„Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2021 15:01 Landsliðsþjálfarinn telur líklegt að leikmennirnir hans fái tækifæri til að fagna annað kvöld. vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. Ísland og Holland eigast við annað kvöld í undankeppni HM 2023. Þetta er fyrsti keppnisleikur íslenska liðsins undir stjórn Þorsteins. Á blaðamannafundi í dag var Þorsteinn spurður að því hvort það væri gott að mæta Hollandi á þessum tíma, frekar en seinna í undankeppninni. „Ég var að vona að þær yrðu Ólympíumeistarar og væru hátt uppi,“ sagði Þorsteinn í léttum dúr. „Þetta var ákveðið þegar þessu var raðað niður. Það þurfti að raða þessu einhvern veginn upp og þjóðirnar þurftu að koma sér saman um það. Þetta er öðruvísi en í karlaboltanum þar sem þessu er bara skellt fram og ákveðið. Þetta var niðurstaðan. Hinar þjóðirnar héldu greinilega að það væri betra að spila á Íslandi í lok október en september. Það er erfitt að segja til um það hvort það sé hagstæðara fyrir okkur.“ Hollenska liðið er gríðarlega sterkt. Það varð Evrópumeistari 2017, lenti í 2. sæti á HM 2019 og sitja í 4. sæti styrkleikalista FIFA, tólf sætum fyrir ofan Ísland. Hollendingar eru hins vegar með nýjan þjálfara, Mark Parsons, sem tók við liðinu af Sarinu Wiegman eftir Ólympíuleikana í Tókýó. Og í fyrsta leik sínum í undankeppni HM gerði Holland jafntefli við Tékkland á heimavelli, 1-1. „Þær eru með sterkt sóknarlið. Styrkleiki þeirra liggur rosalega í því. Þær skora mikið af mörkum en ef við skoðum Ólympíuleikana fá þær töluvert af mörkum á sig,“ sagði Þorsteinn. „Ef við náum góðan varnarleik á móti þeim, þorum að framkvæma hluti tel ég mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim.“ Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir æfði ekki í dag vegna axlarmeiðsla en verður með í leiknum annað kvöld. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Sjá meira
Ísland og Holland eigast við annað kvöld í undankeppni HM 2023. Þetta er fyrsti keppnisleikur íslenska liðsins undir stjórn Þorsteins. Á blaðamannafundi í dag var Þorsteinn spurður að því hvort það væri gott að mæta Hollandi á þessum tíma, frekar en seinna í undankeppninni. „Ég var að vona að þær yrðu Ólympíumeistarar og væru hátt uppi,“ sagði Þorsteinn í léttum dúr. „Þetta var ákveðið þegar þessu var raðað niður. Það þurfti að raða þessu einhvern veginn upp og þjóðirnar þurftu að koma sér saman um það. Þetta er öðruvísi en í karlaboltanum þar sem þessu er bara skellt fram og ákveðið. Þetta var niðurstaðan. Hinar þjóðirnar héldu greinilega að það væri betra að spila á Íslandi í lok október en september. Það er erfitt að segja til um það hvort það sé hagstæðara fyrir okkur.“ Hollenska liðið er gríðarlega sterkt. Það varð Evrópumeistari 2017, lenti í 2. sæti á HM 2019 og sitja í 4. sæti styrkleikalista FIFA, tólf sætum fyrir ofan Ísland. Hollendingar eru hins vegar með nýjan þjálfara, Mark Parsons, sem tók við liðinu af Sarinu Wiegman eftir Ólympíuleikana í Tókýó. Og í fyrsta leik sínum í undankeppni HM gerði Holland jafntefli við Tékkland á heimavelli, 1-1. „Þær eru með sterkt sóknarlið. Styrkleiki þeirra liggur rosalega í því. Þær skora mikið af mörkum en ef við skoðum Ólympíuleikana fá þær töluvert af mörkum á sig,“ sagði Þorsteinn. „Ef við náum góðan varnarleik á móti þeim, þorum að framkvæma hluti tel ég mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim.“ Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir æfði ekki í dag vegna axlarmeiðsla en verður með í leiknum annað kvöld.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Sjá meira