Innlit í einstakt 38 fermetra smáhýsi Bjargar í Spakmannsspjörum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. september 2021 12:31 Vala Matt heimsótti Björgu Ingadóttur fatahönnuð. Ísland í dag Hinn margverðlaunaði hönnuður Björg Ingadóttir í Spaksmannsspjörum byggði ásamt manni sínum Finnboga Kristjánssyni pínulítið hús í sveitinni, þar sem hún kemur öllu fyrir sem hún þarf á að halda. Í þessu skemmtilega smáhýsi er allt einfalt en líka smekklegt og töff og allt útpælt. Húsið er í heildina 38 fermetrar og er innréttað með furu og svörtum lit sem kemur vel út saman. „Ég sá þetta hús á Facebook á þrjúhundruð þúsund og mér fannst það æði,“ segir Björg um söguna á bak við þetta verkefni hjónanna. Björg skoðaði húsið og þá var ekki aftur snúið. „Svo þegar það var komið hingað þá kom í ljós að það kostaði þrjúhundruð þúsund út af dottlu, það var rosa mikið sem þurfti að gera.“ Björg og Finnbogi byrjuðu á að klæða húsið að innan og utan og svo þurfti að draga nýtt rafmagn í það og skipta út gluggunum sem voru ónýtir. „Það sem hefur komið voðalega mikið á óvart, er hvað ég er ótrúlega ánægð í litla krútthúsinu mínu.“ Hver millimeter nýttur Þau hjónin hafa verið mjög úrræðagóð og búið til mjög sérstakt svæði fyrir utan húsið með nokkurs konar torfhleðslu þar sem þau fá skjól og þar eru þau einnig með útisturtu. Svo útbjuggu þau setbaðkar sem er snilld í svona litlu húsi og þau földu ísskápinn í einum veggnum í eldhúsinu. „Þetta er bara eins og í sníðagerð, maður nýtir efnið til hins ítrasta.“ Björg segir að það þurfi ekki stórt hús til að líða vel og njóta. „Maður þarf að liggja yfir hverjum einasta millimeter og hugsa, hvað þarf ég? Hér er enginn óþarfi en hér er ekkert sem mér finnst ekki fallegt.“ Vala Matt fór fyrir Ísland í dag í heimsókn í litla húsið hjá Björgu og Finnboga. Innlitið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ísland í dag - Pínulítið íbúðarhús Bjargar með allt sem þarf! Tíska og hönnun Hús og heimili Ísland í dag Tengdar fréttir Settu grill ofan í matarborðið á pallinum Matgæðingarnir Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal létu sérsmíða einstakt grill sem sett var ofan í miðjuna á matarborðinu á pallinum þeirra. Hjónin höfðu lengi látið sig dreyma um að vera með svona grillborð en létu á dögunum drauminn rætast. 6. september 2021 10:01 Hlöllafjölskyldan vinnur saman og býr öll í sama húsinu Þau vinna saman, búa saman í sama húsinu og gætu ekki hugsað sér hlutina öðruvísi. Hugsanlega eru þau samheldnasta fjölskylda Íslandssögunnar. 7. september 2021 13:01 Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Í þessu skemmtilega smáhýsi er allt einfalt en líka smekklegt og töff og allt útpælt. Húsið er í heildina 38 fermetrar og er innréttað með furu og svörtum lit sem kemur vel út saman. „Ég sá þetta hús á Facebook á þrjúhundruð þúsund og mér fannst það æði,“ segir Björg um söguna á bak við þetta verkefni hjónanna. Björg skoðaði húsið og þá var ekki aftur snúið. „Svo þegar það var komið hingað þá kom í ljós að það kostaði þrjúhundruð þúsund út af dottlu, það var rosa mikið sem þurfti að gera.“ Björg og Finnbogi byrjuðu á að klæða húsið að innan og utan og svo þurfti að draga nýtt rafmagn í það og skipta út gluggunum sem voru ónýtir. „Það sem hefur komið voðalega mikið á óvart, er hvað ég er ótrúlega ánægð í litla krútthúsinu mínu.“ Hver millimeter nýttur Þau hjónin hafa verið mjög úrræðagóð og búið til mjög sérstakt svæði fyrir utan húsið með nokkurs konar torfhleðslu þar sem þau fá skjól og þar eru þau einnig með útisturtu. Svo útbjuggu þau setbaðkar sem er snilld í svona litlu húsi og þau földu ísskápinn í einum veggnum í eldhúsinu. „Þetta er bara eins og í sníðagerð, maður nýtir efnið til hins ítrasta.“ Björg segir að það þurfi ekki stórt hús til að líða vel og njóta. „Maður þarf að liggja yfir hverjum einasta millimeter og hugsa, hvað þarf ég? Hér er enginn óþarfi en hér er ekkert sem mér finnst ekki fallegt.“ Vala Matt fór fyrir Ísland í dag í heimsókn í litla húsið hjá Björgu og Finnboga. Innlitið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ísland í dag - Pínulítið íbúðarhús Bjargar með allt sem þarf!
Tíska og hönnun Hús og heimili Ísland í dag Tengdar fréttir Settu grill ofan í matarborðið á pallinum Matgæðingarnir Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal létu sérsmíða einstakt grill sem sett var ofan í miðjuna á matarborðinu á pallinum þeirra. Hjónin höfðu lengi látið sig dreyma um að vera með svona grillborð en létu á dögunum drauminn rætast. 6. september 2021 10:01 Hlöllafjölskyldan vinnur saman og býr öll í sama húsinu Þau vinna saman, búa saman í sama húsinu og gætu ekki hugsað sér hlutina öðruvísi. Hugsanlega eru þau samheldnasta fjölskylda Íslandssögunnar. 7. september 2021 13:01 Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Settu grill ofan í matarborðið á pallinum Matgæðingarnir Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal létu sérsmíða einstakt grill sem sett var ofan í miðjuna á matarborðinu á pallinum þeirra. Hjónin höfðu lengi látið sig dreyma um að vera með svona grillborð en létu á dögunum drauminn rætast. 6. september 2021 10:01
Hlöllafjölskyldan vinnur saman og býr öll í sama húsinu Þau vinna saman, búa saman í sama húsinu og gætu ekki hugsað sér hlutina öðruvísi. Hugsanlega eru þau samheldnasta fjölskylda Íslandssögunnar. 7. september 2021 13:01