Nýbakaða mamman Ólafía Þórunn tók aftur fram kylfurnar sínar fyrir CNN Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 09:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir með strákinn sinn sem fæddist í lok júní. Instagram/@olafiakri Það þurfti eina af þekktustu sjónvarpsstöðvum heims til að koma íslenska kylfingnum Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur aftur út á golfvöllinn. Ólafía Þórunn hefur nefnilega verið undanfarið upptekin við annað en bæta golfleik sinn að undanförnu. Ólafía Þórunn var að eignast sitt fyrsta barn í sumar en strákurinn hennar kom í heiminn í lok júní. Ólafía sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún hafi tekið sín fyrstu golfhögg eftir að CNN kom til að taka við hana viðtal fyrir þáttinn Living Golf. „Tók mín fyrstu högg aftur með þeim. Tók smá tíma að liðka sig, en engu höfum við gleymt. Flottur þáttur sem þau gerðu um golf á Íslandi. Gaman að fá að vera með,“ skrifaði Ólafía Þórunn. Það má horfa á allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. „Áður en ég yfirgef þetta ótrúlega land þá hitti ég mögulega frægasta og besta kylfing sem hefur komið frá Íslandi til þessa,“ sagði Justin Armsden, umsjónarmaður Living Golf. „Ég byrjaði að æfa golf þegar ég var níu ára. Ég ólst upp í Mosfellsbæ og var mikið að æfa með strákunum því það voru ekki margar stelpur. Það eru mínar fyrstu minningar úr golfinu,“ sagði Ólafía Þórunn. Ólafía Þórunn fór yfir feril sinn í gólfinu og hvernig hún vann sig upp inn á LPGA-mótaröðinni, fyrst Íslendingar. „Fyrsta LPGA-mótið mitt var á Bahamaeyjum. Ég ætlaði að fara að æfa en ég var svo feimin að fara inn á flötina. Þarna voru Michelle Wie og Lexi. Ég hugsaði: Ég verð bara fyrir þeim og trufla þær,“ sagði Ólafía Þórunn en hún stimplaði sig síðan vel inn og náði einu móti inn á topp fimm. „Ég er svo stolt af því að keppa fyrir hönd Íslands og allir hér hafa stutt svo vel við bakið á mér. Þetta er einstakt og fallegt land og hér eru bara allir vitlausir í golf,“ sagði Ólafía en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir ofan. Golf Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn hefur nefnilega verið undanfarið upptekin við annað en bæta golfleik sinn að undanförnu. Ólafía Þórunn var að eignast sitt fyrsta barn í sumar en strákurinn hennar kom í heiminn í lok júní. Ólafía sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún hafi tekið sín fyrstu golfhögg eftir að CNN kom til að taka við hana viðtal fyrir þáttinn Living Golf. „Tók mín fyrstu högg aftur með þeim. Tók smá tíma að liðka sig, en engu höfum við gleymt. Flottur þáttur sem þau gerðu um golf á Íslandi. Gaman að fá að vera með,“ skrifaði Ólafía Þórunn. Það má horfa á allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. „Áður en ég yfirgef þetta ótrúlega land þá hitti ég mögulega frægasta og besta kylfing sem hefur komið frá Íslandi til þessa,“ sagði Justin Armsden, umsjónarmaður Living Golf. „Ég byrjaði að æfa golf þegar ég var níu ára. Ég ólst upp í Mosfellsbæ og var mikið að æfa með strákunum því það voru ekki margar stelpur. Það eru mínar fyrstu minningar úr golfinu,“ sagði Ólafía Þórunn. Ólafía Þórunn fór yfir feril sinn í gólfinu og hvernig hún vann sig upp inn á LPGA-mótaröðinni, fyrst Íslendingar. „Fyrsta LPGA-mótið mitt var á Bahamaeyjum. Ég ætlaði að fara að æfa en ég var svo feimin að fara inn á flötina. Þarna voru Michelle Wie og Lexi. Ég hugsaði: Ég verð bara fyrir þeim og trufla þær,“ sagði Ólafía Þórunn en hún stimplaði sig síðan vel inn og náði einu móti inn á topp fimm. „Ég er svo stolt af því að keppa fyrir hönd Íslands og allir hér hafa stutt svo vel við bakið á mér. Þetta er einstakt og fallegt land og hér eru bara allir vitlausir í golf,“ sagði Ólafía en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Golf Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira