Fámennt og tíðindalítið á mótmælunum í Washington Þorgils Jónsson skrifar 19. september 2021 09:59 Fáir mættu í gær á mótmælin til stuðnings rósturseggjum sem gerðu aðsúg að þinghúsinu í Washingtonborg í upphafi árs. Svo fór sem margan grunaði að mótmælin í Washingtonborg í gær voru fámenn og tíðindalítil. Lögregla tefldi þó ekki á tvær hættur í aðdraganda, heldur var með mikinn viðbúnað, minnug óeirðanna sem brutust út hinn 6. janúar síðastliðinn þegar þúsundir stuðningsfólks Donalds Trump gerðu aðsúg að þinghúsinu. Fjölmennt lögreglulið var til reiðu að þessu sinni og varnargirðingar höfðu verið reistar utan um þinghúsið. Skipuleggjendur í gær efndu einmitt til mótmælanna til stuðnings þeim óeirðaseggjum sem sitja inni eða hafa verið ákærð fyrir þátttöku sína í mótmælunum í janúar. Forystufólk af hægri vængnum hafði gert lítið úr fyrirhugaðri samkomu í gær og Trump sjálfur var aldrei væntanlegur. Matt Braynard, sem skipulagði mótmælin gagnrýndi kjörna fulltrúa Repúblikana fyrir að ljá málstaðnum ekki stuðning. And-mótmælendur söfnuðust einnig saman á svæðinu við þinghúsið, en ekki kom til alvarlegra átaka. Einn var handtekinn úr þeim ranni og tveir úr hópi mótmælendanna, annar var með hníf, en hinn var grunaður um að vera með skotvopn á sér. Eins og er eru 63 í haldi fyrir framgang sinn í óeirðunum 6. janúar og rúmlega 600 hafa verið ákærð. Tugir lögreglumanna slösuðust við skyldustörf og einn lést daginn eftir. Fjórir lögreglumenn hafa síðar svipt sig lífi, en einn mótmælandi var skotinn til bana inni í þinghúsinu. Bandaríkin Tengdar fréttir Þinghúsið girt af vegna fyrirhugaðra mótmæla í dag Mikill viðbúnaður er við þinghús Bandaríkjanna í Washington vegna fyrirhugaðrar samkomu í dag til stuðning þeirra sem sæta rannsókn og gæsluvarðhaldi vegna óeirðanna hinn 6. janúar sl. 18. september 2021 12:09 Þinghúsið í Washington: Herða öryggi fyrir samkomu til stuðnings rósturseggja Áformað er að herða á öryggisráðstöfunum í kringum þinghúsið í Washingtonborg fyrir næstu helgi þegar hinir ýmsu öfgahópar hliðhollir Donald Trumps fyrrverandi forseta hyggjast koma saman. 12. september 2021 10:35 Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Lögregla tefldi þó ekki á tvær hættur í aðdraganda, heldur var með mikinn viðbúnað, minnug óeirðanna sem brutust út hinn 6. janúar síðastliðinn þegar þúsundir stuðningsfólks Donalds Trump gerðu aðsúg að þinghúsinu. Fjölmennt lögreglulið var til reiðu að þessu sinni og varnargirðingar höfðu verið reistar utan um þinghúsið. Skipuleggjendur í gær efndu einmitt til mótmælanna til stuðnings þeim óeirðaseggjum sem sitja inni eða hafa verið ákærð fyrir þátttöku sína í mótmælunum í janúar. Forystufólk af hægri vængnum hafði gert lítið úr fyrirhugaðri samkomu í gær og Trump sjálfur var aldrei væntanlegur. Matt Braynard, sem skipulagði mótmælin gagnrýndi kjörna fulltrúa Repúblikana fyrir að ljá málstaðnum ekki stuðning. And-mótmælendur söfnuðust einnig saman á svæðinu við þinghúsið, en ekki kom til alvarlegra átaka. Einn var handtekinn úr þeim ranni og tveir úr hópi mótmælendanna, annar var með hníf, en hinn var grunaður um að vera með skotvopn á sér. Eins og er eru 63 í haldi fyrir framgang sinn í óeirðunum 6. janúar og rúmlega 600 hafa verið ákærð. Tugir lögreglumanna slösuðust við skyldustörf og einn lést daginn eftir. Fjórir lögreglumenn hafa síðar svipt sig lífi, en einn mótmælandi var skotinn til bana inni í þinghúsinu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Þinghúsið girt af vegna fyrirhugaðra mótmæla í dag Mikill viðbúnaður er við þinghús Bandaríkjanna í Washington vegna fyrirhugaðrar samkomu í dag til stuðning þeirra sem sæta rannsókn og gæsluvarðhaldi vegna óeirðanna hinn 6. janúar sl. 18. september 2021 12:09 Þinghúsið í Washington: Herða öryggi fyrir samkomu til stuðnings rósturseggja Áformað er að herða á öryggisráðstöfunum í kringum þinghúsið í Washingtonborg fyrir næstu helgi þegar hinir ýmsu öfgahópar hliðhollir Donald Trumps fyrrverandi forseta hyggjast koma saman. 12. september 2021 10:35 Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Þinghúsið girt af vegna fyrirhugaðra mótmæla í dag Mikill viðbúnaður er við þinghús Bandaríkjanna í Washington vegna fyrirhugaðrar samkomu í dag til stuðning þeirra sem sæta rannsókn og gæsluvarðhaldi vegna óeirðanna hinn 6. janúar sl. 18. september 2021 12:09
Þinghúsið í Washington: Herða öryggi fyrir samkomu til stuðnings rósturseggja Áformað er að herða á öryggisráðstöfunum í kringum þinghúsið í Washingtonborg fyrir næstu helgi þegar hinir ýmsu öfgahópar hliðhollir Donald Trumps fyrrverandi forseta hyggjast koma saman. 12. september 2021 10:35
Lögregluþjónar þingsins segja sögu sína: „Þú munt deyja á hnjánum“ Yfirheyrslur hófust í dag fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington DC í byrjun árs. Lögregluþjónar sem voru á vakt þann dag voru þeir fyrstu sem mættu fyrir þingnefnd sem ætlað er að rannsaka árásina á þinghúsið þann dag. 27. júlí 2021 23:00