Mourinho við Xhaka: Farðu í bólusetningu Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 11:30 Mourinho reyndi að fá Xhaka til Roma í sumar. Hann hefur nú hvatt hann til að fara í bólusetningu. Glyn Kirk - Pool/Getty Images Granit Xhaka, leikmaður Arsenal og svissneska karlalandsliðsins í fótbolta, greindist með kórónuveiruna í vikunni. Knattspyrnusamband Sviss greindi frá því að hann væri óbólusettur en José Mourinho, þjálfari Roma, sem reyndi að fá Xhaka í sínar raðir í sumar hefur hvatt hann til að láta sprauta sig. Xhaka var mikið orðaður við Roma í sumar en endaði á því að skrifa undir nýjan samning við Arsenal. Hann, líkt og aðrir leikmenn enska liðsins, hefur sætt gagnrýni í upphafi tímabils en Arsenal er stigalaust á botni ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki skorað mark. Xhaka hlakkaði eflaust til að breyta um umhverfi og spila með landsliði sínu en ljóst er að hann mun ekki taka þátt í landsleikjum Sviss í yfirstandandi landsleikjaglugga. Hann greindist með COVID-19 í aðdraganda æfingaleiks við Grikkland í vikunni og mun missa af leikjum liðsins við Ítalíu á sunnudag og Norður-Írland á miðvikudag í undankeppni HM 2022. Þegar Svissneska knattspyrnusambandið greindi frá því smiti Xhaka í fyrradag var jafnframt tekið fram að hann væri ekki bólusettur. Hann er eini landsliðsmaður Svisslendinga sem er það ekki. Jose Mourinho comments on Granit Xhaka s latest Instagram post encouraging the Arsenal midfielder to get vaccinated against COVID-19. #AFC pic.twitter.com/pGy5C4X2ig— Chris Wheatley (@ChrisWheatley_) September 3, 2021 „Við mæltum með því við alla leikmenn að láta bólusetja sig. En hann tók þessa ákvörðun persónulega, og það er hans réttur að neita bólusetningu.“ sagði Adrian Arnold, upplýsingafulltrúi svissneska landsliðsins. Xhaka sætti gagnrýni fyrir að vera ekki bólusettur en Dominique Blanc, forseti svissneska knattspyrnusambandsins, fordæmdi þá gagnrýni: „Við stöndum fyrir virðingu og umburðarlyndi. Við fordæmum því fjandskapinn sem Granit Xhaka hefur sætt fyrir að vera ekki bólusettur.“ Chris Wheatley, blaðamaður sem sérhæfir sig í öllu sem viðkemur Arsenal, benti á ummæli sem José Mourinho, þjálfari Roma, lét undir nýlegustu færslu Xhaka á samfélagsmiðlinum Instagram. „Fáðu þér sprautuna Granit og vertu öruggur,“ sagði Mourinho í ummælum sem Xhaka svaraði: „Þakka þér herra.“ Töluvert er í næsta leik Xhaka, jafnvel þó hann jafni sig fljótt af smitinu. Hann missir af næsta deildarleik Arsenal eftir að hafa verið vísað af velli í 5-0 tapi liðsins fyrir Manchester City fyrir landsleikjahléið. Ítalski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Sjá meira
Xhaka var mikið orðaður við Roma í sumar en endaði á því að skrifa undir nýjan samning við Arsenal. Hann, líkt og aðrir leikmenn enska liðsins, hefur sætt gagnrýni í upphafi tímabils en Arsenal er stigalaust á botni ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki skorað mark. Xhaka hlakkaði eflaust til að breyta um umhverfi og spila með landsliði sínu en ljóst er að hann mun ekki taka þátt í landsleikjum Sviss í yfirstandandi landsleikjaglugga. Hann greindist með COVID-19 í aðdraganda æfingaleiks við Grikkland í vikunni og mun missa af leikjum liðsins við Ítalíu á sunnudag og Norður-Írland á miðvikudag í undankeppni HM 2022. Þegar Svissneska knattspyrnusambandið greindi frá því smiti Xhaka í fyrradag var jafnframt tekið fram að hann væri ekki bólusettur. Hann er eini landsliðsmaður Svisslendinga sem er það ekki. Jose Mourinho comments on Granit Xhaka s latest Instagram post encouraging the Arsenal midfielder to get vaccinated against COVID-19. #AFC pic.twitter.com/pGy5C4X2ig— Chris Wheatley (@ChrisWheatley_) September 3, 2021 „Við mæltum með því við alla leikmenn að láta bólusetja sig. En hann tók þessa ákvörðun persónulega, og það er hans réttur að neita bólusetningu.“ sagði Adrian Arnold, upplýsingafulltrúi svissneska landsliðsins. Xhaka sætti gagnrýni fyrir að vera ekki bólusettur en Dominique Blanc, forseti svissneska knattspyrnusambandsins, fordæmdi þá gagnrýni: „Við stöndum fyrir virðingu og umburðarlyndi. Við fordæmum því fjandskapinn sem Granit Xhaka hefur sætt fyrir að vera ekki bólusettur.“ Chris Wheatley, blaðamaður sem sérhæfir sig í öllu sem viðkemur Arsenal, benti á ummæli sem José Mourinho, þjálfari Roma, lét undir nýlegustu færslu Xhaka á samfélagsmiðlinum Instagram. „Fáðu þér sprautuna Granit og vertu öruggur,“ sagði Mourinho í ummælum sem Xhaka svaraði: „Þakka þér herra.“ Töluvert er í næsta leik Xhaka, jafnvel þó hann jafni sig fljótt af smitinu. Hann missir af næsta deildarleik Arsenal eftir að hafa verið vísað af velli í 5-0 tapi liðsins fyrir Manchester City fyrir landsleikjahléið.
Ítalski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Sjá meira