Segja ankeri mögulega hafa gert gat á olíuleiðsluna Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2021 10:33 Fólk að vinna við hreinsunarstörf í Kaliforníu. AP/Eugene Garcia Rannsakendur telja mögulegt að ankeri skips hafi dregist eftir hafsbotninum og krækst í olíuleiðslu undan ströndum Kaliforníu. Ankerið hafi rifið gat á leiðsluna og þess vegna hafi mikið magn olíu lekið út í sjóinn. Eigendur fyrirtækisins Amplify Energy Corp. hafa einnig verið sakaðir um hæg handatök. Bæði eiga þeir ekki að hafa lokað leiðslunni þegar fyrstu viðvaranir bárust um mögulegan leka og þar að auki tilkynntu þeir mögulega ekki lekann fyrr en nokkrum klukkustundum seinna. Spjótin hafa einnig beinst að Strandgæslu Bandaríkjanna, þar sem tilkynningar um mögulegan olíuleka bárust þangað á síðasta föstudagskvöld. Þrátt fyrir það voru menn ekki sendir á vettvang fyrr en næsta dag, til að kanna hvort ábendingarnar væru réttar. Kafarar fundu skemmdir á leiðslu Amplify Energy Corp. Þeir sáu að leiðslan hafði færst úr stað um meira en 30 metra og fundu stóra sprungu á henni, samkvæmt frétt LA Times. Leiðslan er 12,7 millimetra þykk og úr stáli. Talið er að tæplega 600 þúsund lítrar af hráolíu hafi lekið út í sjóinn. Viðvörunarbjöllur hringdu í stjórnherbergi Ampilfy klukkan 2:30 aðfaranótt laugardags um að þrýstingur í leiðslunni hefði lækkað, til marks um mögulegan leka. Það var ekki fyrr en klukkan sex um morguninn, þremur og hálfum tíma síðar, sem slökkt var á leiðslunni. Þar að auki tilkynntu starfsmenn fyrirtækisins lekann ekki til Strandgæslunnar fyrr en þremur tímum eftir að leiðslunni var lokað, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sérfræðingur sem fréttaveitan ræddi við segir undarlegt að ekki hafi verið brugðist fyrr við viðvörunarbjöllum og lekanum. Kerfi og reglur í kringum olíuleiðslur séu hönnuð til að virka fljótt og ef einhver vafi sé varðandi leka, sé viðmiðið að slökkva alltaf á leiðslunni frekar en að halda henni opinni. Rannsakendur hafa ekki beint sjónum sínum að einhverju ákveðnu skipi vegna lekans. Langar biðraðir gámaskipa eftir löndun geta myndast á svæðinu. Þegar slíkar raðir myndast útvega hafnarverðir skipstjórum skipa hnit þar sem þeir eiga að varpa ankeri en AP segir skipin færast reglulega vegna vinda og vegna þess að ankeri nái ekki festu. Bandaríkin Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Mikill olíuleki veldur fiskidauða og umhverfisspjöllum í Kaliforníu Mikill olíuleiki hefur valdið fiskidauða og miklum umhverfisspjöllum í suðurhluta Kaliforníu. Bandarískir fjölmiðlar hafa sýnt myndir af fuglum sem þaktir eru í olíu og þá eru stór mýrasvæði nú sögð menguð. 4. október 2021 14:31 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Eigendur fyrirtækisins Amplify Energy Corp. hafa einnig verið sakaðir um hæg handatök. Bæði eiga þeir ekki að hafa lokað leiðslunni þegar fyrstu viðvaranir bárust um mögulegan leka og þar að auki tilkynntu þeir mögulega ekki lekann fyrr en nokkrum klukkustundum seinna. Spjótin hafa einnig beinst að Strandgæslu Bandaríkjanna, þar sem tilkynningar um mögulegan olíuleka bárust þangað á síðasta föstudagskvöld. Þrátt fyrir það voru menn ekki sendir á vettvang fyrr en næsta dag, til að kanna hvort ábendingarnar væru réttar. Kafarar fundu skemmdir á leiðslu Amplify Energy Corp. Þeir sáu að leiðslan hafði færst úr stað um meira en 30 metra og fundu stóra sprungu á henni, samkvæmt frétt LA Times. Leiðslan er 12,7 millimetra þykk og úr stáli. Talið er að tæplega 600 þúsund lítrar af hráolíu hafi lekið út í sjóinn. Viðvörunarbjöllur hringdu í stjórnherbergi Ampilfy klukkan 2:30 aðfaranótt laugardags um að þrýstingur í leiðslunni hefði lækkað, til marks um mögulegan leka. Það var ekki fyrr en klukkan sex um morguninn, þremur og hálfum tíma síðar, sem slökkt var á leiðslunni. Þar að auki tilkynntu starfsmenn fyrirtækisins lekann ekki til Strandgæslunnar fyrr en þremur tímum eftir að leiðslunni var lokað, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sérfræðingur sem fréttaveitan ræddi við segir undarlegt að ekki hafi verið brugðist fyrr við viðvörunarbjöllum og lekanum. Kerfi og reglur í kringum olíuleiðslur séu hönnuð til að virka fljótt og ef einhver vafi sé varðandi leka, sé viðmiðið að slökkva alltaf á leiðslunni frekar en að halda henni opinni. Rannsakendur hafa ekki beint sjónum sínum að einhverju ákveðnu skipi vegna lekans. Langar biðraðir gámaskipa eftir löndun geta myndast á svæðinu. Þegar slíkar raðir myndast útvega hafnarverðir skipstjórum skipa hnit þar sem þeir eiga að varpa ankeri en AP segir skipin færast reglulega vegna vinda og vegna þess að ankeri nái ekki festu.
Bandaríkin Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Mikill olíuleki veldur fiskidauða og umhverfisspjöllum í Kaliforníu Mikill olíuleiki hefur valdið fiskidauða og miklum umhverfisspjöllum í suðurhluta Kaliforníu. Bandarískir fjölmiðlar hafa sýnt myndir af fuglum sem þaktir eru í olíu og þá eru stór mýrasvæði nú sögð menguð. 4. október 2021 14:31 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Mikill olíuleki veldur fiskidauða og umhverfisspjöllum í Kaliforníu Mikill olíuleiki hefur valdið fiskidauða og miklum umhverfisspjöllum í suðurhluta Kaliforníu. Bandarískir fjölmiðlar hafa sýnt myndir af fuglum sem þaktir eru í olíu og þá eru stór mýrasvæði nú sögð menguð. 4. október 2021 14:31