„Við verðum að taka til og hagræða“ Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2021 10:01 Valsmenn fengu til sín sterka leikmenn á borð við Tryggva Hrafn Haraldsson og Arnór Smárason til að freista þess að verja Íslandsmeistaratitilinn en enduðu aðeins í 5. sæti. VÍSIR/BÁRA „Við vorum með stóran hóp og mikla umgjörð, og við verðum að taka til og hagræða,“ segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Ljóst er að karlalið Vals kveður að minnsta kosti fimm leikmenn eftir vonbrigðatímabil og mikil óvissa ríkir um markvörðinn Hannes Þór Halldórsson. Valsmenn enduðu í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar og féllu úr leik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Liðið verður því ekki eitt af þremur sem spila í Evrópukeppnum karla á næstu leiktíð. Ljóst er að Valur verður þar með af miklum tekjum en félagið tryggði sér til að mynda 810.000 evrur frá UEFA, rúmlega 120 milljónir króna, með þátttöku sinni í forkeppni Meistaradeildarinnar og Sambandsdeildarinnar í sumar. Mikið högg og áfall að missa af Evrópusæti „Þetta er mikið högg og áfall að hafa ekki komist í Evrópukeppni á næsta ári. Það fylgir því rosalegt tekjutap. Eðli málsins samkvæmt þurfum við því að leita leiða til að ná niður kostnaði, rétt eins og önnur lið. Við erum í þeim fasa núna; að leita leiða til að spara við okkur,“ segir Börkur. En hvernig er hægt að skera niður? Umgjörðin í kringum Valsliðið var aukin fyrir þetta tímabil og einn af nýju mönnunum, Arnór Smárason, sagði aðstöðuna og umhverfið standast sterkum liðum á Norðurlöndunum snúninginn. Börkur segir Val þó ekki ætla að slá af kröfum í umgjörð heldur verði leitað leiða til að spara í launakostnaði. Samkvæmt síðasta ársreikningi Vals nam kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda alls 197 milljónum árið 2020, og 234 milljónum árið 2019. Ekki liggur fyrir hver launakostnaðurinn í ár verður. Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðsskóna á hilluna á dögunum en á eitt ár eftir af samningi sínum við Val. Framtíð hans er þó í óvissu eftir að Valur fékk til sín markvörðinn Guy Smit.vísir/bára Valur hefur fengið til sín markvörðinn Guy Smit sem var orðinn samningslaus hjá Leikni en er fyrir með Hannes og Svein Sigurð Jóhannesson. Það verður að teljast ólíklegt að Hannes og Smit verði báðir á launaskrá hjá Val á næsta ári, í ljósi þess að félagið þarf að draga saman seglin eins og Börkur segir, en formaðurinn vill þó ekkert tjá sig um stöðu Hannesar. Ekki frekar en þjálfarinn Heimir Guðjónsson eða Hannes sjálfur. Fleiri fari út en komi inn Christian Köhler, Johannes Vall, Kaj Leo í Bartalsstovu, Magnus Egilsson og Kristinn Freyr Sigurðsson yfirgefa Val eftir að samningar þeirra runnu út. „Við munum vissulega leita leiða til að bæta liðið okkar frá því í sumar með því að taka inn nýja leikmenn, en ég veit ekki hversu margir þeir verða og ég hygg að þeir verði færri en fara út,“ segir Börkur og bætir við: „Við viljum alls ekki slá af þeim kröfum sem við gerum til okkar sjálfra varðandi umgjörð og aðstöðu. Langstærsta prósenta innkomu knattspyrnudeilda á Íslandi, að minnsta kosti í efstu deild, fer líka í laun og launatengdan kostnað. Fyrst og fremst þar getum við sparað. Annað er svo lítið brot af heildinni. Stóru peningarnir eru í laununum, rétt eins og í öðrum rekstri.“ Valur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Freyr gengur til liðs við FH Kristinn Freyr Sigurðsson er genginn í raðir FH frá Valsmönnum þar sem hann mun hitta fyrir sinn gamla þjálfara, Ólaf Jóhannesson. 2. október 2021 13:15 Guy Smit semur við Val Hollenski markvörðurinn Guy Smit er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Val, en hann lék með Leikni seinustu tvö tímabil. 1. október 2021 18:17 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Sjá meira
Valsmenn enduðu í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar og féllu úr leik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Liðið verður því ekki eitt af þremur sem spila í Evrópukeppnum karla á næstu leiktíð. Ljóst er að Valur verður þar með af miklum tekjum en félagið tryggði sér til að mynda 810.000 evrur frá UEFA, rúmlega 120 milljónir króna, með þátttöku sinni í forkeppni Meistaradeildarinnar og Sambandsdeildarinnar í sumar. Mikið högg og áfall að missa af Evrópusæti „Þetta er mikið högg og áfall að hafa ekki komist í Evrópukeppni á næsta ári. Það fylgir því rosalegt tekjutap. Eðli málsins samkvæmt þurfum við því að leita leiða til að ná niður kostnaði, rétt eins og önnur lið. Við erum í þeim fasa núna; að leita leiða til að spara við okkur,“ segir Börkur. En hvernig er hægt að skera niður? Umgjörðin í kringum Valsliðið var aukin fyrir þetta tímabil og einn af nýju mönnunum, Arnór Smárason, sagði aðstöðuna og umhverfið standast sterkum liðum á Norðurlöndunum snúninginn. Börkur segir Val þó ekki ætla að slá af kröfum í umgjörð heldur verði leitað leiða til að spara í launakostnaði. Samkvæmt síðasta ársreikningi Vals nam kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda alls 197 milljónum árið 2020, og 234 milljónum árið 2019. Ekki liggur fyrir hver launakostnaðurinn í ár verður. Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðsskóna á hilluna á dögunum en á eitt ár eftir af samningi sínum við Val. Framtíð hans er þó í óvissu eftir að Valur fékk til sín markvörðinn Guy Smit.vísir/bára Valur hefur fengið til sín markvörðinn Guy Smit sem var orðinn samningslaus hjá Leikni en er fyrir með Hannes og Svein Sigurð Jóhannesson. Það verður að teljast ólíklegt að Hannes og Smit verði báðir á launaskrá hjá Val á næsta ári, í ljósi þess að félagið þarf að draga saman seglin eins og Börkur segir, en formaðurinn vill þó ekkert tjá sig um stöðu Hannesar. Ekki frekar en þjálfarinn Heimir Guðjónsson eða Hannes sjálfur. Fleiri fari út en komi inn Christian Köhler, Johannes Vall, Kaj Leo í Bartalsstovu, Magnus Egilsson og Kristinn Freyr Sigurðsson yfirgefa Val eftir að samningar þeirra runnu út. „Við munum vissulega leita leiða til að bæta liðið okkar frá því í sumar með því að taka inn nýja leikmenn, en ég veit ekki hversu margir þeir verða og ég hygg að þeir verði færri en fara út,“ segir Börkur og bætir við: „Við viljum alls ekki slá af þeim kröfum sem við gerum til okkar sjálfra varðandi umgjörð og aðstöðu. Langstærsta prósenta innkomu knattspyrnudeilda á Íslandi, að minnsta kosti í efstu deild, fer líka í laun og launatengdan kostnað. Fyrst og fremst þar getum við sparað. Annað er svo lítið brot af heildinni. Stóru peningarnir eru í laununum, rétt eins og í öðrum rekstri.“
Valur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Freyr gengur til liðs við FH Kristinn Freyr Sigurðsson er genginn í raðir FH frá Valsmönnum þar sem hann mun hitta fyrir sinn gamla þjálfara, Ólaf Jóhannesson. 2. október 2021 13:15 Guy Smit semur við Val Hollenski markvörðurinn Guy Smit er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Val, en hann lék með Leikni seinustu tvö tímabil. 1. október 2021 18:17 Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Sjá meira
Kristinn Freyr gengur til liðs við FH Kristinn Freyr Sigurðsson er genginn í raðir FH frá Valsmönnum þar sem hann mun hitta fyrir sinn gamla þjálfara, Ólaf Jóhannesson. 2. október 2021 13:15
Guy Smit semur við Val Hollenski markvörðurinn Guy Smit er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Val, en hann lék með Leikni seinustu tvö tímabil. 1. október 2021 18:17