Norðurkóreskt varnarlið marseraði í hlífðarbúningum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2021 11:33 Rauða gæslan var íklædd appelsínugulum hlífðarbúningum við skrúðgönguna. EPA-EFE/KCNA Norður-Kórea fagnaði því að 73 ár eru liðin frá stofnun ríkisins í nótt með skrúðgöngu. Athygli hefur vakið að allir þeirra sem tóku þátt í skrúðgöngunni voru klæddir í appelsínugula hlífðarbúninga en engin flugskeyti voru til sýnis, sem gjarnan eru sýnd á slíkum viðburðum í Norður-Kóreu. Kim Jong Un, leiðtogi ríkisins, var viðstaddur viðburðinum þar sem meðlimir Rauðu gæslunnar, varnarliðs almennings í landinu, marséraði um Kim Il Sung torgið í höfuðborginni Pyongyang á miðnætti í nótt. Afmælinu var fagnað hátíðlega á Kim Il Sung torgi í Pyongyang í nótt.EPA-EFE/KCNA Rodong Sinmun, ríkisdagblað landsins, birti myndir af liðinu klætt í appelsínugula hlífðarbúninga með loftþéttar grímur fyrir vitum. Spekúlantar vilja meina að þetta sé tilraun landsins til að sýna að kórónuveirunni sé tekið alvarlega þar í landi. Einhver vopn voru til sýnis í skrúðgöngunni, til dæmis skammdrægar eldflaugar. Hvergi var þó hægt að sjá þær langdrægu, sem yfirvöld í Norður-Kóreu sýna gjarnan á slíkum viðburðum, til að sýna herafl sitt. Þá flutti Kim enga ræðu, annað en í fyrra þegar hann montaði sig af kjarnorkuáætlun landsins og sýndi ýmsar langdrægar eldflaugar á meðan á skrúðgöngunni stóð. Kim Jong Un var óhræddur við að taka í hendur félaga sinna uppi á stallinum.EPA-EFE/KCNA Þó svo að þeir sem tóku þátt í skrúðgöngunni væru klæddir í hlífðarbúningana var enginn þeirra þúsund gesta, sem voru viðstaddir skrúðgöngunni, bar grímu fyrir vitum. Þá sýndi myndefni frá skrúðgöngunni hvernig Kim tók í hendurnar á fólkinu í kring um sig án þess að hika. Norðurkóresk stjórnvöld hafa ekki gefið það út að nokkur hafi greinst smitaður af veirunni þar í landi en landamærum landsins hefur verið lokað og harðar sóttvarnaaðgerðir eru þar í gildi. Mannfjöldinn fagnar hér leiðtoganum.EPA-EFE/KCNA Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Kim Jong Un, leiðtogi ríkisins, var viðstaddur viðburðinum þar sem meðlimir Rauðu gæslunnar, varnarliðs almennings í landinu, marséraði um Kim Il Sung torgið í höfuðborginni Pyongyang á miðnætti í nótt. Afmælinu var fagnað hátíðlega á Kim Il Sung torgi í Pyongyang í nótt.EPA-EFE/KCNA Rodong Sinmun, ríkisdagblað landsins, birti myndir af liðinu klætt í appelsínugula hlífðarbúninga með loftþéttar grímur fyrir vitum. Spekúlantar vilja meina að þetta sé tilraun landsins til að sýna að kórónuveirunni sé tekið alvarlega þar í landi. Einhver vopn voru til sýnis í skrúðgöngunni, til dæmis skammdrægar eldflaugar. Hvergi var þó hægt að sjá þær langdrægu, sem yfirvöld í Norður-Kóreu sýna gjarnan á slíkum viðburðum, til að sýna herafl sitt. Þá flutti Kim enga ræðu, annað en í fyrra þegar hann montaði sig af kjarnorkuáætlun landsins og sýndi ýmsar langdrægar eldflaugar á meðan á skrúðgöngunni stóð. Kim Jong Un var óhræddur við að taka í hendur félaga sinna uppi á stallinum.EPA-EFE/KCNA Þó svo að þeir sem tóku þátt í skrúðgöngunni væru klæddir í hlífðarbúningana var enginn þeirra þúsund gesta, sem voru viðstaddir skrúðgöngunni, bar grímu fyrir vitum. Þá sýndi myndefni frá skrúðgöngunni hvernig Kim tók í hendurnar á fólkinu í kring um sig án þess að hika. Norðurkóresk stjórnvöld hafa ekki gefið það út að nokkur hafi greinst smitaður af veirunni þar í landi en landamærum landsins hefur verið lokað og harðar sóttvarnaaðgerðir eru þar í gildi. Mannfjöldinn fagnar hér leiðtoganum.EPA-EFE/KCNA
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira