„Var svolítið týnd í fyrri hálfleik“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2021 13:01 Guðný Árnadóttir í leiknum gegn Hollandi í síðasta mánuði. vísir/hulda margrét Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, segist vera klár í að leysa stöðu hægri bakvarðar áfram með íslenska landsliðinu. Hún eigi enn eftir að fínpússa sóknarþáttinn þegar hún spilar þá stöðu. Guðný lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar þegar Ísland tapaði fyrir Hollandi, 0-2, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2023 í síðasta mánuði. Framundan eru tveir leikir í undankeppninni, gegn Tékklandi annað kvöld og Kýpur á þriðjudaginn. „Mér líst vel á að spila hægri bakvörð. Ég er að spila hægra megin í þriggja manna vörn úti þannig að það er blanda af hægri bakverði og miðverði. Það er gaman að fá að spila og að prófa nýjar stöður,“ sagði Guðný á blaðamannafundi í gær. Hún var nokkuð sátt með frammistöðu sína í leiknum gegn Hollandi. Þar fékk hún það hlutverk að gæta Lieke Martens, eins allra besta leikmanns heims. „Í fyrri hálfleik var ég svolítið týnd, var ekki alveg rétt staðsett alltaf. En svo fannst mér ég bara vinna mig inn í leikinn og leið betur þegar leið á hann. Það er kannski klassískt fyrir fyrsta leik í þessari stöðu.“ Guðný í baráttu við Lieke Martens í leiknum gegn Hollandi.getty/Andre Weening Hún segist ekki vita hvort hún sé fyrsti kostur í stöðu hægri bakvarðar í landsliðinu en er tilbúin að leysa þá stöðu verði þess óskað. „Ég veit það ekki. Við erum nokkrar að berjast um þessa stöðu en af því að ég er hugsuð sem hægri bakvörður vil ég klárlega gera mitt besta til að halda henni. Ég þarf bara að standa mig í leikjum og á æfingum til þess að gera það,“ sagði Guðný. Hafnfirðingurinn segir að leikurinn gegn Tékkum á morgun verði erfiður og Íslendingar þurfi að spila vel til að vinna. „Tékkarnir líta vel út af því sem við höfum séð. Þær eru vel spilandi, vilja halda boltanum og eru með sterka leikmenn í sínu liði. Við þurfum bara að mæta klárar í þann leik og spila okkar besta leik til þess að ná í úrslit. Við þurfum að fara í þennan leik og ná í þrjú stig og þá erum við í góðri stöðu myndi ég segja,“ sagði Guðný sem hefur leikið ellefu landsleiki. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Guðný lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar þegar Ísland tapaði fyrir Hollandi, 0-2, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2023 í síðasta mánuði. Framundan eru tveir leikir í undankeppninni, gegn Tékklandi annað kvöld og Kýpur á þriðjudaginn. „Mér líst vel á að spila hægri bakvörð. Ég er að spila hægra megin í þriggja manna vörn úti þannig að það er blanda af hægri bakverði og miðverði. Það er gaman að fá að spila og að prófa nýjar stöður,“ sagði Guðný á blaðamannafundi í gær. Hún var nokkuð sátt með frammistöðu sína í leiknum gegn Hollandi. Þar fékk hún það hlutverk að gæta Lieke Martens, eins allra besta leikmanns heims. „Í fyrri hálfleik var ég svolítið týnd, var ekki alveg rétt staðsett alltaf. En svo fannst mér ég bara vinna mig inn í leikinn og leið betur þegar leið á hann. Það er kannski klassískt fyrir fyrsta leik í þessari stöðu.“ Guðný í baráttu við Lieke Martens í leiknum gegn Hollandi.getty/Andre Weening Hún segist ekki vita hvort hún sé fyrsti kostur í stöðu hægri bakvarðar í landsliðinu en er tilbúin að leysa þá stöðu verði þess óskað. „Ég veit það ekki. Við erum nokkrar að berjast um þessa stöðu en af því að ég er hugsuð sem hægri bakvörður vil ég klárlega gera mitt besta til að halda henni. Ég þarf bara að standa mig í leikjum og á æfingum til þess að gera það,“ sagði Guðný. Hafnfirðingurinn segir að leikurinn gegn Tékkum á morgun verði erfiður og Íslendingar þurfi að spila vel til að vinna. „Tékkarnir líta vel út af því sem við höfum séð. Þær eru vel spilandi, vilja halda boltanum og eru með sterka leikmenn í sínu liði. Við þurfum bara að mæta klárar í þann leik og spila okkar besta leik til þess að ná í úrslit. Við þurfum að fara í þennan leik og ná í þrjú stig og þá erum við í góðri stöðu myndi ég segja,“ sagði Guðný sem hefur leikið ellefu landsleiki.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira