Ný íslensk hryllingsmynd tilnefnd til verðlauna Eiður Þór Árnason skrifar 27. október 2021 21:57 Áætlun Péturs og Miru um opnun gistihúss raskast þegar örlögin grípa í taumanna. Aðsend Íslenska hryllingsmyndin It Hatched í leikstjórn Elvars Gunnarssonar er tilnefnd til tveggja verðlauna á Austin kvikmyndahátíðinni sem nú fram fer í Texas en kvikmyndin var heimsfrumsýnd þar á dögunum. It Hatched fjallar um Pétur og Miru sem flytja frá erilsamri stórborg í Bandaríkjunum á afskekktan stað á Vestfjörðum í leit að frið og ró. Áform þeirra raskast þó þegar forn vættur gerir vart við sig undir kjallara hússins og Mira verpir eggi. Myndin keppir til verðlauna í flokkunum Dark Matters og Narrative Feature á Austin kvikmyndahátíðinni sem var fyrst haldin árið 1994. Meðal annarra kvikmynda á hátíðinni í ár eru The French Dispatch í leikstjórn Wes Anderson, Spencer með Kristen Stewart í aðalhlutverki og C´mon C´mon með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki. Horfa má á sýnishorn úr myndinni í spilaranum hér fyrir neðan. It Hatched fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum á vefnum The Scariest Things, sem sérhæfir sig í umfjöllun um hryllingsefni. Þar segist gagnrýnandinn Joseph Perry hafa skemmt sér konunglega yfir hryllingsgamanmyndinni og lýsir henni sem furðulegustu kvikmynd sem áhorfendur muni sjá á þessu ári. Þá hrósar Perry aðalleikurunum Gunnari Kristinssyni og Vivian Ólafsdóttur, sem fara með hlutverk Péturs og Miru, í hástert og segja leik þeirra í myndinni vera framúrskarandi. Sagan gerist að mestu á afskekktum stað á Vestfjörðum.Aðsend It Hatched er fyrsta kvikmynd leikstjórans Elvars Gunnarssonar í fullri lengd og skrifar hann handrit hennar ásamt Magnúsi Ómarssyni. Auk Gunnars og Vivian eru önnur burðarhlutverk í höndum Þórs Túliníusar, Halldóru Geirharðsdóttur, Magnúsar „Móra“ Ómarssonar, Björns Jörundar og Halldórs Gylfasonar. Kvikmyndin er framleidd af Bent Kingo Andersen, Vilius Petrikas, Guðfinni Ými Harðarsyni, Birki Sigurjónssyni, Heimi Bjarnasyni og Búa Baldvinssyni í samstarfi við Hero Productions. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
It Hatched fjallar um Pétur og Miru sem flytja frá erilsamri stórborg í Bandaríkjunum á afskekktan stað á Vestfjörðum í leit að frið og ró. Áform þeirra raskast þó þegar forn vættur gerir vart við sig undir kjallara hússins og Mira verpir eggi. Myndin keppir til verðlauna í flokkunum Dark Matters og Narrative Feature á Austin kvikmyndahátíðinni sem var fyrst haldin árið 1994. Meðal annarra kvikmynda á hátíðinni í ár eru The French Dispatch í leikstjórn Wes Anderson, Spencer með Kristen Stewart í aðalhlutverki og C´mon C´mon með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki. Horfa má á sýnishorn úr myndinni í spilaranum hér fyrir neðan. It Hatched fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum á vefnum The Scariest Things, sem sérhæfir sig í umfjöllun um hryllingsefni. Þar segist gagnrýnandinn Joseph Perry hafa skemmt sér konunglega yfir hryllingsgamanmyndinni og lýsir henni sem furðulegustu kvikmynd sem áhorfendur muni sjá á þessu ári. Þá hrósar Perry aðalleikurunum Gunnari Kristinssyni og Vivian Ólafsdóttur, sem fara með hlutverk Péturs og Miru, í hástert og segja leik þeirra í myndinni vera framúrskarandi. Sagan gerist að mestu á afskekktum stað á Vestfjörðum.Aðsend It Hatched er fyrsta kvikmynd leikstjórans Elvars Gunnarssonar í fullri lengd og skrifar hann handrit hennar ásamt Magnúsi Ómarssyni. Auk Gunnars og Vivian eru önnur burðarhlutverk í höndum Þórs Túliníusar, Halldóru Geirharðsdóttur, Magnúsar „Móra“ Ómarssonar, Björns Jörundar og Halldórs Gylfasonar. Kvikmyndin er framleidd af Bent Kingo Andersen, Vilius Petrikas, Guðfinni Ými Harðarsyni, Birki Sigurjónssyni, Heimi Bjarnasyni og Búa Baldvinssyni í samstarfi við Hero Productions.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira