Juventus með stórsigur í Svíþjóð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. september 2021 21:21 Leikmenn Juventus fagna einu af þremur mörkum sínum í kvöld. Gaston Szerman/DeFodi Images via Getty Images Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í dag með átta leikjum. Juventus vann öruggan 3-0 útisigur gegn sænska liðinu Malmö og Villareal og Atalanta gerðu 2-2 jafntefli svo eitthvað sé nefnt. Í E-riðli gerðu Dynamo Kyiv og Benfica markalaust jafntefli og Bayern München vann öruggan 3-0 útisigur gegn Barcelona þar sem að markamaskínan Robert Lewandowski skoraði tvö mörk. Villareal og Atalanta gerðu 2-2 jafntefli í F-riðli þar sem að Remo Freuler kom Atalanta yfir strax á sjöttu mínútu áður en Manuel Trigueros jafnaði metin rétt fyrir hálfleik. Arnaut Danjuma kom Villareal í forystu stundarfjórðung fyrir leikslok, en Robin Gosens tryggði Atalanta eitt stig með marki á 83. mínútu. Francis Coquelin fékk að líta rauða spjaldið í liði Villareal mínútu síðar, en það kom ekki að sök. Í G-riðli urðu tvö jafntefli þegar að Sevilla og Salzburg skildu jöfn, 1-1, og Lille og Wolfsburg gerðu markalaust jafntefli. Alex Sandro kom Juventus yfir gegn Malmö á 23. mínútu í H-riðli áður en Paulo Dybala tvöfaldaði forystuna á lokamínútu venjulegs leiktíma fyrri hálfleiks af vítapunktinum. Alvaro Morata bætti þriðja markinu við í næstu sókn og þar við sat. Öll úrslit dagsins: E-riðill Barcelona 0-3 Bayern München Dynamo Kyiv 0-0 Benfica F-riðill Young Boys 2-1 Manchester United Villareal 2-2 Atalanta G-riðill Sevilla 1-1 Salzburg Lille 0-0 Wolfsburg H-riðill Chelsea 1-0 Zenit Malmö 0-3 Juventus Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Seinasta spyrna leiksins tryggði Young Boys sigur gegn United Manchester United gerði 1-1 jafntefli við svissneska liðið Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald. 14. september 2021 18:45 Chelsea hóf titilvörnina á sigri Evrópumeistarar Chelsea hófu titilvörn sína á heimavelli sínum á Stamford Bridge á móti rússnesku meisturunum í Zenit frá Sankti Pétursborg í kvöld. Romelu Lukaku skoraði eina mark leiksins er Chelsea vann 1-0. 14. september 2021 20:56 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Í E-riðli gerðu Dynamo Kyiv og Benfica markalaust jafntefli og Bayern München vann öruggan 3-0 útisigur gegn Barcelona þar sem að markamaskínan Robert Lewandowski skoraði tvö mörk. Villareal og Atalanta gerðu 2-2 jafntefli í F-riðli þar sem að Remo Freuler kom Atalanta yfir strax á sjöttu mínútu áður en Manuel Trigueros jafnaði metin rétt fyrir hálfleik. Arnaut Danjuma kom Villareal í forystu stundarfjórðung fyrir leikslok, en Robin Gosens tryggði Atalanta eitt stig með marki á 83. mínútu. Francis Coquelin fékk að líta rauða spjaldið í liði Villareal mínútu síðar, en það kom ekki að sök. Í G-riðli urðu tvö jafntefli þegar að Sevilla og Salzburg skildu jöfn, 1-1, og Lille og Wolfsburg gerðu markalaust jafntefli. Alex Sandro kom Juventus yfir gegn Malmö á 23. mínútu í H-riðli áður en Paulo Dybala tvöfaldaði forystuna á lokamínútu venjulegs leiktíma fyrri hálfleiks af vítapunktinum. Alvaro Morata bætti þriðja markinu við í næstu sókn og þar við sat. Öll úrslit dagsins: E-riðill Barcelona 0-3 Bayern München Dynamo Kyiv 0-0 Benfica F-riðill Young Boys 2-1 Manchester United Villareal 2-2 Atalanta G-riðill Sevilla 1-1 Salzburg Lille 0-0 Wolfsburg H-riðill Chelsea 1-0 Zenit Malmö 0-3 Juventus
E-riðill Barcelona 0-3 Bayern München Dynamo Kyiv 0-0 Benfica F-riðill Young Boys 2-1 Manchester United Villareal 2-2 Atalanta G-riðill Sevilla 1-1 Salzburg Lille 0-0 Wolfsburg H-riðill Chelsea 1-0 Zenit Malmö 0-3 Juventus
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Seinasta spyrna leiksins tryggði Young Boys sigur gegn United Manchester United gerði 1-1 jafntefli við svissneska liðið Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald. 14. september 2021 18:45 Chelsea hóf titilvörnina á sigri Evrópumeistarar Chelsea hófu titilvörn sína á heimavelli sínum á Stamford Bridge á móti rússnesku meisturunum í Zenit frá Sankti Pétursborg í kvöld. Romelu Lukaku skoraði eina mark leiksins er Chelsea vann 1-0. 14. september 2021 20:56 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Sjá meira
Seinasta spyrna leiksins tryggði Young Boys sigur gegn United Manchester United gerði 1-1 jafntefli við svissneska liðið Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald. 14. september 2021 18:45
Chelsea hóf titilvörnina á sigri Evrópumeistarar Chelsea hófu titilvörn sína á heimavelli sínum á Stamford Bridge á móti rússnesku meisturunum í Zenit frá Sankti Pétursborg í kvöld. Romelu Lukaku skoraði eina mark leiksins er Chelsea vann 1-0. 14. september 2021 20:56