Dæmdur í 21 leiks bann fyrir að fela það að hann væri ekki bólusettur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 14:00 Evander Kane í leik með liðu San Jose Sharks. AP/Jeff Chiu Evander Kane spilar ekki með liði sínu á næstunni eftir að NHL-deildin dæmdi hann í mjög langt leikbann vegna sóttvarnarbrota. Kane var í gær dæmdur í 21 leiks bann fyrir að senda inn falsað bólusetningarvottorð til síns félags, San Jose Sharks, og um til NHL-deildarinnar. Hann fær ekki borgað þennan tíma sem hann tekur út bannið. The NHL has handed a 21-game unpaid suspension to Evander Kane of the San Jose Sharks after an investigation into whether he submitted a fraudulent Covid-19 vaccination card, Front Office Sports and ESPN report, citing unnamed sources https://t.co/iQESniadAY— CNN (@CNN) October 19, 2021 Evander Kane er þrítugur og hefur spilað í NHL-deildinni í meira en áratug. Hann er með 264 mörk og 242 stoðsendingar 769 leikjum í deildinni. Það er ekki skylda fyrir leikmenn í bandarísku íshokkídeildinni að láta bólusetja sig en þeir leikmenn sem eru bólusetningar losna aftur á móti við alls konar sóttvarnavesen og eru því frjálsari. Kane fékk bannið fyrir að hafa viljandi reynt að brjóta sóttvarnarreglur deildarinnar. Launin hans fara öll í öryggissjóð leikmanna en það er hluti af samkomulagi leikmannasamtakanna og NHL-deildarinnar. Evander Kane sendi frá sér afsökunarbeiðni. „Ég vil biðja liðsfélaga mína afsökunar sem og allt San Jose Sharks félagið og stuðningsmenn Sharks fyrir að brjóta sóttvarnarreglur NHL,“ sagði Kane meðal annars í yfirlýsingu sinni. Statement from Evander Kane after his 21-game suspension for a COVID protocol violation. pic.twitter.com/jSE9dWvVpu— Greg Wyshynski (@wyshynski) October 18, 2021 Þetta er í sjötta sinn sem Kane er dæmdur í bann. Hann fékk tveggja leikja bann fyrir grófan leik árið 2014, ein leik í bann fyrir að brjóta reglur liðsins þegar hann var hjá Buffalo Sabres 2018, einn leik í bann í úrslitakeppni fyrir ljótt brot 2019, þriggja leikja bann fyrir að drulla yfir dómara 2019 og loks þriggja leikja bann fyrir olnbogaskot í leik með Sharks árið 2019. Þetta eru ekki góðir dagar fyrir Kane en kona hans, Anna Kane, er að sækja um skilnað og hefur sakað hann um heimilisofbeldi. Það er þó ekki eins og fjarvera hans sé áfall fyrir San Jose Sharks liðið því Kane hefur ekki enn spilað með liðinu og tók heldur ekki þátt í æfingabúðunum fyrir tímabilið. Íshokkí Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Sjá meira
Kane var í gær dæmdur í 21 leiks bann fyrir að senda inn falsað bólusetningarvottorð til síns félags, San Jose Sharks, og um til NHL-deildarinnar. Hann fær ekki borgað þennan tíma sem hann tekur út bannið. The NHL has handed a 21-game unpaid suspension to Evander Kane of the San Jose Sharks after an investigation into whether he submitted a fraudulent Covid-19 vaccination card, Front Office Sports and ESPN report, citing unnamed sources https://t.co/iQESniadAY— CNN (@CNN) October 19, 2021 Evander Kane er þrítugur og hefur spilað í NHL-deildinni í meira en áratug. Hann er með 264 mörk og 242 stoðsendingar 769 leikjum í deildinni. Það er ekki skylda fyrir leikmenn í bandarísku íshokkídeildinni að láta bólusetja sig en þeir leikmenn sem eru bólusetningar losna aftur á móti við alls konar sóttvarnavesen og eru því frjálsari. Kane fékk bannið fyrir að hafa viljandi reynt að brjóta sóttvarnarreglur deildarinnar. Launin hans fara öll í öryggissjóð leikmanna en það er hluti af samkomulagi leikmannasamtakanna og NHL-deildarinnar. Evander Kane sendi frá sér afsökunarbeiðni. „Ég vil biðja liðsfélaga mína afsökunar sem og allt San Jose Sharks félagið og stuðningsmenn Sharks fyrir að brjóta sóttvarnarreglur NHL,“ sagði Kane meðal annars í yfirlýsingu sinni. Statement from Evander Kane after his 21-game suspension for a COVID protocol violation. pic.twitter.com/jSE9dWvVpu— Greg Wyshynski (@wyshynski) October 18, 2021 Þetta er í sjötta sinn sem Kane er dæmdur í bann. Hann fékk tveggja leikja bann fyrir grófan leik árið 2014, ein leik í bann fyrir að brjóta reglur liðsins þegar hann var hjá Buffalo Sabres 2018, einn leik í bann í úrslitakeppni fyrir ljótt brot 2019, þriggja leikja bann fyrir að drulla yfir dómara 2019 og loks þriggja leikja bann fyrir olnbogaskot í leik með Sharks árið 2019. Þetta eru ekki góðir dagar fyrir Kane en kona hans, Anna Kane, er að sækja um skilnað og hefur sakað hann um heimilisofbeldi. Það er þó ekki eins og fjarvera hans sé áfall fyrir San Jose Sharks liðið því Kane hefur ekki enn spilað með liðinu og tók heldur ekki þátt í æfingabúðunum fyrir tímabilið.
Íshokkí Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Sjá meira