„Væri ekkert leiðinlegur dagur ef ég yrði Íslandsmeistari og kæmist inn á þing“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2021 14:45 Gísli Eyjólfsson hefur leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili. vísir/Hafliði Breiðfjörð Gísli Eyjólfsson verður í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að fylgjast með samherjum sínum í Breiðabliki úr stúkunni í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Morgundagurinn verður viðburðarríkur fyrir Gísla en hann er einnig í framboði til Alþingis þótt hann sé ekki beint í baráttusæti. Gísli fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu þegar Breiðablik laut í lægra haldi fyrir FH, 1-0, í 21. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Hann verður því í banni gegn HK í lokaumferðinni á morgun. „Það er alltaf leiðinlegt þegar maður getur ekki tekið þátt. Það er erfiðara að horfa á heldur og manni líður alltaf betur inni á vellinum,“ sagði Gísli í samtali við Vísi. Eftir úrslit síðustu umferðar eru Blikar ekki lengur með örlögin í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sínum höndum. Breiðablik er með 44 stig í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Víkings sem mætir Leikni á morgun. Blikar þurfa því á aðstoð Breiðhyltinga að halda. Gísli vonast til að Leiknismenn rétti Blikum hjálparhönd en segir að það stoði lítt að hugsa um hluti sem þeir stjórna ekki. „Við pælum ekki alltof mikið í þeim leik heldur aðallega að okkar leik. Það er það eina sem við getum stjórnað. Þetta fer bara eins og það fer. Það væri samt gaman ef Leiknismenn gætu strítt Víkingum aðeins,“ sagði Gísli. Auk þess að fá gult spjald gegn FH tognaði Gísli á ökkla í leiknum í Kaplakrika. Hann var tekinn af velli á 59. mínútu vegna meiðslanna. „Ég fann að ökklinn virkaði ekki en vildi ekki fara út af. En svo átti ég ekki möguleika því ökklinn var ónýtur. Og þá vissi ég að tímabilið var búið hjá mér.“ Gísli skoraði fimm mörk í tuttugu deildarleikjum í sumar.vísir/Hulda Margrét Auk þess að spila fótbolta er Gísli á lista Sjálfsstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar á morgun. „Það er gaman að prófa eitthvað nýtt og taka þátt í einhverju nýju,“ sagði Gísli sem er í 12. sæti á listanum í Kraganum. Þingsæti er því ansi fjarlægur möguleiki. En Gísli vonast eftir að morgundagurinn verði góður. „Það væri ekkert leiðinlegur dagur ef ég yrði Íslandsmeistari og kæmist inn á þing,“ sagði Gísli hlæjandi að lokum. Stöð 2 Sport verður með veglega dagskrá á morgun. Upphitun Pepsi Max stúkunnar hefst klukkan 13:00 og hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í þættinum. Þá verða allir leikirnir í lokaumferðinni sýndir beint og klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti. Nánari upplýsingar um dagskrá morgundagsins má sjá með því að smella hér. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Gísli fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu þegar Breiðablik laut í lægra haldi fyrir FH, 1-0, í 21. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Hann verður því í banni gegn HK í lokaumferðinni á morgun. „Það er alltaf leiðinlegt þegar maður getur ekki tekið þátt. Það er erfiðara að horfa á heldur og manni líður alltaf betur inni á vellinum,“ sagði Gísli í samtali við Vísi. Eftir úrslit síðustu umferðar eru Blikar ekki lengur með örlögin í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sínum höndum. Breiðablik er með 44 stig í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Víkings sem mætir Leikni á morgun. Blikar þurfa því á aðstoð Breiðhyltinga að halda. Gísli vonast til að Leiknismenn rétti Blikum hjálparhönd en segir að það stoði lítt að hugsa um hluti sem þeir stjórna ekki. „Við pælum ekki alltof mikið í þeim leik heldur aðallega að okkar leik. Það er það eina sem við getum stjórnað. Þetta fer bara eins og það fer. Það væri samt gaman ef Leiknismenn gætu strítt Víkingum aðeins,“ sagði Gísli. Auk þess að fá gult spjald gegn FH tognaði Gísli á ökkla í leiknum í Kaplakrika. Hann var tekinn af velli á 59. mínútu vegna meiðslanna. „Ég fann að ökklinn virkaði ekki en vildi ekki fara út af. En svo átti ég ekki möguleika því ökklinn var ónýtur. Og þá vissi ég að tímabilið var búið hjá mér.“ Gísli skoraði fimm mörk í tuttugu deildarleikjum í sumar.vísir/Hulda Margrét Auk þess að spila fótbolta er Gísli á lista Sjálfsstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar á morgun. „Það er gaman að prófa eitthvað nýtt og taka þátt í einhverju nýju,“ sagði Gísli sem er í 12. sæti á listanum í Kraganum. Þingsæti er því ansi fjarlægur möguleiki. En Gísli vonast eftir að morgundagurinn verði góður. „Það væri ekkert leiðinlegur dagur ef ég yrði Íslandsmeistari og kæmist inn á þing,“ sagði Gísli hlæjandi að lokum. Stöð 2 Sport verður með veglega dagskrá á morgun. Upphitun Pepsi Max stúkunnar hefst klukkan 13:00 og hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í þættinum. Þá verða allir leikirnir í lokaumferðinni sýndir beint og klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti. Nánari upplýsingar um dagskrá morgundagsins má sjá með því að smella hér. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira