Fyrrum troðslukóngur NBA-deildarinnar á tíunda degi á gjörgæslu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2021 08:01 Cedric Ceballos í leik með Phoenix Suns. Hann er nú á sínum tíunda degi á gjörgæslu. Getty Images Cedrid Ceballos fyrrum troðslukóngur NBA-deildarinnar hefur nú legið í tíu daga á gjörgæslu sökum kórónuveirunnar. Hann biður fólk um að biðja fyrir sér og segir baráttu sína hvergi nærri búna. Hinn 52 ára gamli Ceballos lék heilan áratug í NBA-deildinni í körfubolta. Hann gekk til liðs við Phoenix Suns árið 1990 og sigraði í hinni víðfrægu troðslukeppni árið 1992. Ceballos vann keppnina með því að troða blindandi. Árið 1994 hélt hann í borg Englanna, Los Angeles, og samdi við LA Lakers. Þar var hann í þrjú ár áður en hann fór aftur til Suns 1997 en var svo mættur til Dallas Mavericks ári síðar. Hann gekk í raðir Detroit Pistons árið 2000 og endaði svo NBA ferilinn hjá Detroit Pistons. Eftir það lék hann með fjölda liða, bæði í Bandaríkjunum sem og erlendis. Ber þar helst að nefna Harlem Globetrotters. Hann hefur nú birt hjartnæma færslu á Twitter þar sem hann óskar eftir því að fólk biðji fyrir sér og óski honum góðs bata. On my 10th day in ICU, COVID-19 is officially kicking my but, I am asking ALL family, friends , prayer warriors healers for your prayers and well wish for my recovery. If I have done and anything to you in the past , allow me to publicly apologize. My fight is not done ..Thx pic.twitter.com/r9QZBpfmEI— Cedric Ceballos (@cedceballos) September 7, 2021 „Er á mínum tíunda degi á gjörgæslu. Covid-19 er svo sannarlega að sparka í rassinn á mér en ég vil biðja fjölskyldu mína, vini baráttufólk og heilara um að biðja fyrir mér og óska mér góðs bata. Ef ég hef gert eitthvað á þinn kostnað í fortíðinni þá biðst ég hér opinberlega afsökunar. Baráttu minni er ekki lokið. Takk,“ segir Ceballos í færslu sinni á Twitter. Á ferli sínum í NBA skoraði Ceballos 8693 stig eða 14,3 að meðaltali í leik. Hann tók 3258 fráköst eða 5,3 í leik og gaf 723 stoðsendingar eða 1,2 í leik að meðaltali. Körfubolti NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Hinn 52 ára gamli Ceballos lék heilan áratug í NBA-deildinni í körfubolta. Hann gekk til liðs við Phoenix Suns árið 1990 og sigraði í hinni víðfrægu troðslukeppni árið 1992. Ceballos vann keppnina með því að troða blindandi. Árið 1994 hélt hann í borg Englanna, Los Angeles, og samdi við LA Lakers. Þar var hann í þrjú ár áður en hann fór aftur til Suns 1997 en var svo mættur til Dallas Mavericks ári síðar. Hann gekk í raðir Detroit Pistons árið 2000 og endaði svo NBA ferilinn hjá Detroit Pistons. Eftir það lék hann með fjölda liða, bæði í Bandaríkjunum sem og erlendis. Ber þar helst að nefna Harlem Globetrotters. Hann hefur nú birt hjartnæma færslu á Twitter þar sem hann óskar eftir því að fólk biðji fyrir sér og óski honum góðs bata. On my 10th day in ICU, COVID-19 is officially kicking my but, I am asking ALL family, friends , prayer warriors healers for your prayers and well wish for my recovery. If I have done and anything to you in the past , allow me to publicly apologize. My fight is not done ..Thx pic.twitter.com/r9QZBpfmEI— Cedric Ceballos (@cedceballos) September 7, 2021 „Er á mínum tíunda degi á gjörgæslu. Covid-19 er svo sannarlega að sparka í rassinn á mér en ég vil biðja fjölskyldu mína, vini baráttufólk og heilara um að biðja fyrir mér og óska mér góðs bata. Ef ég hef gert eitthvað á þinn kostnað í fortíðinni þá biðst ég hér opinberlega afsökunar. Baráttu minni er ekki lokið. Takk,“ segir Ceballos í færslu sinni á Twitter. Á ferli sínum í NBA skoraði Ceballos 8693 stig eða 14,3 að meðaltali í leik. Hann tók 3258 fráköst eða 5,3 í leik og gaf 723 stoðsendingar eða 1,2 í leik að meðaltali.
Körfubolti NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira