Halldór Jóhann: Það verður sárt að horfa á leikinn aftur Andri Már Eggertsson skrifar 5. október 2021 21:49 Halldór Jóhann fannst sínir menn afar andlausir vísir/hulda margrét Selfoss átti aldrei möguleika gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld. Haukar unnu leikinn með níu mörkum 31-22. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, var afar svekktur með liðið sitt eftir leik. „Mér fannst leikurinn tapast á öllum vígstöðvum. Það var jafnræði með liðunum á fyrstu tíu mínútum leiksins en þá voru Haukar einnig slakir. Þegar Haukar gáfu í þá vorum við alls ekki klárir í að hlaupa á sama hraða og þeir,“ sagði Halldór Jóhann svekktur eftir leik. Halldór Jóhann fannst Selfyssingarnir andlausir í leiknum og vantaði baráttu í liðið. „Andleysi lýsir okkar leik mjög vel. Utan af virkuðum við virkilega andlausir. Við vorum flottir í síðasta leik en þessi leikur var eins og fyrsti leikurinn gegn Fram.“ Það liðu tæplega ellefu mínútur milli marka átta og níu hjá Selfossi. Halldóri fannst hans lið taka ansi margar rangar ákvarðanir á þeim kafla. „Við vorum að taka slæmar ákvarðanir, vorum að taka léleg skot, taktískt vorum við mjög slakir. Ég get í raun talið upp rosa marga hluti í okkar leik. Það verður virkilega sárt að skoða leikinn aftur,“ Halldór Jóhann reyndi að koma mönnum upp á tærnar í hálfleik. Hann var ánægður með hvernig þeir byrjuðu síðari hálfleik en síðan sprakk blaðran. Selfoss er með nokkra lykilmenn í meiðsli. Guðmundur Hólmar hefur verið í leikmannahóp liðsins en ekkert komið við sögu. „Þetta tekur allt tíma. Guðmundur Hólmar og Tryggvi eru í hópnum sem aukaleikarar. Þeir þurfa tíma til að geta farið að æfa á fullu með okkur. Listinn hjá okkur lengdist eftir að Atli Ævar Ingólfsson datt út en svona er þetta og við munum komast í gegnum þennan kafla.“ „Sama hvað vantar marga leikmenn þá er alltaf hægt að berjast og gera ákveðna hluti vel sem við gerðum alls ekki í kvöld,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
„Mér fannst leikurinn tapast á öllum vígstöðvum. Það var jafnræði með liðunum á fyrstu tíu mínútum leiksins en þá voru Haukar einnig slakir. Þegar Haukar gáfu í þá vorum við alls ekki klárir í að hlaupa á sama hraða og þeir,“ sagði Halldór Jóhann svekktur eftir leik. Halldór Jóhann fannst Selfyssingarnir andlausir í leiknum og vantaði baráttu í liðið. „Andleysi lýsir okkar leik mjög vel. Utan af virkuðum við virkilega andlausir. Við vorum flottir í síðasta leik en þessi leikur var eins og fyrsti leikurinn gegn Fram.“ Það liðu tæplega ellefu mínútur milli marka átta og níu hjá Selfossi. Halldóri fannst hans lið taka ansi margar rangar ákvarðanir á þeim kafla. „Við vorum að taka slæmar ákvarðanir, vorum að taka léleg skot, taktískt vorum við mjög slakir. Ég get í raun talið upp rosa marga hluti í okkar leik. Það verður virkilega sárt að skoða leikinn aftur,“ Halldór Jóhann reyndi að koma mönnum upp á tærnar í hálfleik. Hann var ánægður með hvernig þeir byrjuðu síðari hálfleik en síðan sprakk blaðran. Selfoss er með nokkra lykilmenn í meiðsli. Guðmundur Hólmar hefur verið í leikmannahóp liðsins en ekkert komið við sögu. „Þetta tekur allt tíma. Guðmundur Hólmar og Tryggvi eru í hópnum sem aukaleikarar. Þeir þurfa tíma til að geta farið að æfa á fullu með okkur. Listinn hjá okkur lengdist eftir að Atli Ævar Ingólfsson datt út en svona er þetta og við munum komast í gegnum þennan kafla.“ „Sama hvað vantar marga leikmenn þá er alltaf hægt að berjast og gera ákveðna hluti vel sem við gerðum alls ekki í kvöld,“ sagði Halldór Jóhann að lokum.
UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira