Segist ekki taka sálina hjá neinum en hann mun taka lappirnar undan þér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2021 08:00 Novak Djokovic mun þreyta þig þangað til þú getur ekki lengur staðið í lappirnar. Matthew Stockman/Getty Images Novak Djokovic er komin í átta manna úrslit Opna bandaríska meistaramótsins í tennis eftir sigur á Jenson Brooksby. Hann var í skemmtilegu viðtali eftir leik. Djokovic lenti í stökustu vandræðum með Brooksby sem jarðaði Serbann í fyrsta setti leiksins, 6-1. Djokovic kom til baka og vann næstu þrjú sett, 6-3, 6-2 og 6-2, til að tryggja sér sæti í 8 manna úrslitum. Leikurinn var tók nærri þrjár klukkustundir. Takist Djokovic að landa sigri á Opna bandaríska verður það hans 21 risatitill sem er met í karlaflokki. „Það eru 16 ár síðan ég steig fyrst fæti á aðalvöllinn á risamóti. Þetta hefur verið frábær ferð. Það er erfitt að horfa til baka og hugsa um hverju maður hefur áorkað þegar maður er enn í rútunni á leiðinni á leiðarenda. Auðvitað kann ég þó að meta hvert skref sem ég hef tekið á þessari vegferð,“ sagði Djokovic spekingslegur. Hann var léttari í lund þegar hann var spurður út í tíst sem Andy Roddick, fyrrum atvinnumaður í tennis og góðvinur Djokovic, birti á Twitter-síðu sinni. First he takes your legs . Then he takes your soul— andyroddick (@andyroddick) September 7, 2021 „Fyrst tekur hann lappirnar undan þér … og svo tekur hann sál þína,“ sagði Roddick í gríni um hvernig það væri að spila við Djokovic. „Takk Andy, ég tek þessu sem hrósi. Aðeins fyrri hlutanum samt, síðari hlutinn er ekki réttur þar sem ég tek ekki sálina hjá neinum. Allir hafa sína eigin sál, við erum öll fallegar sálir og ég kann að meta þær allar,“ sagði Djokovic við mikið lófaklapp áhorfenda. „En ég mun taka lappirnar undan þér, það er öruggt,“ bætti hinn 34 ára gamli Djokovic við að lokum. I don t take anybody s soul. We re all beautiful souls. But I ll take your legs out, that s for sure. The mentality of Novak Djokovic pic.twitter.com/aEwuUM5Nt1— ESPN (@espn) September 7, 2021 Tennis Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira
Djokovic lenti í stökustu vandræðum með Brooksby sem jarðaði Serbann í fyrsta setti leiksins, 6-1. Djokovic kom til baka og vann næstu þrjú sett, 6-3, 6-2 og 6-2, til að tryggja sér sæti í 8 manna úrslitum. Leikurinn var tók nærri þrjár klukkustundir. Takist Djokovic að landa sigri á Opna bandaríska verður það hans 21 risatitill sem er met í karlaflokki. „Það eru 16 ár síðan ég steig fyrst fæti á aðalvöllinn á risamóti. Þetta hefur verið frábær ferð. Það er erfitt að horfa til baka og hugsa um hverju maður hefur áorkað þegar maður er enn í rútunni á leiðinni á leiðarenda. Auðvitað kann ég þó að meta hvert skref sem ég hef tekið á þessari vegferð,“ sagði Djokovic spekingslegur. Hann var léttari í lund þegar hann var spurður út í tíst sem Andy Roddick, fyrrum atvinnumaður í tennis og góðvinur Djokovic, birti á Twitter-síðu sinni. First he takes your legs . Then he takes your soul— andyroddick (@andyroddick) September 7, 2021 „Fyrst tekur hann lappirnar undan þér … og svo tekur hann sál þína,“ sagði Roddick í gríni um hvernig það væri að spila við Djokovic. „Takk Andy, ég tek þessu sem hrósi. Aðeins fyrri hlutanum samt, síðari hlutinn er ekki réttur þar sem ég tek ekki sálina hjá neinum. Allir hafa sína eigin sál, við erum öll fallegar sálir og ég kann að meta þær allar,“ sagði Djokovic við mikið lófaklapp áhorfenda. „En ég mun taka lappirnar undan þér, það er öruggt,“ bætti hinn 34 ára gamli Djokovic við að lokum. I don t take anybody s soul. We re all beautiful souls. But I ll take your legs out, that s for sure. The mentality of Novak Djokovic pic.twitter.com/aEwuUM5Nt1— ESPN (@espn) September 7, 2021
Tennis Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira