Sárnar meðhöndlun Barcelona á hans málum: „Ég er ekki heimskur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 10:46 Emerson þegar hann var kynntur til leiks sem nýr leikmaður Barcelona fyrir mánuði síðan. David Ramirez/DAX Images/NurPhoto via Getty Images Brasilíski hægri bakvörðurinn Emerson Royal var óvænt keyptur til Tottenham Hotspur á Englandi frá spænska liðinu Barcelona á lokadegi félagsskiptagluggans á þriðjudag. Emerson var keyptur til Börsunga fyrr í sumar og sárnar meðhöndlun þeirra á hans málum. Emerson var keyptur til bæði Barcelona og Real Betis frá Atlético Mineiro í Brasilíu árið 2019. Hann spilaði með Betis fram til ársins í ár en Barcelona átti rétt á að kaupa hann. Félagið borgaði Betis níu milljónir evra fyrir hann í sumar. Hann spilaði fyrstu þrjá deildarleiki liðsins á leiktíðinni, en Barcelona er með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina jafnt fimm öðrum liðum á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. Emerson var svo óvænt seldur til Tottenham seint á lokadegi félagsskiptagluggans fyrir 25 milljónir evra. Barcelona græddi þar 16 milljónir evra eftir kaupin fyrr í sumar en félagið er skuldum vafið, líkt og fjallað hefur verið um í sumar. Emerson dreymdi um að spila fyrir félagið og sárnar að hafa farið. „Mér sárnaði meðhöndlun Barca á mér. Það er ljóst að þegar þeir keyptu mig hugsuðu þeir um að selja mig. Ég sagði þeim ítrekað að draumur minn væri að spila hér, en ég er ekki heimskur. Þeir sögðu falleg orð, en vildu mig burt. Ég fór vegna þess að ég vildi ekki áfram og vera leiður hjá félagi sem ég elskaði,“ hefur spænski miðillinn Marca eftir Emerson. Emerson kemur til með að veita Íranum Matt Doherty samkeppni um hægri bakvarðarstöðuna hjá Tottenham. Serge Aurier var leystur undan samningi hjá félaginu samhliða því sem Emerson var keyptur. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik þegar Tottenham mætir Crystal Palace 11. september næst komandi. Tottenham er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjá 1-0 sigra í upphafi móts. Spænski boltinn Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ Sjá meira
Emerson var keyptur til bæði Barcelona og Real Betis frá Atlético Mineiro í Brasilíu árið 2019. Hann spilaði með Betis fram til ársins í ár en Barcelona átti rétt á að kaupa hann. Félagið borgaði Betis níu milljónir evra fyrir hann í sumar. Hann spilaði fyrstu þrjá deildarleiki liðsins á leiktíðinni, en Barcelona er með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina jafnt fimm öðrum liðum á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. Emerson var svo óvænt seldur til Tottenham seint á lokadegi félagsskiptagluggans fyrir 25 milljónir evra. Barcelona græddi þar 16 milljónir evra eftir kaupin fyrr í sumar en félagið er skuldum vafið, líkt og fjallað hefur verið um í sumar. Emerson dreymdi um að spila fyrir félagið og sárnar að hafa farið. „Mér sárnaði meðhöndlun Barca á mér. Það er ljóst að þegar þeir keyptu mig hugsuðu þeir um að selja mig. Ég sagði þeim ítrekað að draumur minn væri að spila hér, en ég er ekki heimskur. Þeir sögðu falleg orð, en vildu mig burt. Ég fór vegna þess að ég vildi ekki áfram og vera leiður hjá félagi sem ég elskaði,“ hefur spænski miðillinn Marca eftir Emerson. Emerson kemur til með að veita Íranum Matt Doherty samkeppni um hægri bakvarðarstöðuna hjá Tottenham. Serge Aurier var leystur undan samningi hjá félaginu samhliða því sem Emerson var keyptur. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik þegar Tottenham mætir Crystal Palace 11. september næst komandi. Tottenham er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjá 1-0 sigra í upphafi móts.
Spænski boltinn Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ Sjá meira