Sjö fengin til að skapa Áramótaskaupið Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2021 10:07 Hópurinn sem mun standa að gerð Áramótaskaupsins í ár. RÚV Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra Skaupinu líkt og síðastliðin tvö ár. Frá þessu segir í tilkynningu frá RÚV, en tökur hefjast í nóvember og sér Republik um framleiðsluna. Haft er eftir Reyni Lyngdal leikstjóra að hann og teymið séu mjög upp með okkur að vera treyst fyrir Skaupinu 2021. Að vinna skaup sé fyrst og fremst mjög skemmtileg og gefandi vinna með frábæru og fyndnu fólki. „Ég er í skýjunum með höfundahópinn sem mun vinna þetta með mér í ár. Þetta er svo svakalega klárt og gott fólk úr ólíkum áttum og stemmningin í hópnum frábær. Skaup er í grunnina svo furðulegt fyrirbæri. Skemmtiþáttur sem á helst að höfða til allra, stinga á kýlum og vera svakalega fyndinn. Við munum leggja okkur öll fram við að gera árinu skil í gríni og söng. Nálgunin er að einhverju leyti svipuð í ár þó að atburðir ársins leggi alltaf tóninn. Ég legg mikið upp úr því að mismunandi raddir höfundanna fái að skína í gegn. Við nálgumst grínið útfrá fólkinu, þjóðarsálinni og stemningunni í landi á árinu. Það sem er kannski frábrugðið milli ára er að maður finnur fyrir aðeins meiri óþreyju í samfélaginu á meðan á sama tíma í fyrra var mjög sterk stemmning fyrir sameiningu og að klára þetta saman. Þar spilar meðal annars 4. bylgja Covid inn í og svo er þetta kosningaár sem setur alltaf annan tón í þjóðarpúlsinn. Varðandi leikaraval þá er það alltaf undir skrifunum hvernig það þróast og hverjir verða með, ég hef lagt mikið upp úr því að hafa leikarahópinn sem fjölbreytastan og hafa sem flesta með innan þess ramma. Nú a sem okkur er gefinn. Ég hlakka mikið til að takast á við skaupið í ár.“ Klippa: Ísland í dag - Svona var Skaupið árið 2020 Góðar viðtökur Þá er haft eftir Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra sjónvarps, að RÚV hafi verið hæstánægð með Reyni og framleiðslufyrirtækið Republik síðustu tvö ár. „Skaupið hefur heppnast gríðarlega vel hjá þeim og hlotið frábærar viðtökur almennings. Við erum þess vegna afar glöð með að þau taki þetta krefjandi verkefni að sér þriðja árið í röð. Skaupið er okkar vinsælasta dagskrárefni ár hvert og við höfum fundið fyrir því sérstaklega nú á þessum skrýtnu tímum að það er mikilvægt fyrir þjóðina að það sé vel og fagmannlega gert. Þess vegna er gott að setja þetta verkefni í hendurnar á fólki sem við treystum og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli. Við hlökkum mikið til að bjóða þjóðinni upp á afrakstur þessa frábæra fólks á Gamlárskvöld.“ Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Netverjar kveða upp dóm sinn um Skaupið Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu hafa verið vel tekið. 1. janúar 2021 10:04 Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá RÚV, en tökur hefjast í nóvember og sér Republik um framleiðsluna. Haft er eftir Reyni Lyngdal leikstjóra að hann og teymið séu mjög upp með okkur að vera treyst fyrir Skaupinu 2021. Að vinna skaup sé fyrst og fremst mjög skemmtileg og gefandi vinna með frábæru og fyndnu fólki. „Ég er í skýjunum með höfundahópinn sem mun vinna þetta með mér í ár. Þetta er svo svakalega klárt og gott fólk úr ólíkum áttum og stemmningin í hópnum frábær. Skaup er í grunnina svo furðulegt fyrirbæri. Skemmtiþáttur sem á helst að höfða til allra, stinga á kýlum og vera svakalega fyndinn. Við munum leggja okkur öll fram við að gera árinu skil í gríni og söng. Nálgunin er að einhverju leyti svipuð í ár þó að atburðir ársins leggi alltaf tóninn. Ég legg mikið upp úr því að mismunandi raddir höfundanna fái að skína í gegn. Við nálgumst grínið útfrá fólkinu, þjóðarsálinni og stemningunni í landi á árinu. Það sem er kannski frábrugðið milli ára er að maður finnur fyrir aðeins meiri óþreyju í samfélaginu á meðan á sama tíma í fyrra var mjög sterk stemmning fyrir sameiningu og að klára þetta saman. Þar spilar meðal annars 4. bylgja Covid inn í og svo er þetta kosningaár sem setur alltaf annan tón í þjóðarpúlsinn. Varðandi leikaraval þá er það alltaf undir skrifunum hvernig það þróast og hverjir verða með, ég hef lagt mikið upp úr því að hafa leikarahópinn sem fjölbreytastan og hafa sem flesta með innan þess ramma. Nú a sem okkur er gefinn. Ég hlakka mikið til að takast á við skaupið í ár.“ Klippa: Ísland í dag - Svona var Skaupið árið 2020 Góðar viðtökur Þá er haft eftir Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra sjónvarps, að RÚV hafi verið hæstánægð með Reyni og framleiðslufyrirtækið Republik síðustu tvö ár. „Skaupið hefur heppnast gríðarlega vel hjá þeim og hlotið frábærar viðtökur almennings. Við erum þess vegna afar glöð með að þau taki þetta krefjandi verkefni að sér þriðja árið í röð. Skaupið er okkar vinsælasta dagskrárefni ár hvert og við höfum fundið fyrir því sérstaklega nú á þessum skrýtnu tímum að það er mikilvægt fyrir þjóðina að það sé vel og fagmannlega gert. Þess vegna er gott að setja þetta verkefni í hendurnar á fólki sem við treystum og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli. Við hlökkum mikið til að bjóða þjóðinni upp á afrakstur þessa frábæra fólks á Gamlárskvöld.“
Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Netverjar kveða upp dóm sinn um Skaupið Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu hafa verið vel tekið. 1. janúar 2021 10:04 Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Sjá meira
Netverjar kveða upp dóm sinn um Skaupið Áramótaskaupið, sem er á dagskrá RÚV á hverju gamlárskvöldi, fær iðulega misgóðar viðtökur, enda erfitt að gera öllum til geðs. Netverjar voru líkt og fyrri ár duglegir að segja sína skoðun á því á samfélagsmiðlinum Twitter. Heilt yfir virðist Skaupinu hafa verið vel tekið. 1. janúar 2021 10:04