Haukar frumsýna nýjan bandarískan leikmann í Evrópuleiknum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2021 13:31 Bjarni Magnússon ræðir við hina bandarísku Haiden Palmer sem hefur ekki skorað nógu mikið í Evrópuleikjunum í vetur. Vísir/Bára Dröfn Haukakonur hafa sótt sér liðstyrk frá Bandaríkjunum en framherjinn Briana Gray er komin með leikheimild hjá FIBA og getur því tekið þátt í Evrópuleiknum á Ásvöllum í kvöld. Haukarnir mæta tékkneska liðinu Brno klukkan 19.30 í kvöld og þetta ætti að vera auðveldara verkefni en þegar Haukaliðið tapaði stórt í fyrsta heimaleik sínum í riðlinum. Helena Sverrisdóttir, fyrirliði Hauka, glímir við meiðsli og mun Gray hjálpa Hafnarfjarðarliðinu í þessum krefjandi leik. Briana Gray er 26 ára gömul og spilar sem lítill framherji. Hún byrjaði þetta tímabil með Sparta í Lúxemborg þar sem hún var með 12,0 stig, 6,8 fráköst og 1,5 stoðsendingar í leik. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Bjarna Magnússon um nýja leikmanninn í gær en hún mun vera með Haukaliðinu næstu tvo mánuði í Evrópukeppninni þar sem spila má með fleiri bandaríska leikmenn en hér heima. Briana Gray á æfingu með Haukum í gær.Skjámynd/S2 Sport „Þetta er geggjaður leikmaður. Undirbúningsvinnan var ekki eins mikil og vanalega þegar við erum að leita að erlendum leikmönnum. Þær heimildir sem við höfum fengið þá sjáum við að þetta sé stelpa sem er búin að spila í Evrópu í nokkur ár og er með reynslu,“ sagði Bjarni Magnússon. „Þetta er týpa af leikmanni sem við teljum okkur vanta svolítið. Hún er árásagjörn á körfuna og góð á báðum endum vallarins. Hún getur spilað margar stöður og við erum bjartsýn að hún geti aðstoðað okkur í þessu,“ sagði Bjarni. Briana Gray lék með Torpan Pojat í Finnlandi tímabilið 2018-19 og var þar með 8,7 stig, 5,0 fráköst og 1,7 stoðsendingar í leik. Í rúmensku deildinni 2019-20 var hún með 19,3 stig, 9,3 fráköst og 3,0 stoðsendingar að meðaltali með liði CS Municipal Alexandria. Gray hefur einnig spilað í Portúgal, Úkraínu og Ástralíu síðan hún útskrifaðist úr Weber State árið 2018. Á síðasta ári sínu í háskólaboltanum með Weber State var hún með 8,0 stig, 5,0 fráköst og 1,1 stoðsendingu í leik. Körfubolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Haukarnir mæta tékkneska liðinu Brno klukkan 19.30 í kvöld og þetta ætti að vera auðveldara verkefni en þegar Haukaliðið tapaði stórt í fyrsta heimaleik sínum í riðlinum. Helena Sverrisdóttir, fyrirliði Hauka, glímir við meiðsli og mun Gray hjálpa Hafnarfjarðarliðinu í þessum krefjandi leik. Briana Gray er 26 ára gömul og spilar sem lítill framherji. Hún byrjaði þetta tímabil með Sparta í Lúxemborg þar sem hún var með 12,0 stig, 6,8 fráköst og 1,5 stoðsendingar í leik. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Bjarna Magnússon um nýja leikmanninn í gær en hún mun vera með Haukaliðinu næstu tvo mánuði í Evrópukeppninni þar sem spila má með fleiri bandaríska leikmenn en hér heima. Briana Gray á æfingu með Haukum í gær.Skjámynd/S2 Sport „Þetta er geggjaður leikmaður. Undirbúningsvinnan var ekki eins mikil og vanalega þegar við erum að leita að erlendum leikmönnum. Þær heimildir sem við höfum fengið þá sjáum við að þetta sé stelpa sem er búin að spila í Evrópu í nokkur ár og er með reynslu,“ sagði Bjarni Magnússon. „Þetta er týpa af leikmanni sem við teljum okkur vanta svolítið. Hún er árásagjörn á körfuna og góð á báðum endum vallarins. Hún getur spilað margar stöður og við erum bjartsýn að hún geti aðstoðað okkur í þessu,“ sagði Bjarni. Briana Gray lék með Torpan Pojat í Finnlandi tímabilið 2018-19 og var þar með 8,7 stig, 5,0 fráköst og 1,7 stoðsendingar í leik. Í rúmensku deildinni 2019-20 var hún með 19,3 stig, 9,3 fráköst og 3,0 stoðsendingar að meðaltali með liði CS Municipal Alexandria. Gray hefur einnig spilað í Portúgal, Úkraínu og Ástralíu síðan hún útskrifaðist úr Weber State árið 2018. Á síðasta ári sínu í háskólaboltanum með Weber State var hún með 8,0 stig, 5,0 fráköst og 1,1 stoðsendingu í leik.
Körfubolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira