Arnór Borg skiptir yfir í liðið þar sem pabbi hans hóf ferilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2021 14:02 Feðgarnir Arnór og Arnór Borg í Víkinni í dag og strákurinn er kominn í Víkingsbúninginn. Vísir/Vilhelm Arnór Borg Guðjohnsen var í dag kynntur formlega sem leikmaður Víkings frá og með næsta tímabili. Hann mun þá feta í 44 ára gömul fótspor föður síns. Faðir og nafni Arnórs Borg, Arnór Guðjohnsen, hóf meistaraflokksferil sinn með Víkingum sumarið 1978. Feðgarnir voru báðir í Víkinni í dag þegar gengið var frá samningnum. Arnór Guðjohnsen í búningi Víkinga á síðum Dagblaðsins sumarið 1978.Skjámynd/timarit.is/Dagblaðið Arnór eldri er eins og flestir vita einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur eignast og annar tveggja sem hefur náð að skora fernu í leik með íslenska A-landsliðinu. Arnór eldri byrjaði fótboltaferil sinn hjá Völsungi en hafði æft hjá ÍR áður en hann skipti yfir í Víking. Arnór, var sumarið 1978 aðeins sextán ára gamall en hann var kominn út í atvinnumennsku strax um haustið. Arnór skoraði 7 mörk í 12 leikjum í efstu deild á Íslandi en samdi síðan við Lokeren. Fyrsta deildarmarkið kom í leik á móti ÍBV út í Vestmannaeyjum strax í fyrstu umferð. Arnór fór í fjögurra daga ferð til Lokeren í júlímánuði, áður en hann hélt upp á sautján ára afmælið sitt, og kom heim með tilboð. Lokeren og Víkingur náðu samkomulagi um haustið og Arnór fór út til Belgíu í september. Arnór spilaði fimm tímabil með Lokeren en fór til Anderlecht sumarið 1983 þar sem hann náði hápunktinum tímabilið 1986-87 þegar hann varð markakóngur, besti leikmaður deildarinnar og meistari með liðinu. Arnór var kominn aftur heim til Íslands og hafði spilað í tvö og hálft tímabil með Valsmönnum þegar hann eignaðist Arnór Borg í september 2000. Arnór Guðjohnsen og Arnór Borg Guðjohnsen ræða málin við Willum Þór Þórsson.Vísir/Vilhelm Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Faðir og nafni Arnórs Borg, Arnór Guðjohnsen, hóf meistaraflokksferil sinn með Víkingum sumarið 1978. Feðgarnir voru báðir í Víkinni í dag þegar gengið var frá samningnum. Arnór Guðjohnsen í búningi Víkinga á síðum Dagblaðsins sumarið 1978.Skjámynd/timarit.is/Dagblaðið Arnór eldri er eins og flestir vita einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur eignast og annar tveggja sem hefur náð að skora fernu í leik með íslenska A-landsliðinu. Arnór eldri byrjaði fótboltaferil sinn hjá Völsungi en hafði æft hjá ÍR áður en hann skipti yfir í Víking. Arnór, var sumarið 1978 aðeins sextán ára gamall en hann var kominn út í atvinnumennsku strax um haustið. Arnór skoraði 7 mörk í 12 leikjum í efstu deild á Íslandi en samdi síðan við Lokeren. Fyrsta deildarmarkið kom í leik á móti ÍBV út í Vestmannaeyjum strax í fyrstu umferð. Arnór fór í fjögurra daga ferð til Lokeren í júlímánuði, áður en hann hélt upp á sautján ára afmælið sitt, og kom heim með tilboð. Lokeren og Víkingur náðu samkomulagi um haustið og Arnór fór út til Belgíu í september. Arnór spilaði fimm tímabil með Lokeren en fór til Anderlecht sumarið 1983 þar sem hann náði hápunktinum tímabilið 1986-87 þegar hann varð markakóngur, besti leikmaður deildarinnar og meistari með liðinu. Arnór var kominn aftur heim til Íslands og hafði spilað í tvö og hálft tímabil með Valsmönnum þegar hann eignaðist Arnór Borg í september 2000. Arnór Guðjohnsen og Arnór Borg Guðjohnsen ræða málin við Willum Þór Þórsson.Vísir/Vilhelm
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira