Allar United treyjur uppseldar hjá Jóa útherja | Fær Ronaldo sjöuna? Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2021 21:31 Ronaldo var númer sjö er hann lék með Manchester United frá 2003 til 2009. Manchester United via Getty Images Íþróttavöruverslunin Jói útherji greindi frá því síðdegis í dag að Manchester United treyjur til sölu í versluninni væru uppseldar. Margur virðist hafa tryggt sér treyju eftir að tilkynnt var um komu Cristiano Ronaldo til félagsins. United greindi frá því í dag að félagið hefði náð samkomulagi við ítalska liðið Juventus um kaup á Ronaldo. Aðeins fáein formatriði virðast eftir áður gengið verður endanlega frá skiptum hans til Manchester. Ronaldo er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins en hann lék með liðinu frá 2003 til 2009. Hann var valinn besti leikmaður heims árið 2008 og besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar 2007 og 2008. Áhuginn er mikill á skiptum Ronaldo og virðast íslenskir stuðningsmenn United hafa flykkst í stórum stíl í Jóa útherja í dag. Greint er frá því á Facebook-síðu verslunarinnar að allar Manchester United treyjur væru uppseldar um klukkan hálf sex í kvöld, einum og hálfum klukkutíma eftir að tilkynnt var um skipti Ronaldo til United. Hvaða treyjunúmer fær Ronaldo? Áhugavert væri að vita hvort og þá hvað stuðningsmenn félagsins hafa prentað á treyjuna. Ronaldo er þekktur fyrir að leika í treyju númer 7, líkt og hann gerði á fyrri tíma sínum hjá félaginu. Edinson Cavani ber þá tölu hins vegar sem stendur og alls óvíst hvort Ronaldo geti fengið sjöuna. Annað hvort myndi Cavani þurfa að yfirgefa félagið áður en Ronaldo yrði úthlutað treyjunúmeri, eða að enska úrvalsdeildin þyrfti að samþykkja sérstaka umsókn Manchester United um númerabreytingu. Slíkt umsókn hefur ekki verið samþykkt áður ef marka má Dale Johnson, blaðamann á ESPN. Premier League rule M.5 clearly states that Edinson Cavani must keep the No. 7 shirt for the whole season. If Cristiano Ronaldo wants the No. 7 shirt, Cavani must leave. Or United must get special dispensation from the PL board, which has never before been granted. #mufc— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) August 27, 2021 Ronaldo hefur borið aðrar tölur á ferlinum. Hann var númer 9 eftir komuna til Real Madrid þar sem Raúl González, þáverandi fyrirliði liðsins, bar sjöuna. Ronaldo fékk hana eftir brottför Raúls til Schalke. Ronaldo var þá númer 17 í upphafi ferils síns með portúgalska landsliðinu þar sem goðsögnin Luis Figo var með sjöuna. Báðar tölur eru hins vegar uppteknar, rétt eins og sjöan, hjá Manchester United. Anthony Martial ber treyju númer 9 og Fred númer 17. Treyja númer 28 er hins vegar laus, en þá tölu bar Ronaldo á bakinu er hann hóf feril sinn með Sporting Lissabon, áður en hann skipti til Manchester United árið 2003. Facundo Pellestri er skráður fyrir því númeri en hann er á útláni hjá Deportivo Alavés á Spáni. Vel má vera að Cavani sé á förum vegna komu Ronaldos, sem mun eflaust leika sem fremsti maður hjá United. Leiktími þess úrúgvæska mun vegna þess eflaust vera af skornum skammti. Enski boltinn Verslun Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Sjá meira
United greindi frá því í dag að félagið hefði náð samkomulagi við ítalska liðið Juventus um kaup á Ronaldo. Aðeins fáein formatriði virðast eftir áður gengið verður endanlega frá skiptum hans til Manchester. Ronaldo er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins en hann lék með liðinu frá 2003 til 2009. Hann var valinn besti leikmaður heims árið 2008 og besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar 2007 og 2008. Áhuginn er mikill á skiptum Ronaldo og virðast íslenskir stuðningsmenn United hafa flykkst í stórum stíl í Jóa útherja í dag. Greint er frá því á Facebook-síðu verslunarinnar að allar Manchester United treyjur væru uppseldar um klukkan hálf sex í kvöld, einum og hálfum klukkutíma eftir að tilkynnt var um skipti Ronaldo til United. Hvaða treyjunúmer fær Ronaldo? Áhugavert væri að vita hvort og þá hvað stuðningsmenn félagsins hafa prentað á treyjuna. Ronaldo er þekktur fyrir að leika í treyju númer 7, líkt og hann gerði á fyrri tíma sínum hjá félaginu. Edinson Cavani ber þá tölu hins vegar sem stendur og alls óvíst hvort Ronaldo geti fengið sjöuna. Annað hvort myndi Cavani þurfa að yfirgefa félagið áður en Ronaldo yrði úthlutað treyjunúmeri, eða að enska úrvalsdeildin þyrfti að samþykkja sérstaka umsókn Manchester United um númerabreytingu. Slíkt umsókn hefur ekki verið samþykkt áður ef marka má Dale Johnson, blaðamann á ESPN. Premier League rule M.5 clearly states that Edinson Cavani must keep the No. 7 shirt for the whole season. If Cristiano Ronaldo wants the No. 7 shirt, Cavani must leave. Or United must get special dispensation from the PL board, which has never before been granted. #mufc— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) August 27, 2021 Ronaldo hefur borið aðrar tölur á ferlinum. Hann var númer 9 eftir komuna til Real Madrid þar sem Raúl González, þáverandi fyrirliði liðsins, bar sjöuna. Ronaldo fékk hana eftir brottför Raúls til Schalke. Ronaldo var þá númer 17 í upphafi ferils síns með portúgalska landsliðinu þar sem goðsögnin Luis Figo var með sjöuna. Báðar tölur eru hins vegar uppteknar, rétt eins og sjöan, hjá Manchester United. Anthony Martial ber treyju númer 9 og Fred númer 17. Treyja númer 28 er hins vegar laus, en þá tölu bar Ronaldo á bakinu er hann hóf feril sinn með Sporting Lissabon, áður en hann skipti til Manchester United árið 2003. Facundo Pellestri er skráður fyrir því númeri en hann er á útláni hjá Deportivo Alavés á Spáni. Vel má vera að Cavani sé á förum vegna komu Ronaldos, sem mun eflaust leika sem fremsti maður hjá United. Leiktími þess úrúgvæska mun vegna þess eflaust vera af skornum skammti.
Enski boltinn Verslun Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Sjá meira