Oddvitaáskorunin: Varð snemma róttækur Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2021 15:02 www.danielstarrason.com Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Haraldur Ingi Haraldsson leiðir lista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Haraldur Ingi er borin og barnfæddur Akureyringur. Hann ólst upp á Syðri-Brekkunni í miklum krakkaskara sem iðkaði allskyns leiki og íþróttir fram eftir aldri. Hann var snemma róttækur og sannfærður um nauðsyn þess að skapa annarskonar samfélagsgerð en kapítalismi nýfrjálshyggjunnar gerir. Samfélag samhyggju í stað sérhyggju. Hann stundaði nám í sagnfræði og myndlist og hefur síðan unnið fjölbreyttustu störf. Sem dæmi má taka Bókaútgáfu, forstöðumennsku listasafnsins á Akureyri, kennslu við grunnskóla, við kræklingarækt, uppbyggingu og rekstur internetskerfis í litlu bæjarfélagi og verkefnastjórn hjá Akureyrarbæ þar sem hann vinnur nú. Og nú er Haraldur Ingi í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn. „Ég er kominn til að vera þjónn kjósenda og færa almannavilja inn á Alþingi. Hvorutveggja hefur skort mikið á. Ég vil leggja mig allan fram um að taka þátt í því mikla verkefni að byggja upp nýtt Ísland eftir nýfrjálshyggjutímann. Með hreyfingunni, með félögum mínum í flokknum og öllum landsmönnum.” Klippa: Oddvitaáskorun - Haraldur Ingi Haraldsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Við Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Hvað færðu þér í bragðaref? Ekkert. Uppáhalds bók? Íslandsklukkan eftir Halldór K Laxnes. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Beast of Burden með Bette Midler (ekki Stones). Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Þar sem börnin mín eru. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Las „The Case for the Green New Deal“ eftir Ann Pettifor og „The Deficit Myth“ eftir Stephanie Kelton. Hvað tekur þú í bekk? Ég tek á honum stóra mínum. www.danielstarrason.com Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Skola fyrir bursta á eftir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Lítið skáld á grænni grein. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Upp með hendur! Uppáhalds tónlistarmaður? Bob Dylan. www.danielstarrason.com Besti fimmaurabrandarinn? Hvað er líkt með krókódíl? Hann hvorki hjólar. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég ákvað að hætta að halda með Kábojum og fór að halda með indjánum. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Það er ekki einn einstaklingur heldur samvinna fólks í gegnum söguna sem hefur haft ódrepandi þrek og þor til að berjast fyrir réttlæti og betri heimi. Besta íslenska Eurovision-lagið? „Gleðibankinn“ að sjálfsögðu. Síðan hefur öllu farið aftur. Besta frí sem þú hefur farið í? Ég fer reglulega að passa barnabörnin. Toppar það ekkert. Uppáhalds þynnkumatur? Patat met pindasaus. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Ekki enn komist í tæri við það. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Þú ert rekinn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Stofnun trúfélagsins „Hannes gormur“. Rómantískasta uppátækið? Yndisleg stúlka sem ég hitti margt fyrir löngu gleymdi hvítri afskaplega fallegri blússu hjá mér. Ég sendi henni blússuna til baka í pósti og vafði rauðri rós inn í hana. Pakkinn leit mjög vel út þegar hann fór frá mér en á leiðarenda var rósinn öll í henglum og blússan ónýt. Það þarf varla að orðlengja það að þetta uppátæki varð ekki til þess að rækta sambandið . Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Safaríkur kjúlingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira
Haraldur Ingi Haraldsson leiðir lista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Haraldur Ingi er borin og barnfæddur Akureyringur. Hann ólst upp á Syðri-Brekkunni í miklum krakkaskara sem iðkaði allskyns leiki og íþróttir fram eftir aldri. Hann var snemma róttækur og sannfærður um nauðsyn þess að skapa annarskonar samfélagsgerð en kapítalismi nýfrjálshyggjunnar gerir. Samfélag samhyggju í stað sérhyggju. Hann stundaði nám í sagnfræði og myndlist og hefur síðan unnið fjölbreyttustu störf. Sem dæmi má taka Bókaútgáfu, forstöðumennsku listasafnsins á Akureyri, kennslu við grunnskóla, við kræklingarækt, uppbyggingu og rekstur internetskerfis í litlu bæjarfélagi og verkefnastjórn hjá Akureyrarbæ þar sem hann vinnur nú. Og nú er Haraldur Ingi í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn. „Ég er kominn til að vera þjónn kjósenda og færa almannavilja inn á Alþingi. Hvorutveggja hefur skort mikið á. Ég vil leggja mig allan fram um að taka þátt í því mikla verkefni að byggja upp nýtt Ísland eftir nýfrjálshyggjutímann. Með hreyfingunni, með félögum mínum í flokknum og öllum landsmönnum.” Klippa: Oddvitaáskorun - Haraldur Ingi Haraldsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Við Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Hvað færðu þér í bragðaref? Ekkert. Uppáhalds bók? Íslandsklukkan eftir Halldór K Laxnes. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Beast of Burden með Bette Midler (ekki Stones). Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Þar sem börnin mín eru. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Las „The Case for the Green New Deal“ eftir Ann Pettifor og „The Deficit Myth“ eftir Stephanie Kelton. Hvað tekur þú í bekk? Ég tek á honum stóra mínum. www.danielstarrason.com Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Skola fyrir bursta á eftir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Lítið skáld á grænni grein. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Upp með hendur! Uppáhalds tónlistarmaður? Bob Dylan. www.danielstarrason.com Besti fimmaurabrandarinn? Hvað er líkt með krókódíl? Hann hvorki hjólar. Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég ákvað að hætta að halda með Kábojum og fór að halda með indjánum. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Það er ekki einn einstaklingur heldur samvinna fólks í gegnum söguna sem hefur haft ódrepandi þrek og þor til að berjast fyrir réttlæti og betri heimi. Besta íslenska Eurovision-lagið? „Gleðibankinn“ að sjálfsögðu. Síðan hefur öllu farið aftur. Besta frí sem þú hefur farið í? Ég fer reglulega að passa barnabörnin. Toppar það ekkert. Uppáhalds þynnkumatur? Patat met pindasaus. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Ekki enn komist í tæri við það. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Þú ert rekinn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Stofnun trúfélagsins „Hannes gormur“. Rómantískasta uppátækið? Yndisleg stúlka sem ég hitti margt fyrir löngu gleymdi hvítri afskaplega fallegri blússu hjá mér. Ég sendi henni blússuna til baka í pósti og vafði rauðri rós inn í hana. Pakkinn leit mjög vel út þegar hann fór frá mér en á leiðarenda var rósinn öll í henglum og blússan ónýt. Það þarf varla að orðlengja það að þetta uppátæki varð ekki til þess að rækta sambandið .
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Safaríkur kjúlingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira