Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Hólmfríður Gísladóttir og Atli Ísleifsson skrifa 27. september 2021 06:47 Olaf Scholz, kanslaraefni Sósíaldemókrata, fagnar sigri en enn er ekkert fast í hendi. epa Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. Þá fengu Græningjar metfjölda atkvæða, 14,8 prósent. Um leið og ljóst varð að Sósíaldemókratar myndu sigra kosningarnar sagði Olaf Scholz, leiðtogi flokksins, að hann hefði nú klárt umboð til að stjórna. Það mun þó ekki liggja fyrir hver tekur við af Angelu Merkel fyrr en stjórnarmyndunarviðræðum er lokið. Þetta hafa Kristilegir demókratar minnt á og segja ekki nóg að ná „tölfræðilegum“ meirihluta, heldur muni stjórn landsins velta á viðræðum, sem gætu jafnvel staðið fram að jólum. Scholz lýsti því yfir í morgun að hann vilji mynda stjórn með Græningjum og Frjálslyndum. Bráðabirgðaniðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9% Þingmönnum á þýska þinginu fjölgar úr 709 í 735 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Er ljóst að ný ríkisstjórn þarf að njóta stuðnings 368 þingmanna. Sósíaldemókratar (SPD) virðast hafa tryggt sér 206 þingmenn, Kristilegir demókratar 196 þingmenn, Græningjar 118 þingmenn, Frjálslyndir (FDP) 92 þingmenn, Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 83 þingmenn, Vinstriflokkurinn (Die Linke) 39 þingmenn og Bandalag kjósenda í Suður-Slésvík (SSW) einn þingmann. Ekki var einungis kosið til þings heldur fóru einnig fram sveitarstjórnarkosningar. Í höfuðborginni Berlín hafa Sósíaldemókratar einnig ástæðu til að fagna, en ljóst er að Franziska Giffey, frambjóðandi þeirra, verður næsti borgarstjóri. Hún verður fyrsta konan til að gegna embættinu. BBC fjallar ítarlega um niðurstöður kosninganna. Fréttin hefur verið uppfærð. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Þá fengu Græningjar metfjölda atkvæða, 14,8 prósent. Um leið og ljóst varð að Sósíaldemókratar myndu sigra kosningarnar sagði Olaf Scholz, leiðtogi flokksins, að hann hefði nú klárt umboð til að stjórna. Það mun þó ekki liggja fyrir hver tekur við af Angelu Merkel fyrr en stjórnarmyndunarviðræðum er lokið. Þetta hafa Kristilegir demókratar minnt á og segja ekki nóg að ná „tölfræðilegum“ meirihluta, heldur muni stjórn landsins velta á viðræðum, sem gætu jafnvel staðið fram að jólum. Scholz lýsti því yfir í morgun að hann vilji mynda stjórn með Græningjum og Frjálslyndum. Bráðabirgðaniðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9% Þingmönnum á þýska þinginu fjölgar úr 709 í 735 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Er ljóst að ný ríkisstjórn þarf að njóta stuðnings 368 þingmanna. Sósíaldemókratar (SPD) virðast hafa tryggt sér 206 þingmenn, Kristilegir demókratar 196 þingmenn, Græningjar 118 þingmenn, Frjálslyndir (FDP) 92 þingmenn, Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 83 þingmenn, Vinstriflokkurinn (Die Linke) 39 þingmenn og Bandalag kjósenda í Suður-Slésvík (SSW) einn þingmann. Ekki var einungis kosið til þings heldur fóru einnig fram sveitarstjórnarkosningar. Í höfuðborginni Berlín hafa Sósíaldemókratar einnig ástæðu til að fagna, en ljóst er að Franziska Giffey, frambjóðandi þeirra, verður næsti borgarstjóri. Hún verður fyrsta konan til að gegna embættinu. BBC fjallar ítarlega um niðurstöður kosninganna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bráðabirgðaniðurstöður þýsku kosninganna: Sósíaldemókratar (SDP): 25,7% Kristilegir demókratar (CDU-CSU): 24,1% Græningjar: 14,8% Frjálslyndir (FDP) 11,5% Valkostur fyrir Þýskaland (AfD): 10,3% Vinstriflokkurinn: 4,9%
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20