Verðandi eiginmaður leikmanns Þróttar fékk nýjan fjórtán milljarða samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2021 13:31 T.J. Watt er lykilmaður hjá liði Pittsburgh Steelers. AP/Adrian Kraus T.J. Watt var mættur í slaginn með Pittsburgh Steelers liðinu í ameríska fótboltanum um helgina en hann gekk frá nýjum samningi í síðustu viku. Bandarískir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um þennan risasamning Watt sem er til fimm ára. Hann átti bara eitt ár eftir af samningi sínum en bætir nú fjórum árum við hann. Steelers, T.J. Watt agree to four-year extension worth more than $112 million. (via @RapSheet) pic.twitter.com/IJS70TGD7C— NFL (@NFL) September 9, 2021 Þessi fjögur viðbótarár munu gefa honum 112 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd en hann fékk 35 milljónir dollara fyrir að skrifa undir og þá er hann öruggur með áttatíu milljónir dala sama hvernig fer. 112 milljónir dollara eru 14,4 milljarðar í íslenskum krónum en Watt fékk 4,5 milljarða íslenskra króna bara fyrir að skrifa undir. Það er samt ekkert skrýtið að NFL félagið sé tilbúið að borga kappanum góð laun. T.J. Watt er er frábær varnarmaður og var kosinn mikilvægasti leikmaður Pittsburgh Steelers liðsins undanfarin tvö tímabil. Það er ljóst að sóknarmenn mótherjanna mega passa sig þegar þeir vita að Watt er á leiðinni en hann hefur meðal annars náð 49,5 leikstjórnendafellum síðan að byrjaði í deildinni árið 2017. Watt er líka með Íslandstengingu því unnusta hans er Dani Rhodes, leikmaður Þróttar í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Þau trúlofuðu sig skömmu áður en Dani flaug til Íslands þar sem hún hjálpaði Þróttaraliðinu að ná þriðja sæti í deildinni og komst í bikarúrslitaleikinn. Dani Rhodes hefur skorað 4 mörk í 9 leikjum í deild og bikar með Þrótti en kvennalið félagsins var að ná sínum besta árangri frá upphafi í sumar. Watt hefur þó ekki tíma til að heimsækja unnustuna til Íslands enda NFL-tímabilið komið á fulla ferð. NFL Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um þennan risasamning Watt sem er til fimm ára. Hann átti bara eitt ár eftir af samningi sínum en bætir nú fjórum árum við hann. Steelers, T.J. Watt agree to four-year extension worth more than $112 million. (via @RapSheet) pic.twitter.com/IJS70TGD7C— NFL (@NFL) September 9, 2021 Þessi fjögur viðbótarár munu gefa honum 112 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd en hann fékk 35 milljónir dollara fyrir að skrifa undir og þá er hann öruggur með áttatíu milljónir dala sama hvernig fer. 112 milljónir dollara eru 14,4 milljarðar í íslenskum krónum en Watt fékk 4,5 milljarða íslenskra króna bara fyrir að skrifa undir. Það er samt ekkert skrýtið að NFL félagið sé tilbúið að borga kappanum góð laun. T.J. Watt er er frábær varnarmaður og var kosinn mikilvægasti leikmaður Pittsburgh Steelers liðsins undanfarin tvö tímabil. Það er ljóst að sóknarmenn mótherjanna mega passa sig þegar þeir vita að Watt er á leiðinni en hann hefur meðal annars náð 49,5 leikstjórnendafellum síðan að byrjaði í deildinni árið 2017. Watt er líka með Íslandstengingu því unnusta hans er Dani Rhodes, leikmaður Þróttar í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Þau trúlofuðu sig skömmu áður en Dani flaug til Íslands þar sem hún hjálpaði Þróttaraliðinu að ná þriðja sæti í deildinni og komst í bikarúrslitaleikinn. Dani Rhodes hefur skorað 4 mörk í 9 leikjum í deild og bikar með Þrótti en kvennalið félagsins var að ná sínum besta árangri frá upphafi í sumar. Watt hefur þó ekki tíma til að heimsækja unnustuna til Íslands enda NFL-tímabilið komið á fulla ferð.
NFL Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira