AS líkir Andra Lucasi við Haaland Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2021 13:31 Andri Lucas Guðjohnsen er farinn að láta til sín taka hjá varaliði Real Madrid, sigursælasta félags í sögu Meistaradeildar Evrópu, og íslenska landsliðinu. Samsett/Real Madrid og AS.com Spænska stórblaðið AS segir að Andri Lucas Guðjohnsen minni um margt á Erling Braut Haaland og muni mögulega leika sinn fyrsta leik fyrir aðallið Real Madrid í vetur. Andri Lucas er farinn að láta til sín taka bæði með íslenska A-landsliðinu og varaliði Real Madrid þar sem hann leikur undir stjórn mikils markaskorara og einnar af goðsögnum félagsins; Raúl. Andri kom inn á sem varamaður gegn Norður-Makedóníu í síðasta mánuði og náði að tryggja Íslandi 2-2 jafntefli, og svipað var uppi á teningnum þegar hann nældi í vítaspyrnu og skoraði í 2-2 jafntefli varaliðs Real gegn Atlético Baleares. Hann skoraði svo sitt annað landsliðsmark í 4-0 sigrinum gegn Liechtenstein í gærkvöld. AS segir að Andri Lucas sé ólíkur föður sínum sem hafi viljað vera aðeins fyrir aftan fremsta mann og kunnað að splundra vörnum með eitruðum sendingum. Andri Lucas sé hreinræktuð, 189 sentímetra „nía“ með kraftmikinn leikstíl sem þjálfarar hans hjá Real Madrid viðurkenni að þurfi að fínpússa. Þeir hafi hins vegar þegar séð nokkuð sem ekki sé hægt að kenna; auga fyrir því að skora mörk. Þriðji eða fjórði kostur Ancelottis Real Madrid er á höttunum eftir stjörnuleikmönnunum Haaland og Kylian Mbappé. AS bendir hins vegar á að félagið eigi nú þegar leikmann sem minni á Haaland en tekur fram að Íslendingurinn eigi enn margt ólært. Hann hafi til að mynda minnt á ungan Haaland með þrennunni sem hann skoraði fyrir U17-landslið Íslands gegn Þýskalandi árið 2019. Samkvæmt AS er Andri Lucas fjórði í röðinni í keppninni um stöðu fremsta manns hjá aðalliði Real, á eftir Karim Benzema, Luka Jovic og Mariano. Hins vegar segir blaðið að í ljósi þess hve Mariano fái lítið að spila þá megi líta á Andra Lucas sem þriðja kost. Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, valdi Andra Lucas á varalista í Meistaradeildarhóp Real Madrid fyrir leiktíðina og AS segir líklegt að hann muni koma við sögu með aðalliðinu á þessari leiktíð, mögulega í spænsku bikarkeppninni. Spænski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir 678 mínútum á undan pabba og yfir 1560 mínútum á undan afa Andri Lucas Guðjohnsen var miklu fljótari að skora landsliðsmark númer tvö heldur en bæði faðir sinn og afi sinn sem báðir eru meðal markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi. 12. október 2021 12:31 Bræðurnir mættu saman í viðtal: „Eitthvað sem mann dreymdi um þegar maður var yngri“ Bræðurnir Andri Lucas Guðjohnsen og Sveinn Aron Guðjohnsen mættu saman í viðtal eftir 4-0 sigur Íslands á Liechtenstein í undankeppni HM í kvöld. Báðir komu inn af bekknum og létu til sín taka. Andri Lucas skoraði eftir sendingu Sveins Arons sem fiskaði einnig víti. 11. október 2021 21:32 Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Sjá meira
Andri Lucas er farinn að láta til sín taka bæði með íslenska A-landsliðinu og varaliði Real Madrid þar sem hann leikur undir stjórn mikils markaskorara og einnar af goðsögnum félagsins; Raúl. Andri kom inn á sem varamaður gegn Norður-Makedóníu í síðasta mánuði og náði að tryggja Íslandi 2-2 jafntefli, og svipað var uppi á teningnum þegar hann nældi í vítaspyrnu og skoraði í 2-2 jafntefli varaliðs Real gegn Atlético Baleares. Hann skoraði svo sitt annað landsliðsmark í 4-0 sigrinum gegn Liechtenstein í gærkvöld. AS segir að Andri Lucas sé ólíkur föður sínum sem hafi viljað vera aðeins fyrir aftan fremsta mann og kunnað að splundra vörnum með eitruðum sendingum. Andri Lucas sé hreinræktuð, 189 sentímetra „nía“ með kraftmikinn leikstíl sem þjálfarar hans hjá Real Madrid viðurkenni að þurfi að fínpússa. Þeir hafi hins vegar þegar séð nokkuð sem ekki sé hægt að kenna; auga fyrir því að skora mörk. Þriðji eða fjórði kostur Ancelottis Real Madrid er á höttunum eftir stjörnuleikmönnunum Haaland og Kylian Mbappé. AS bendir hins vegar á að félagið eigi nú þegar leikmann sem minni á Haaland en tekur fram að Íslendingurinn eigi enn margt ólært. Hann hafi til að mynda minnt á ungan Haaland með þrennunni sem hann skoraði fyrir U17-landslið Íslands gegn Þýskalandi árið 2019. Samkvæmt AS er Andri Lucas fjórði í röðinni í keppninni um stöðu fremsta manns hjá aðalliði Real, á eftir Karim Benzema, Luka Jovic og Mariano. Hins vegar segir blaðið að í ljósi þess hve Mariano fái lítið að spila þá megi líta á Andra Lucas sem þriðja kost. Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, valdi Andra Lucas á varalista í Meistaradeildarhóp Real Madrid fyrir leiktíðina og AS segir líklegt að hann muni koma við sögu með aðalliðinu á þessari leiktíð, mögulega í spænsku bikarkeppninni.
Spænski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir 678 mínútum á undan pabba og yfir 1560 mínútum á undan afa Andri Lucas Guðjohnsen var miklu fljótari að skora landsliðsmark númer tvö heldur en bæði faðir sinn og afi sinn sem báðir eru meðal markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi. 12. október 2021 12:31 Bræðurnir mættu saman í viðtal: „Eitthvað sem mann dreymdi um þegar maður var yngri“ Bræðurnir Andri Lucas Guðjohnsen og Sveinn Aron Guðjohnsen mættu saman í viðtal eftir 4-0 sigur Íslands á Liechtenstein í undankeppni HM í kvöld. Báðir komu inn af bekknum og létu til sín taka. Andri Lucas skoraði eftir sendingu Sveins Arons sem fiskaði einnig víti. 11. október 2021 21:32 Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15 Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Sjá meira
678 mínútum á undan pabba og yfir 1560 mínútum á undan afa Andri Lucas Guðjohnsen var miklu fljótari að skora landsliðsmark númer tvö heldur en bæði faðir sinn og afi sinn sem báðir eru meðal markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi. 12. október 2021 12:31
Bræðurnir mættu saman í viðtal: „Eitthvað sem mann dreymdi um þegar maður var yngri“ Bræðurnir Andri Lucas Guðjohnsen og Sveinn Aron Guðjohnsen mættu saman í viðtal eftir 4-0 sigur Íslands á Liechtenstein í undankeppni HM í kvöld. Báðir komu inn af bekknum og létu til sín taka. Andri Lucas skoraði eftir sendingu Sveins Arons sem fiskaði einnig víti. 11. október 2021 21:32
Umfjöllun: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Lyklabörnin léku sér að Liechtenstein Ísland vann eins auðveldan og þægilegan sigur og hugsast getur í alþjóðlegum nútímafótbolta þegar liðið lagði Liechtenstein að velli, 4-0, í síðasta heimaleik sínum í undankeppni HM karla í Katar. 11. október 2021 21:15