Jamie Chadwick meistari í W Series í annað sinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. október 2021 07:01 Jamie Chadwick stillir sér upp við bíl sinn eftir góðan árangur í tímatöku. Hin breska Jamie Chadwick vann W Series mótaröðina í annað sinn á COTA brautinni í Texas um helgina. Chadwick er þá orðin tvöfaldur meistari í mótaröð sem hefur bara farið fram tvisvar. Stóru liðin í Formúlu 1 hljóta að fara að veita henni meiri athygli. Chadwick hefur verið akademíu ökumaður Williams liðsins í Formúlu 1 síðan hún vann W Series fyrst, sem var 2019. Mótaröðin fór ekki fram í fyrra vegna Covid 19. Auk W Series keppir hún í Extreme E, raf-rallý mótaröðinni sem hóf göngu sína á þessu ári. Titlinum fylgja 15 punktar í átt að FIA ofurleyfi, sem er leyfi sem ökumenn þurfa að hafa til að keppa í Formúlu 1. Ökumenn þurfa að minnsta kosti 40 stig til að öðlast ofurleyfi. Auk þess fær hún hálfa milljón dollara eða um 65 milljónir króna. Alice Powell og Chadwick hófu helgina jafnar á stigum en eftir fyrri keppni helgarinnar var Chadwick komin með forskot. Hér má sjá helstu atvikin úr spennandi fyrri keppni á Youtube-rás W Series. Akstursíþróttir Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent
Chadwick hefur verið akademíu ökumaður Williams liðsins í Formúlu 1 síðan hún vann W Series fyrst, sem var 2019. Mótaröðin fór ekki fram í fyrra vegna Covid 19. Auk W Series keppir hún í Extreme E, raf-rallý mótaröðinni sem hóf göngu sína á þessu ári. Titlinum fylgja 15 punktar í átt að FIA ofurleyfi, sem er leyfi sem ökumenn þurfa að hafa til að keppa í Formúlu 1. Ökumenn þurfa að minnsta kosti 40 stig til að öðlast ofurleyfi. Auk þess fær hún hálfa milljón dollara eða um 65 milljónir króna. Alice Powell og Chadwick hófu helgina jafnar á stigum en eftir fyrri keppni helgarinnar var Chadwick komin með forskot. Hér má sjá helstu atvikin úr spennandi fyrri keppni á Youtube-rás W Series.
Akstursíþróttir Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent