„Er hann þá ekki svolítið búinn að missa hópinn?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2021 11:30 Fylkiskonur hafa átt strembið sumar. Vísir/Bára Dröfn „Leikirnir þeirra eru að hleypast upp í allt of mikla kaós,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna, um lið Fylkis eftir 1-0 tap liðsins fyrir Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Fylkiskonur eru í mikilli fallhættu. „Það eru rosalega mörg færi í leikjunum þeirra, ég meina síðasti leikurinn þeirra fór 4-3 á móti Selfossi á heimavelli, þessi leikur vissulega fer bara 1-0 en það hefðu getað verið mun stærri tölur.“ segir Margrét Lára. Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna, tekur í svipaðan streng: „Það hefðu getað verið 3-4 mörk,“ Fylkir er sem stendur í níunda sæti af tíu liðum með tólf stig eftir 15 leiki. Liðið er aðeins stigi fyrir ofan botnlið Tindastóls en þó aðeins stigi á eftir liði Keflavíkur sem er í öruggu sæti og fjórum á eftir ÍBV sem er í sjöunda sæti. Þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir benti á að félagið hefði misst Berglindi Rós Ágústsdóttur sem fór í atvinnumennsku í Svíþjóð en það afsakaði þó ekki hvernig liðið spilar. „Þær voru í því í þessum leik til dæmis. Þær gerðu ekkert nema senda langa bolta fram og Þórhildur átti að hlaupa ein, það var eiginlega engin með henni, og hvað átti hún að gera ein gegn þeim þremur sterkum í vörninni?“ sagði Sonný Lára. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Fylkir Vangaveltur hafa verið um framtíð Kjartans Stefánssonar í stjórastólnum hjá Fylki. Í lok síðasta mánaðar sagðist hann hafa ætlað að hætta með liðið en dregið það svo til baka og kvaðst ætla að vera áfram. „Eins og Kjartan segir, hann fær á tilfinninguna að þær þurfi eitthvað nýtt, og ætlar að stíga frá - en samt er hann áfram, er hann þá ekki búinn að missa svolítið hópinn?“ spyr Sonný. „Þetta er allavega ekki sannfærandi og það er ekki mikil trú í þessu,“ tekur Margrét Lára undir mér Sonný Láru. Hún fagnar þó að Fjolla Shala hafi tekið yfir Fylkisliðið inni á vellinum og hafi sýnt leiðtogahæfileika sína. Efasemdir komu engu að síður fram um liðsheild og baráttuanda í Árbænum. Frekari umræðu um Fylkisliðið má sjá í spilaranum að ofan en þær Margrét, Sonný og Helena virtust sammála um að Kjartan væri sá rétti til að færa þetta Fylkislið áfram. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Fylkir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„Það eru rosalega mörg færi í leikjunum þeirra, ég meina síðasti leikurinn þeirra fór 4-3 á móti Selfossi á heimavelli, þessi leikur vissulega fer bara 1-0 en það hefðu getað verið mun stærri tölur.“ segir Margrét Lára. Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna, tekur í svipaðan streng: „Það hefðu getað verið 3-4 mörk,“ Fylkir er sem stendur í níunda sæti af tíu liðum með tólf stig eftir 15 leiki. Liðið er aðeins stigi fyrir ofan botnlið Tindastóls en þó aðeins stigi á eftir liði Keflavíkur sem er í öruggu sæti og fjórum á eftir ÍBV sem er í sjöunda sæti. Þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir benti á að félagið hefði misst Berglindi Rós Ágústsdóttur sem fór í atvinnumennsku í Svíþjóð en það afsakaði þó ekki hvernig liðið spilar. „Þær voru í því í þessum leik til dæmis. Þær gerðu ekkert nema senda langa bolta fram og Þórhildur átti að hlaupa ein, það var eiginlega engin með henni, og hvað átti hún að gera ein gegn þeim þremur sterkum í vörninni?“ sagði Sonný Lára. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Fylkir Vangaveltur hafa verið um framtíð Kjartans Stefánssonar í stjórastólnum hjá Fylki. Í lok síðasta mánaðar sagðist hann hafa ætlað að hætta með liðið en dregið það svo til baka og kvaðst ætla að vera áfram. „Eins og Kjartan segir, hann fær á tilfinninguna að þær þurfi eitthvað nýtt, og ætlar að stíga frá - en samt er hann áfram, er hann þá ekki búinn að missa svolítið hópinn?“ spyr Sonný. „Þetta er allavega ekki sannfærandi og það er ekki mikil trú í þessu,“ tekur Margrét Lára undir mér Sonný Láru. Hún fagnar þó að Fjolla Shala hafi tekið yfir Fylkisliðið inni á vellinum og hafi sýnt leiðtogahæfileika sína. Efasemdir komu engu að síður fram um liðsheild og baráttuanda í Árbænum. Frekari umræðu um Fylkisliðið má sjá í spilaranum að ofan en þær Margrét, Sonný og Helena virtust sammála um að Kjartan væri sá rétti til að færa þetta Fylkislið áfram.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Fylkir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira