Málið sem hóf MeToo í Kína fellt niður og umræða þögguð Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2021 14:40 Zhou Xiaoxuan fyrir utan dómshús í Peking í gær. AP/Mark Schiefelbein Dómari í Kína felldi í gærkvöldi niður lögsókn Zhou Xiaoxuan gegn vel þekktum sjónvarpsmanni fyrir meint kynferðisbrot. Máli Zhou er sagt hafa leitt til MeToo-hreyfingar í Kína en strax í kjölfar úrskurðarins hófu ritskoðendur internetsins í Kína að fjarlægja færslur þar sem ákvörðunin var gagnrýnd af samfélagsmiðlum. Í frétt Reuters segir að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ásakanir Zhou fullnægðu ekki kröfum um sönnunarbyrði. Fréttaveitan segir Zhou hafa rætt við stuðningsmenn sína eftir að niðurstaðan varð ljós. Þar sagðist hún vonsvikin og úrvinda. Hún sagðist ekki viss um að hún hefði styrk til að áfrýja ákvörðuninni og eiga aftur þrjú erfið ár, eins og þau síðustu þrjú hefðu verið. Seinna í gærkvöldi sendi hún þó út tilkynningu þar sem hún sagðist ætla að áfrýja málinu og þá sérstaklega vegna þess að dómurinn hafi ekki skoðað myndefni úr öryggismyndavélum frá 2014. Steig fram árið 2018 Zhou, sem er 28 ára gömul, steig fram árið 2018 og sakaði Zhu Jun, þáttastjórnenda hjá ríkisreknu sjónvarpsstöðinni CCTV, um að káfa á sér og kyssa sig gegn vilja hennar árið 2014. Þá var hún í starfsnámi hjá CCTV. Frásögn hennar leiddi til þess að fjölmargar aðrar konur stigu fram með eigin frásagnir af kynferðisbrotum. Ákvörðunin þykir mikið högg fyrir hreyfingu sem er þegar undir miklum þrýstingi yfirvalda í Kína. Þar hafa ráðamenn haldið því fram að áköll eftir auknum réttindum kvenna eigi rætur að rekja í vesturlöndum og þeim sé ætlað að grafa undan stöðugleika í Kína. Mál Zhou beinir líka ljósi að áhyggjum forsvarsmanna Kommúnistaflokks Kína varðandi aktívisma og kvenréttindi. Í frétt Washington Post segir að umræða um ákvörðunina hafi verið ritskoðuð á kínverskum samfélagsmiðlum í gær. Þar að auki hafi samfélagsmiðlasíður þar sem fjallað var um kvenréttindi verið fjarlægðar í nótt. Þar að auki hafi örfáir kínverskir fjölmiðlar fjallað um úrskurðinn frá því í gær. Kína MeToo Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Fleiri fréttir Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Sjá meira
Í frétt Reuters segir að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ásakanir Zhou fullnægðu ekki kröfum um sönnunarbyrði. Fréttaveitan segir Zhou hafa rætt við stuðningsmenn sína eftir að niðurstaðan varð ljós. Þar sagðist hún vonsvikin og úrvinda. Hún sagðist ekki viss um að hún hefði styrk til að áfrýja ákvörðuninni og eiga aftur þrjú erfið ár, eins og þau síðustu þrjú hefðu verið. Seinna í gærkvöldi sendi hún þó út tilkynningu þar sem hún sagðist ætla að áfrýja málinu og þá sérstaklega vegna þess að dómurinn hafi ekki skoðað myndefni úr öryggismyndavélum frá 2014. Steig fram árið 2018 Zhou, sem er 28 ára gömul, steig fram árið 2018 og sakaði Zhu Jun, þáttastjórnenda hjá ríkisreknu sjónvarpsstöðinni CCTV, um að káfa á sér og kyssa sig gegn vilja hennar árið 2014. Þá var hún í starfsnámi hjá CCTV. Frásögn hennar leiddi til þess að fjölmargar aðrar konur stigu fram með eigin frásagnir af kynferðisbrotum. Ákvörðunin þykir mikið högg fyrir hreyfingu sem er þegar undir miklum þrýstingi yfirvalda í Kína. Þar hafa ráðamenn haldið því fram að áköll eftir auknum réttindum kvenna eigi rætur að rekja í vesturlöndum og þeim sé ætlað að grafa undan stöðugleika í Kína. Mál Zhou beinir líka ljósi að áhyggjum forsvarsmanna Kommúnistaflokks Kína varðandi aktívisma og kvenréttindi. Í frétt Washington Post segir að umræða um ákvörðunina hafi verið ritskoðuð á kínverskum samfélagsmiðlum í gær. Þar að auki hafi samfélagsmiðlasíður þar sem fjallað var um kvenréttindi verið fjarlægðar í nótt. Þar að auki hafi örfáir kínverskir fjölmiðlar fjallað um úrskurðinn frá því í gær.
Kína MeToo Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Fleiri fréttir Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Sjá meira