Draumur eða martröð í dag: Geggjað að byrja á Old Trafford en engin vill Frakka Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2021 09:02 Íslenska landsliðið hefur átt frábæra daga í undankeppni HM þar sem liðið vann Tékkland 4-0 og Kýpur 5-0 en í dag skýrist hvaða liðum Ísland mætir í lokakeppni EM næsta sumar. vísir/hulda margrét Fær Tólfan að berja trumbuna á Old Trafford næsta sumar? Leikur Ísland í riðli með Frakkagrýlunni á EM eða rætist draumur um að mæta Englandi og Belgíu? Svörin við þessum spurningum og fleirum fást síðdegis í dag þegar það skýrist með hvaða liðum Ísland verður í riðli á Evrópumóti kvenna í fótbolta í Englandi næsta sumar. Vísir fékk tvo af lykilmönnum íslenska liðsins, Dagnýju Brynjarsdóttur og Glódísi Perlu Viggósdóttur, til að velja sér sína drauma- og martraðarriðla. Báðar setja þær Frakkland í martraðarriðilinn en óska þess að mæta heimakonum og spila helst upphafsleik mótsins gegn Englandi á Old Trafford 6. júlí. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari brá á leik í Manchester í dag með EM-verðlaunagripinn sér við hlið.Getty/Jan Kruger Dregið verður við hátíðlega athöfn í Manchester klukkan 16. Ísland er í neðsta styrkleikaflokki og dregst því ekki í riðil með neinu af liðunum þar, heldur með einu liði úr hverjum af hinum þremur flokkunum. Styrkleikaflokkarnir: Flokkur 1: England Holland Þýskaland Frakkland Flokkur 2: Svíþjóð Spánn Noregur Ítalía Flokkur 3: Danmörk Belgía Sviss Austurríki Flokkur 4: ÍSLAND Rússland Finnland Norður-Írland Mótið átti að fara fram síðasta sumar en var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. Það er þegar ljóst að England leikur í A-riðli en annað ræðst í dag. Kortið hér að neðan sýnir leikstaðina sem spilað verður á á mótinu: Kort af Englandi sem sýnir leikstaðina á EM. A-riðill er spilaður í Manchester, Southampton og Brighton, B-riðill í Milton Keynes og Brentford, C-riðill í Sheffield og Leigh, og D-riðill í Rotherham og Manchester. Úrslitaleikurinn er á Wembley.UEFA Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað með Íslandi á tveimur stórmótum, EM 2013 og EM 2017, og skoraði markið sem kom liðinu í 8-liða úrslit árið 2013 en það er besti árangur liðsins til þessa. Draumariðill Dagnýjar: England Ítalía Belgía Ísland „Mig langar að fá opnunarleikinn á Old Trafford og spila svo restina á suðurströndinni (þar sem aðrir leikir í A-riðli eru spilaðir). Ég hef einu sinni spilað áður á Old Trafford og það var draumi líkast. Ekki hægt að spila á mikið stærri völlum en þetta,“ segir Dagný sem er leikmaður West Ham í London. Hún bætir við: Umhugað um stuðningsmennina og fjölskylduna „Það yrði svo gaman að spila restina af riðlinum í Brighton, stuðningsmennirnir okkar myndu ekkert hata það en svo er völlurinn þar líka frábær. Ég viðurkenni að ég hugsa þetta líka mikið út frá fjölskyldunni þar sem það yrði stutt ferðalag fyrir mitt fólk þar sem við eigum ekki heima svo langt frá Brighton. Ég valdi Ítalíu og Belgíu með okkur í riðli þar sem að ég tel að við eigum að vera með sterkari lið en þær þjóðir og því líklegra að við komumst uppúr riðlinum.“ Vill losna við Svíþjóð og Sviss Martraðarriðill Dagnýjar: Frakkland Svíþjóð Sviss Ísland „Ég valdi þessar þjóðir því við töpuðum á móti þeim öllum síðast þegar við spiluðum á móti þeim. Við höfum aldrei unnið Frakkana og það var súrt að tapa á móti þeim eftir að þær fengu ódýra vítaspyrnu í fyrsta leik á síðasta EM. Svíarnir eru ef til vill sterkastir í flokki 2 þó svo að það sé alltaf gaman að mæta þeim. Það hefur svo einhver Sviss-grýla hrjáð okkur en ef ég man rétt þá höfum við aldrei unnið þær þrátt fyrir að vera með svipað sterkt lið. Ef þessi riðill yrði svo spilaður í Manchester og þar í kring (C- og D-riðill) þá yrði það enn meiri martröð þar sem þetta er lengsta ferðalagið fyrir mig og mitt fólk að fara. Ég vil frekar vera í kringum höfuðborgina,“ segir Dagný. Ísland tryggði sér sæti á EM 1. desember á síðasta ári en hefur verið að spila í undankeppni HM í haust og vann síðustu tvo leiki af miklu öryggi.vísir/vilhelm Geggjað að byrja á að mæta heimaliðinu á Old Trafford Glódís Perla er aðeins 26 ára en verður mögulega búin að spila sinn 100. A-landsleik fyrir EM næsta sumar. Hún lék með Íslandi á EM 2013 og var svo í burðarhlutverki á EM 2017. Draumariðill Glódísar: England Noregur Belgía Ísland „Ég hef aldrei spilað við England og það væri geggjað að byrja EM á móti heimaliðinu í opnunarleiknum á Old Trafford. Byrja þetta af krafti. Noregur er svipað lið og við og alltaf þegar við spilum við þær eru það jafnir og skemmtilegir leikir. Í rauninni enginn óskaaðili frekar en annar úr þriðja potti en ég fæ einhverja góða tilfinningu þegar ég hugsa til þess að við gætum lent í riðli með Belgíu,“ segir Glódís. Nennir ekki að vera aftur með Frakklandi Martraðarriðill Glódísar: Frakkland Spánn Danmörk Ísland „Ég einfaldlega nenni ekki að vera aftur með Frakklandi í riðli á EM. Spænska landsliðið er með mjög gott lið og spila geggjaðan bolta, flestar þeirra eru að spila í Barcelona sem er besta félagslið í heimi akkúrat núna þannig þær verða erfiðar að eiga við á EM í sumar. Alveg eins og ég var ekki með neitt óskalið úr þriðja potti er ég ekki heldur með neitt martraðarlið en Danmörk eru með flott lið og ef Pernille Harder á góðan dag eru þær alltaf erfiðar að eiga við,“ segir Glódís. Ætlarðu á EM 2022 í Englandi og vilt vera í hólfinu með öllum stuðningsmönnum Íslands? Kíktu á þetta! https://t.co/kB7AmFSDdU— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 27, 2021 Dregið verður í riðla fyrir EM klukkan 16 í dag og fylgst verður með drættinum í beinni hér á Vísi. EM 2021 í Englandi Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Svörin við þessum spurningum og fleirum fást síðdegis í dag þegar það skýrist með hvaða liðum Ísland verður í riðli á Evrópumóti kvenna í fótbolta í Englandi næsta sumar. Vísir fékk tvo af lykilmönnum íslenska liðsins, Dagnýju Brynjarsdóttur og Glódísi Perlu Viggósdóttur, til að velja sér sína drauma- og martraðarriðla. Báðar setja þær Frakkland í martraðarriðilinn en óska þess að mæta heimakonum og spila helst upphafsleik mótsins gegn Englandi á Old Trafford 6. júlí. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari brá á leik í Manchester í dag með EM-verðlaunagripinn sér við hlið.Getty/Jan Kruger Dregið verður við hátíðlega athöfn í Manchester klukkan 16. Ísland er í neðsta styrkleikaflokki og dregst því ekki í riðil með neinu af liðunum þar, heldur með einu liði úr hverjum af hinum þremur flokkunum. Styrkleikaflokkarnir: Flokkur 1: England Holland Þýskaland Frakkland Flokkur 2: Svíþjóð Spánn Noregur Ítalía Flokkur 3: Danmörk Belgía Sviss Austurríki Flokkur 4: ÍSLAND Rússland Finnland Norður-Írland Mótið átti að fara fram síðasta sumar en var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. Það er þegar ljóst að England leikur í A-riðli en annað ræðst í dag. Kortið hér að neðan sýnir leikstaðina sem spilað verður á á mótinu: Kort af Englandi sem sýnir leikstaðina á EM. A-riðill er spilaður í Manchester, Southampton og Brighton, B-riðill í Milton Keynes og Brentford, C-riðill í Sheffield og Leigh, og D-riðill í Rotherham og Manchester. Úrslitaleikurinn er á Wembley.UEFA Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað með Íslandi á tveimur stórmótum, EM 2013 og EM 2017, og skoraði markið sem kom liðinu í 8-liða úrslit árið 2013 en það er besti árangur liðsins til þessa. Draumariðill Dagnýjar: England Ítalía Belgía Ísland „Mig langar að fá opnunarleikinn á Old Trafford og spila svo restina á suðurströndinni (þar sem aðrir leikir í A-riðli eru spilaðir). Ég hef einu sinni spilað áður á Old Trafford og það var draumi líkast. Ekki hægt að spila á mikið stærri völlum en þetta,“ segir Dagný sem er leikmaður West Ham í London. Hún bætir við: Umhugað um stuðningsmennina og fjölskylduna „Það yrði svo gaman að spila restina af riðlinum í Brighton, stuðningsmennirnir okkar myndu ekkert hata það en svo er völlurinn þar líka frábær. Ég viðurkenni að ég hugsa þetta líka mikið út frá fjölskyldunni þar sem það yrði stutt ferðalag fyrir mitt fólk þar sem við eigum ekki heima svo langt frá Brighton. Ég valdi Ítalíu og Belgíu með okkur í riðli þar sem að ég tel að við eigum að vera með sterkari lið en þær þjóðir og því líklegra að við komumst uppúr riðlinum.“ Vill losna við Svíþjóð og Sviss Martraðarriðill Dagnýjar: Frakkland Svíþjóð Sviss Ísland „Ég valdi þessar þjóðir því við töpuðum á móti þeim öllum síðast þegar við spiluðum á móti þeim. Við höfum aldrei unnið Frakkana og það var súrt að tapa á móti þeim eftir að þær fengu ódýra vítaspyrnu í fyrsta leik á síðasta EM. Svíarnir eru ef til vill sterkastir í flokki 2 þó svo að það sé alltaf gaman að mæta þeim. Það hefur svo einhver Sviss-grýla hrjáð okkur en ef ég man rétt þá höfum við aldrei unnið þær þrátt fyrir að vera með svipað sterkt lið. Ef þessi riðill yrði svo spilaður í Manchester og þar í kring (C- og D-riðill) þá yrði það enn meiri martröð þar sem þetta er lengsta ferðalagið fyrir mig og mitt fólk að fara. Ég vil frekar vera í kringum höfuðborgina,“ segir Dagný. Ísland tryggði sér sæti á EM 1. desember á síðasta ári en hefur verið að spila í undankeppni HM í haust og vann síðustu tvo leiki af miklu öryggi.vísir/vilhelm Geggjað að byrja á að mæta heimaliðinu á Old Trafford Glódís Perla er aðeins 26 ára en verður mögulega búin að spila sinn 100. A-landsleik fyrir EM næsta sumar. Hún lék með Íslandi á EM 2013 og var svo í burðarhlutverki á EM 2017. Draumariðill Glódísar: England Noregur Belgía Ísland „Ég hef aldrei spilað við England og það væri geggjað að byrja EM á móti heimaliðinu í opnunarleiknum á Old Trafford. Byrja þetta af krafti. Noregur er svipað lið og við og alltaf þegar við spilum við þær eru það jafnir og skemmtilegir leikir. Í rauninni enginn óskaaðili frekar en annar úr þriðja potti en ég fæ einhverja góða tilfinningu þegar ég hugsa til þess að við gætum lent í riðli með Belgíu,“ segir Glódís. Nennir ekki að vera aftur með Frakklandi Martraðarriðill Glódísar: Frakkland Spánn Danmörk Ísland „Ég einfaldlega nenni ekki að vera aftur með Frakklandi í riðli á EM. Spænska landsliðið er með mjög gott lið og spila geggjaðan bolta, flestar þeirra eru að spila í Barcelona sem er besta félagslið í heimi akkúrat núna þannig þær verða erfiðar að eiga við á EM í sumar. Alveg eins og ég var ekki með neitt óskalið úr þriðja potti er ég ekki heldur með neitt martraðarlið en Danmörk eru með flott lið og ef Pernille Harder á góðan dag eru þær alltaf erfiðar að eiga við,“ segir Glódís. Ætlarðu á EM 2022 í Englandi og vilt vera í hólfinu með öllum stuðningsmönnum Íslands? Kíktu á þetta! https://t.co/kB7AmFSDdU— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 27, 2021 Dregið verður í riðla fyrir EM klukkan 16 í dag og fylgst verður með drættinum í beinni hér á Vísi.
Styrkleikaflokkarnir: Flokkur 1: England Holland Þýskaland Frakkland Flokkur 2: Svíþjóð Spánn Noregur Ítalía Flokkur 3: Danmörk Belgía Sviss Austurríki Flokkur 4: ÍSLAND Rússland Finnland Norður-Írland
EM 2021 í Englandi Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira