda skopmynd. Fjölmiðlar Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Sjá meira
Aðdáendur skopmyndateiknara Moggans, og þeir sem elska að hata hann, ráku upp stór augu þegar þeir flettu blaðinu í morgun. Engin teikning heldur gullfalleg ljósmynd Eggerts af urðarketti. Engin skopmynd eftir Helga er í Morgunblaði dagsins og það fór ekki fram hjá glöggum lesendum blaðsins og þegar fóru af stað þær kenningar að nú væri verið að taka til á blaðinu. Að Helgi væri hættur og búið að skrúfa fyrir að vitnað sé í Pál Vilhjálmsson í Staksteinum.skjáskot „Neineinei. Eða, ég hef í það minnsta ekki frétt af því,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Klikkaði á að skila inn teikningu Hann segir að það hafi klikkað hjá sér að skila myndinni. Sem reyndar heyrir til tíðinda en undanfarna fimm mánuði hefur birst teikning upp á hvern einasta útgáfudag Moggans eftir Helga. Hann segir að það sé vegna þess að Ívar, sá sem teikni á móti honum, hafi fengið starfslaun listamanna. „Og er að fitla við listagyðjuna einhvers staðar,“ segir Helgi. Helgi hefur reynst afar umdeildur teiknari svo ekki sé meira sagt en Vísir hefur fjallað um það áður. En hann hefur meðal annars verði kallaður „Langatöng bláu handarinnar“. Í viðtali þá sagðist Helgi ekki fá neinar línur varðandi teikningarnar frá ritstjórum blaðsins, hann væri bara að tjá sínar skoðanir og yrði frá áhrifum héðan og þaðan. En því væri ekki að leyna að honum þætti Davíð Oddsson ritstjóri skemmtilegur. Skilur ekkert í þessum áhuga á sér „Ég veit ekki af hverju fólk er að æsa sig,“ segir Helgi nú í samtali við Vísi, en sumt megi segja, samkvæmt ákveðinni línu en annað, snúi það að tilteknum hópum sé tabú. Þá segist Helgi ekkert skilja í þessum áhuga á sér nú. Helgi teiknari segist ekkert skilja í þessum áhuga á sér.S2/skjáskot „Á skopmyndateiknara á Morgunblaðinu sem er bara einhver maður sem alltaf er verið að heimta að verði rekinn. Og svo þegar vantar mynd þá eru bara fjölmiðlar á eftir manni.“ Hafa fleiri fjölmiðlar haft samband? „Nei, þú ert reyndar sá fyrsti. En ég bíð bara eftir því að heyra í öðrum fjölmiðlum.“ Helgi undrast þennan áhuga á sér en jánkar því þó að um athyglisvert fyrirbæri sé að ræða sem eru skopmyndir. Og þær hafa dregið dilk á eftir sér eins og með Jyllandsposten-málið í Danmörku og síðar árásin á Charlie Hebdo í Frakklandi. „Já, sem betur fer erum við ennþá laus við öfgahreyfingar sem fara um vopnaðar.“ Helgi hafði efasemdir um að vert væri að fara út í einhverjar hugleiðingar við blaðamann sem svo gæti tekið upp á því að rífa allt úr samhengi, en bætti við að hann gæti trútt um talað því það væri einmitt það sem hann gerði. Rætt var við Helga í Íslandi í dag árið 2015 um umdeilda skopmynd.
Fjölmiðlar Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Sjá meira