Ný framkvæmdastýra UN Women frá Jórdaníu Heimsljós 16. september 2021 13:04 Sima Sami Bahous framkvæmdastýra UN Women. Sameinuðu þjóðirnar Sima hefur áratuga langa reynslu af stjórnunarstörfum á alþjóðavettvangi. Sima Sami Bahous hefur verið skipuð ný framkvæmdastýra UN Women. Sima tekur við af Phumzile Mlambo-Ngcuka sem lét af störfum í ágúst. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti skipunina í vikubyrjun. Sima, sem er jórdönsk, hefur áratuga langa reynslu af stjórnunarstörfum bæði innan grasrótarinnar og á alþjóðavettvangi. Hún var áður fastafulltrúi Jórdaníu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og starfaði á svæðisskrifstofu Þróunaráætlunar SÞ í Arabaríkjunum á árunum 2012-2016. Samkvæmt frétt frá UN Women á Íslandi hefur Sima gegnt ýmsum ábyrgðarstöðum innan jórdanska stjórnarráðsins og verið útnefnd sérlegur ráðgjafi Jórdaníukonungs. Hún er með doktorsgráðu í samskiptum og þróunarfræðum, MA próf í bókmenntum og BA gráðu í enskum bókmenntum. Sima tekur við stöðu framkvæmdastýru UN Women af Phumzile Mlambo-Ngcuka sem gegnt hafði stöðunni frá árinu 2013. Phumzile er kennari að mennt og með doktorsgráðu í kennslufræðum. Hún hefur lengi verið virk í kvenréttindabaráttunni, bæði í heimalandi sínu Suður Afríku og á alþjóðvettvangi. Phumzile gegndi embætti varaforseta Suður Afríku á árunum 2005 til 2008 og var virk í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu suður afrískra stjórnvalda á sínum yngri árum. „Á sama tíma og UN Women á Íslandi býður Sima Bahous velkomna til starfa, kveðja samtökin Phumzile og þakka henni fyrir einstakt starf í þágu kvenna og stúlkna um allan heim,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent
Sima Sami Bahous hefur verið skipuð ný framkvæmdastýra UN Women. Sima tekur við af Phumzile Mlambo-Ngcuka sem lét af störfum í ágúst. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti skipunina í vikubyrjun. Sima, sem er jórdönsk, hefur áratuga langa reynslu af stjórnunarstörfum bæði innan grasrótarinnar og á alþjóðavettvangi. Hún var áður fastafulltrúi Jórdaníu hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og starfaði á svæðisskrifstofu Þróunaráætlunar SÞ í Arabaríkjunum á árunum 2012-2016. Samkvæmt frétt frá UN Women á Íslandi hefur Sima gegnt ýmsum ábyrgðarstöðum innan jórdanska stjórnarráðsins og verið útnefnd sérlegur ráðgjafi Jórdaníukonungs. Hún er með doktorsgráðu í samskiptum og þróunarfræðum, MA próf í bókmenntum og BA gráðu í enskum bókmenntum. Sima tekur við stöðu framkvæmdastýru UN Women af Phumzile Mlambo-Ngcuka sem gegnt hafði stöðunni frá árinu 2013. Phumzile er kennari að mennt og með doktorsgráðu í kennslufræðum. Hún hefur lengi verið virk í kvenréttindabaráttunni, bæði í heimalandi sínu Suður Afríku og á alþjóðvettvangi. Phumzile gegndi embætti varaforseta Suður Afríku á árunum 2005 til 2008 og var virk í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu suður afrískra stjórnvalda á sínum yngri árum. „Á sama tíma og UN Women á Íslandi býður Sima Bahous velkomna til starfa, kveðja samtökin Phumzile og þakka henni fyrir einstakt starf í þágu kvenna og stúlkna um allan heim,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent