Fylkismenn bara með tvö stig og eitt mark samanlagt síðustu 62 daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2021 16:01 Djair Parfitt-Williams er markahæsti leikmaður Fylkis í Pepsi Max deild karla í sumar en skoraði síðast í deildinni í maí. Vísir/Hulda Margrét Fylkismenn sitja í fallsæti í Pepsi Max deild karla í fótbolta þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Fylkir tapaði 2-0 á móti KA á Akureyrarvelli um helgina og var þetta fjórði tapleikurinn í röð hjá liðinu. Það sem er enn verra er að Árbæingar hafa ekki náð að skora eitt einasta mark í þessum fjórum leikjum. Nú eru liðnir tveir mánuðir frá síðasta sigurleik Fylkisliðsins sem var 2-1 sigur á KA 13. júlí síðastliðinn. Fylkir hefur spilað átta deildarleiki síðan þá en uppskeran er þó aðeins eitt mark. Það mark skoraði Orri Hrafn Kjartansson í 1-1 jafntefli á móti Keflavík 8. ágúst eða fyrir meira en einum mánuði síðan. Orri Hrafn hefur skorað tvö síðustu mörk Fylkismanna í Pepsi Max deildinni því hann skoraði einnig seinna markið í sigri á KA fyrir 62 dögum síðan. Í þessum átta leikjum hafa mótherjar Fylkismanna skorað tuttugu mörk þar af fimmtán mörk í röð án þess að Fylkisliðið hafi svarað fyrir sig. Fylkisliðið hefur náð 96 skotum í þessum átta síðustu leikjum samkvæmt tölfræði Wyscout en aðeins 23 þeirra hafa endað á marki. Fylkismenn náðu ekki að hitta markið í KA-leiknum um helgina. Á sama tíma hafa mótherjar liðsins náð 56 skotum á mark Fylkis þar af eru sjö skot KA-manna á laugardaginn. Markalíkur Fylkismanna í leikjunum átta (Xg) eru 11,6 og á því sést að Fylkismenn hafa fengið mun fleiri færi til skora meira en eitt mark á þessum tíma. Það segir kannski meira en mörg orð að markahæsti leikmaður Fylkismanna í sumar, Djair Parfitt-Williams, sem hefur skorað fimm mörk hefur ekki skorað í deildinni síðan 30. maí síðastliðinn. Mörk og markalíkur í síðustu átta leikjum Fylkis í Pepsi Max deild karla: (Tölfræði frá Wyscout) 0-1 tap á móti FH (xG: 1,49) 0-4 tap á móti KR (xG: 1,12) 0-0 jafntefli við Leikni (xG: 3,93) 1-1 jafntefli við Keflavík (xG: 2,44) 0-3 tap á móti Víkingi (xG: 1,46) 0-2 tap á móti Stjörnunni (xG: 0,54) 0-7 tap á móti Breiðabliki (xG: 0,27) 0-2 tap á móti KA (xG: 0,37) Fylkir Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira
Fylkir tapaði 2-0 á móti KA á Akureyrarvelli um helgina og var þetta fjórði tapleikurinn í röð hjá liðinu. Það sem er enn verra er að Árbæingar hafa ekki náð að skora eitt einasta mark í þessum fjórum leikjum. Nú eru liðnir tveir mánuðir frá síðasta sigurleik Fylkisliðsins sem var 2-1 sigur á KA 13. júlí síðastliðinn. Fylkir hefur spilað átta deildarleiki síðan þá en uppskeran er þó aðeins eitt mark. Það mark skoraði Orri Hrafn Kjartansson í 1-1 jafntefli á móti Keflavík 8. ágúst eða fyrir meira en einum mánuði síðan. Orri Hrafn hefur skorað tvö síðustu mörk Fylkismanna í Pepsi Max deildinni því hann skoraði einnig seinna markið í sigri á KA fyrir 62 dögum síðan. Í þessum átta leikjum hafa mótherjar Fylkismanna skorað tuttugu mörk þar af fimmtán mörk í röð án þess að Fylkisliðið hafi svarað fyrir sig. Fylkisliðið hefur náð 96 skotum í þessum átta síðustu leikjum samkvæmt tölfræði Wyscout en aðeins 23 þeirra hafa endað á marki. Fylkismenn náðu ekki að hitta markið í KA-leiknum um helgina. Á sama tíma hafa mótherjar liðsins náð 56 skotum á mark Fylkis þar af eru sjö skot KA-manna á laugardaginn. Markalíkur Fylkismanna í leikjunum átta (Xg) eru 11,6 og á því sést að Fylkismenn hafa fengið mun fleiri færi til skora meira en eitt mark á þessum tíma. Það segir kannski meira en mörg orð að markahæsti leikmaður Fylkismanna í sumar, Djair Parfitt-Williams, sem hefur skorað fimm mörk hefur ekki skorað í deildinni síðan 30. maí síðastliðinn. Mörk og markalíkur í síðustu átta leikjum Fylkis í Pepsi Max deild karla: (Tölfræði frá Wyscout) 0-1 tap á móti FH (xG: 1,49) 0-4 tap á móti KR (xG: 1,12) 0-0 jafntefli við Leikni (xG: 3,93) 1-1 jafntefli við Keflavík (xG: 2,44) 0-3 tap á móti Víkingi (xG: 1,46) 0-2 tap á móti Stjörnunni (xG: 0,54) 0-7 tap á móti Breiðabliki (xG: 0,27) 0-2 tap á móti KA (xG: 0,37)
Mörk og markalíkur í síðustu átta leikjum Fylkis í Pepsi Max deild karla: (Tölfræði frá Wyscout) 0-1 tap á móti FH (xG: 1,49) 0-4 tap á móti KR (xG: 1,12) 0-0 jafntefli við Leikni (xG: 3,93) 1-1 jafntefli við Keflavík (xG: 2,44) 0-3 tap á móti Víkingi (xG: 1,46) 0-2 tap á móti Stjörnunni (xG: 0,54) 0-7 tap á móti Breiðabliki (xG: 0,27) 0-2 tap á móti KA (xG: 0,37)
Fylkir Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira