Danski þjóðarflokkurinn: Pia Kjærsgaard útilokar ekki endurkomu í formannsstólinn Þorgils Jónsson skrifar 19. september 2021 11:31 Pia Kjærsgaard steig úr stóli formanns Danska þjóðarflokksins fyrir níu árum, en útilokar nú ekki endurkomu. Flokkurinn hefur hrunið í fylgi og innri átök lituðu landsfund flokksins um helgina. Pia Kjærsgaard, fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins, útilokar ekki að hún muni aftur gera tilkall til forystu flokksins, batni pólitískt gengi hans ekki á næstunni. Þessi orð lét hún falla eftir að landsfundi flokksins lauk í Herning í gær. Kjærsgaard er 74 ára gömul og leiddi flokkinn frá stofnun 1995 allt til ársins 2012. Hún hefur bæði verið einn umdeildasti og áhrifamesti stjórnmálamaður landsins um árabil og var m.a. forseti danska þingsins frá 2015 til 2019. Hún steig úr stóli flokksformanns árið 2012 og útnefndi Kristian Thulesen Dahl sem eftirmann sinn. Síðustu ár hafa verið mögur fyrir flokkinn sem tapaði miklu fylgi í þingkosningunum árið 2019. Tilkoma vinstri stjórnar Mette Fredriksen í framhaldinu þýddi að Þjóðarflokkurinn fékk ekki eins miklu ráðið og þegar hann varði hægri stjórn Venstre falli. Þá hafa hneykslismál skekið flokkinn og fylgi hans farið sífellt minnkandi í skoðanakönnunum. Aðdragandi landsfundarins um helgina einkenndist öðru fremur af innri illdeilum. Í frétt DR segir að flokkadrættir séu milli harðlínufólks annars vegar, sem er á því að flokkurinn eigi að herða stöðu sína og framgöngu í málum sem varða Evrópusambandið og Íslam, og hins vegar þess hóps sem vill ekki ganga eins langt í þeim efnum. Í ljósi þessarra deilna, komu fjölmargir fulltrúar og forystufólk úr röðum flokksins að máli við Kjærsgaard um að hún skyldi snúa aftur sem formaður til að lægja öldurnar. Hún ákvað að skora Thulesen Dahl ekki á hólm í formannskjöri um helgina en tók sérstaklega fram að ef flokkurinn næði ekki ásættanlegum árangri í sveitarstjórnarkosningunum sem fyrirhugaðar eru í nóvember gæti hún ekki útilokað endurkomu. „Ég vil gjarna leggja mitt af mörkum" „Ég þarf að spjalla við Kristian Thulesen Dahl um það hvort ég fái forystuhlutverk. Ég held að það sé þörf á því og minn hugur stendur líka til þess. Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að við fáum eins góða kosningu og mögulegt er.“ Aðspurð um hvaða skilning hún leggi í hugtakið „forystuhlutverk“ svaraði Kjærsgaard því til að hún vildi láta meira til sín taka, sérstaklega í sveitarstjórnarkosningabaráttunni. Þegar talið barst að formannsembættinu steig hún varlega til jarðar og sagðist hafa verið formaður flokksins í 17 ár og formaður Framfaraflokksins sáluga í tíu ár þar á undan. „Þannig að mér finnst ég eiginlega hafa gert mitt. En ég get ekki horft upp á flokkinn minn skaðast. Þá gerir maður hvað sem til þarf.“ Hún sagðist ekki vilja ræða þessi mál beint. Hún hafi afþakkað að fara í formannskosningar á nýafstöðnum fundi, til að tryggja frið í flokknum. Framtíðin verði að leiða annað í ljós. Thulesen Dahl bar sig vel þegar þessi yfirlýsing formannsins fyrrverandi var borin undir hann: „Það er bara frábært að við í flokknum séum þarna með einstakling sem hefur verið með frá upphafi og er tilbúin að stíga fram, ef flokknum fyndist þörf á.“ Danmörk Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Þessi orð lét hún falla eftir að landsfundi flokksins lauk í Herning í gær. Kjærsgaard er 74 ára gömul og leiddi flokkinn frá stofnun 1995 allt til ársins 2012. Hún hefur bæði verið einn umdeildasti og áhrifamesti stjórnmálamaður landsins um árabil og var m.a. forseti danska þingsins frá 2015 til 2019. Hún steig úr stóli flokksformanns árið 2012 og útnefndi Kristian Thulesen Dahl sem eftirmann sinn. Síðustu ár hafa verið mögur fyrir flokkinn sem tapaði miklu fylgi í þingkosningunum árið 2019. Tilkoma vinstri stjórnar Mette Fredriksen í framhaldinu þýddi að Þjóðarflokkurinn fékk ekki eins miklu ráðið og þegar hann varði hægri stjórn Venstre falli. Þá hafa hneykslismál skekið flokkinn og fylgi hans farið sífellt minnkandi í skoðanakönnunum. Aðdragandi landsfundarins um helgina einkenndist öðru fremur af innri illdeilum. Í frétt DR segir að flokkadrættir séu milli harðlínufólks annars vegar, sem er á því að flokkurinn eigi að herða stöðu sína og framgöngu í málum sem varða Evrópusambandið og Íslam, og hins vegar þess hóps sem vill ekki ganga eins langt í þeim efnum. Í ljósi þessarra deilna, komu fjölmargir fulltrúar og forystufólk úr röðum flokksins að máli við Kjærsgaard um að hún skyldi snúa aftur sem formaður til að lægja öldurnar. Hún ákvað að skora Thulesen Dahl ekki á hólm í formannskjöri um helgina en tók sérstaklega fram að ef flokkurinn næði ekki ásættanlegum árangri í sveitarstjórnarkosningunum sem fyrirhugaðar eru í nóvember gæti hún ekki útilokað endurkomu. „Ég vil gjarna leggja mitt af mörkum" „Ég þarf að spjalla við Kristian Thulesen Dahl um það hvort ég fái forystuhlutverk. Ég held að það sé þörf á því og minn hugur stendur líka til þess. Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að við fáum eins góða kosningu og mögulegt er.“ Aðspurð um hvaða skilning hún leggi í hugtakið „forystuhlutverk“ svaraði Kjærsgaard því til að hún vildi láta meira til sín taka, sérstaklega í sveitarstjórnarkosningabaráttunni. Þegar talið barst að formannsembættinu steig hún varlega til jarðar og sagðist hafa verið formaður flokksins í 17 ár og formaður Framfaraflokksins sáluga í tíu ár þar á undan. „Þannig að mér finnst ég eiginlega hafa gert mitt. En ég get ekki horft upp á flokkinn minn skaðast. Þá gerir maður hvað sem til þarf.“ Hún sagðist ekki vilja ræða þessi mál beint. Hún hafi afþakkað að fara í formannskosningar á nýafstöðnum fundi, til að tryggja frið í flokknum. Framtíðin verði að leiða annað í ljós. Thulesen Dahl bar sig vel þegar þessi yfirlýsing formannsins fyrrverandi var borin undir hann: „Það er bara frábært að við í flokknum séum þarna með einstakling sem hefur verið með frá upphafi og er tilbúin að stíga fram, ef flokknum fyndist þörf á.“
Danmörk Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira