„Þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram“ Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2021 20:23 Elín Metta Jensen hér fyrir miðju í meistarafögnuði Vals á Hlíðarenda í kvöld. vísir/hulda margrét „Mér líður frábærlega. Þetta er virkilega skemmtilegt,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji nýkrýndra Íslandsmeistara Vals í fótbolta. Eftir að hafa horft á eftir titlinum til Breiðabliks í fyrra vann Valur baráttuna í sumar og tryggði sér endanlega titilinn með 6-1 sigri gegn Tindastóli í kvöld þegar liðið á enn tvo leiki eftir. Valur hóf leiktíðina ekki með sérstaklega sannfærandi hætti og liðið tapaði til að mynda 7-3 í ótrúlegum leik gegn Breiðabliki á heimavelli. Eftir að líða tók á tímabilið hefur liðið hins vegar sprungið út. „Mér fannst við hafa trú á verkefninu alveg í gegn. Jafnvel þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram, einn leik í einu. Liðsheildin var þvílíkt sterk hjá okkur í sumar og alltaf einhver sem að steig upp, yfirleitt ekki sama manneskjan, og mér fannst það skila þessu,“ sagði Elín Metta í meistarafögnuði Vals á Hlíðarenda í kvöld. Elín Metta fór frekar rólega af stað á leiktíðinni en er nú komin með ellefu mörk og er næstmarkahæst í Pepsi Max-deildinni: „Ég er nokkuð sátt með mitt. Ég held að ég sé búin að gera mjög góða hluti fyrir liðið og það er það sem skiptir öllu máli.“ Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Vals á þremur árum. Elín Metta kom inn í Valsliðið þegar síðasta blómaskeiði þess lauk, sannkallaðri gullöld á fyrsta áratug aldarinnar, og nú virðist nýtt blómaskeið svo sannarlega hafið: „Ég vona það fyrir Vals hönd. Mér finnst við búin að byggja upp virkilega gott lið og góða liðsheild, Pétur og Eiður þjálfarar hafa staðið sig frábærlega í því, og hér hafa ungar og góðar stelpur komið inn í bland við þessar eldri. Þetta er þvílíkt góð blanda,“ sagði Elín Metta. Útilokar ekki atvinnumennsku Hin 26 ára gamla Elín Metta hefur samhliða því að vinna titla í fótbolta sinnt krefjandi námi í læknisfræði. Hún hefur hingað til ekki látið verða af því að fara utan í atvinnumennsku þrátt fyrir að hafa svo sannarlega tækifæri til þess en stefnir hún út í haust, nú þegar innan við ár er í Evrópumótið í Englandi? „Ég ætla bara að leyfa því að ráðast. Mér hefur alveg þótt það spennandi hingað til en svo er ég líka ánægð á Íslandi. Þetta er bara win-win dæmi.“ Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Eftir að hafa horft á eftir titlinum til Breiðabliks í fyrra vann Valur baráttuna í sumar og tryggði sér endanlega titilinn með 6-1 sigri gegn Tindastóli í kvöld þegar liðið á enn tvo leiki eftir. Valur hóf leiktíðina ekki með sérstaklega sannfærandi hætti og liðið tapaði til að mynda 7-3 í ótrúlegum leik gegn Breiðabliki á heimavelli. Eftir að líða tók á tímabilið hefur liðið hins vegar sprungið út. „Mér fannst við hafa trú á verkefninu alveg í gegn. Jafnvel þó að það blési á móti þá héldum við alltaf áfram, einn leik í einu. Liðsheildin var þvílíkt sterk hjá okkur í sumar og alltaf einhver sem að steig upp, yfirleitt ekki sama manneskjan, og mér fannst það skila þessu,“ sagði Elín Metta í meistarafögnuði Vals á Hlíðarenda í kvöld. Elín Metta fór frekar rólega af stað á leiktíðinni en er nú komin með ellefu mörk og er næstmarkahæst í Pepsi Max-deildinni: „Ég er nokkuð sátt með mitt. Ég held að ég sé búin að gera mjög góða hluti fyrir liðið og það er það sem skiptir öllu máli.“ Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Vals á þremur árum. Elín Metta kom inn í Valsliðið þegar síðasta blómaskeiði þess lauk, sannkallaðri gullöld á fyrsta áratug aldarinnar, og nú virðist nýtt blómaskeið svo sannarlega hafið: „Ég vona það fyrir Vals hönd. Mér finnst við búin að byggja upp virkilega gott lið og góða liðsheild, Pétur og Eiður þjálfarar hafa staðið sig frábærlega í því, og hér hafa ungar og góðar stelpur komið inn í bland við þessar eldri. Þetta er þvílíkt góð blanda,“ sagði Elín Metta. Útilokar ekki atvinnumennsku Hin 26 ára gamla Elín Metta hefur samhliða því að vinna titla í fótbolta sinnt krefjandi námi í læknisfræði. Hún hefur hingað til ekki látið verða af því að fara utan í atvinnumennsku þrátt fyrir að hafa svo sannarlega tækifæri til þess en stefnir hún út í haust, nú þegar innan við ár er í Evrópumótið í Englandi? „Ég ætla bara að leyfa því að ráðast. Mér hefur alveg þótt það spennandi hingað til en svo er ég líka ánægð á Íslandi. Þetta er bara win-win dæmi.“
Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn