Stórlið Barcelona og AC Milan sögð vera með augun á Lingard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2021 11:30 Jesse Lingard fagnar marki sínu fyrir Manchester United á móti Newcastle United. EPA-EFE/PETER POWELL Jesse Lingard gæti endað hjá stórliði á Spáni eða Ítalíu ef marka má fréttir af kappanum í erlendum miðlum. Manchester United lánaði Jesse Lingard til West Ham á síðustu leiktíð en strákurinn hefur minnt á sig með United liðinu með tveimur deildarmörkum í vetur. Lingard lagði líka upp sigurmark Cristiano Ronaldo í Meistaradeildarleik á móti Villarreal eftir að hafa komið inn á sem varamaður rétt áður. Imagine Lingard lighting up the Camp Nou every week pic.twitter.com/koDHh15VuX— ESPN UK (@ESPNUK) October 14, 2021 Lingard sat hins vegar á bekknum í síðustu tveimur deildarleikjum án þess að fá að fara inn á völlinn. Um leið eru enskir blaðamenn og aðrir farnir að velta fyrir sér framtíð hans og skort á tækifærum með stórstjörnuliði Manchester United. Jesse Lingard á aðeins hálft ár eftir af samningi sínum á Old Trafford en hann er 28 ára gamall. Lið gæti því fengið hann á frjálsri sölu næsta sumar. ESPN hefur heimildir fyrir því að bæði Barcelona og AC Milan séu með augun á framherjanum. Það fylgir sögusögnum að Lingard sé einnig spenntur fyrir því að reyna fyrir sér á Spáni eða Ítalíu á þessum tímapunkti á ferlinum. Peningamálin eru að skapa mikil vandræði fyrir Barcelona og þess vegna væri það góður kostur að fá leikmann eins og Lingard frítt næsta sumar. Jesse Lingard edging closer to Man United exit. Rejected one contract offer and United haven t yet been back with another proposal. Barcelona and Milan two of a number of clubs to have registered their interest https://t.co/cA8DKS31XX @ESPNFC— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) October 14, 2021 Lingard hefur þegar hafnað samningstilboði frá United af því að hann hefur áhyggjur af því að með litlum spilatíma þá eigi hann ekki mikla möguleika á að komast í landsliðshóp Englendinga fyrir HM í Katar eftir ár. Þrátt fyrir tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni og eina stoðsendingu í meistaradeildinni þá hefur hann aðeins spilað samanlagt í 64 mínútur í þessum tveimur keppnum í vetur. Lingard var í landsliðshópi Englendinga í þessum glugga og spilaði 73 mínútur í 5-0 sigrinum á Andorra um síðustu helgi eða meira en samanlagt með United liðinu í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á leiktíðinni. Það er enn í fersku minni fótboltaáhugamanna þegar Lingard skoraði níu mörk og gaf fimm stoðsendingar í sextán leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fyrra þegar hann var á láni hjá West Ham. " ."@JesseLingard opens up on the impact West Ham and @Noble16Mark made on his life. #WHUFC pic.twitter.com/SfXgGMFlcS— Players' Tribune Football (@TPTFootball) October 13, 2021 Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira
Manchester United lánaði Jesse Lingard til West Ham á síðustu leiktíð en strákurinn hefur minnt á sig með United liðinu með tveimur deildarmörkum í vetur. Lingard lagði líka upp sigurmark Cristiano Ronaldo í Meistaradeildarleik á móti Villarreal eftir að hafa komið inn á sem varamaður rétt áður. Imagine Lingard lighting up the Camp Nou every week pic.twitter.com/koDHh15VuX— ESPN UK (@ESPNUK) October 14, 2021 Lingard sat hins vegar á bekknum í síðustu tveimur deildarleikjum án þess að fá að fara inn á völlinn. Um leið eru enskir blaðamenn og aðrir farnir að velta fyrir sér framtíð hans og skort á tækifærum með stórstjörnuliði Manchester United. Jesse Lingard á aðeins hálft ár eftir af samningi sínum á Old Trafford en hann er 28 ára gamall. Lið gæti því fengið hann á frjálsri sölu næsta sumar. ESPN hefur heimildir fyrir því að bæði Barcelona og AC Milan séu með augun á framherjanum. Það fylgir sögusögnum að Lingard sé einnig spenntur fyrir því að reyna fyrir sér á Spáni eða Ítalíu á þessum tímapunkti á ferlinum. Peningamálin eru að skapa mikil vandræði fyrir Barcelona og þess vegna væri það góður kostur að fá leikmann eins og Lingard frítt næsta sumar. Jesse Lingard edging closer to Man United exit. Rejected one contract offer and United haven t yet been back with another proposal. Barcelona and Milan two of a number of clubs to have registered their interest https://t.co/cA8DKS31XX @ESPNFC— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) October 14, 2021 Lingard hefur þegar hafnað samningstilboði frá United af því að hann hefur áhyggjur af því að með litlum spilatíma þá eigi hann ekki mikla möguleika á að komast í landsliðshóp Englendinga fyrir HM í Katar eftir ár. Þrátt fyrir tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni og eina stoðsendingu í meistaradeildinni þá hefur hann aðeins spilað samanlagt í 64 mínútur í þessum tveimur keppnum í vetur. Lingard var í landsliðshópi Englendinga í þessum glugga og spilaði 73 mínútur í 5-0 sigrinum á Andorra um síðustu helgi eða meira en samanlagt með United liðinu í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á leiktíðinni. Það er enn í fersku minni fótboltaáhugamanna þegar Lingard skoraði níu mörk og gaf fimm stoðsendingar í sextán leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fyrra þegar hann var á láni hjá West Ham. " ."@JesseLingard opens up on the impact West Ham and @Noble16Mark made on his life. #WHUFC pic.twitter.com/SfXgGMFlcS— Players' Tribune Football (@TPTFootball) October 13, 2021
Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira