Fyrsti landsliðshópurinn frá handtöku Gylfa tilkynntur á morgun Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2021 13:33 Íslenska liðið fagnar marki Brynjars Inga Bjarnasonar gegn Pólverjum í vináttulandsleik í júní. Liðin gerðu 2-2 jafntefli en mikil forföll voru í íslenska hópnum. Getty/Boris Streubel Arnar Þór Viðarsson hefur eflaust þurft að brjóta heilann um ýmislegt fyrir val sitt á landsliðshópi karla í fótbolta. Hann verður tilkynnur á morgun en Ísland mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM í byrjun september. Fundurinn á morgun er klukkan 13:15 og samkvæmt venju munu landsliðsþjálfarar sitja fyrir svörum ásamt fulltrúum KSÍ. Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari gæti verið þar á meðal. Hann fór í leyfi í júní og fékk skriflega áminningu frá stjórn KSÍ, eftir að myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem hann sást kasta af sér vatni utandyra í miðborg Reykjavíkur. Þetta verður fyrsti landsliðshópurinn sem valinn er eftir að mikilvægasti leikmaður liðsins mörg undanfarin ár, Gylfi Þór Sigurðsson, var handtekinn í Englandi í júlí vegna gruns um kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku. Hann hefur ekkert komið við sögu hjá Everton á yfirstandandi leiktíð. Fundurinn fer einnig fram í kjölfar greinaskrifa Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur sem hefur gagnrýnt KSÍ harðlega og sakað sambandið um að axla ekki ábyrgð á ofbeldismenningu og ofbeldismönnum innan raða þess. Hefur hún sagt KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr landsliðinu. Fimm leikir á Laugardalsvelli fram undan Landsliðið var einnig án Gylfa í fyrstu þremur leikjunum í undankeppninni, þegar liðið mætti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein á útivelli í lok mars. Liðið fékk einu stig sín í þeirri ferð með 4-1 sigri gegn Liechtenstein í lokaleiknum. Nú er komið að fimm heimaleikjum í röð; þremur nú í september og svo tveimur í október. Rúmenar mæta á Laugardalsvöll á fimmtudaginn í næstu viku, leikið er við Norður-Makedóníu 5. september og svo stórlið Þýskalands 8. september. Ekki liggur enn fyrir hve margir áhorfendur mega vera á leikjunum. Alfreð Finnbogason er meiddur og ólíklegt virðist að hann geti spilað með landsliðinu í september.Getty/Laszlo Szirtesi Auk Gylfa er útlit fyrir að íslenska liðið verði án öflugra leikmanna vegna meiðsla. Hörður Björgvin Magnússon er í endurhæfingu eftir að hafa slitið hásin í apríl, Sverrir Ingi Ingason fór í hnéaðgerð snemma sumars og er enn að jafna sig, og Alfreð Finnbogason er með sködduð liðbönd í ökkla. Aron Einar og Rúnar Alex fengu veiruna Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson veiktist svo af kórónuveirunni í æfingaferðalagi með Al Arabi, samkvæmt hlaðvarpsþættinum Dr. Football, og óvíst hver staðan á honum er. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson greindist einnig með veiruna líkt og fleiri leikmenn Arsenal, eins og fram kom í síðustu viku. Þá hefur sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson ekki verið í leikmannahópi Millwall það sem af er leiktíð í Englandi. Miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson er hins vegar til taks eftir að hafa misst af leikjunum í mars. Arnar Þór Viðarsson hefur að mörgu að hyggja nú þegar landsleikirnir eru að bresta á.Getty Arnar gat gefið fjölda leikmanna tækifæri til að sanna sig í vináttulandsleikjunum í júní. Miðverðirnir Brynjar Ingi Bjarnason og Hjörtur Hermannsson voru meðal þeirra sem þóttu nýta það tækifæri vel, sem og Guðmundur Þórarinsson í stöðu vinstri bakvarðar. Í kjölfar landsleikjanna fóru þeir Brynjar og Hjörtur báðir í raðir ítalskra félaga, Brynjar til Lecce og Hjörtur til Pisa, en Guðmundur leikur með New York City í Bandaríkjunum. Ungir markverðir bíða tækifæris Jón Dagur Þorsteinsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Sveinn Aron Guðjohnsen komu inn í landsliðshópinn fyrir lokaleikinn í mars, gegn Liechtenstein, af Evrópumóti U21-landsliða. Þeir gætu fengið tækifæri aftur nú, sem og markverðirnir ungu Patrik Snær Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson. Hafa ber þó í huga að U21-landsliðið byrjar nýja undankeppni á sama tíma og A-landsliðið spilar. Patrik Sigurður Gunnarsson var að láni hjá dönsku 1. deildarliðunum Viborg og Silkeborg á síðustu leiktíð og þau komust bæði upp í úrvalsdeild. Hann var á varamannabekk Brentford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Getty/Matthew Ashton Eftir flott tímabil í Danmörku hefur Patrik verið á bekknum hjá Brentford í ensku úrvalsdeildinni í upphafi leiktíðar, og Elías Rafn hélt hreinu fyrir topplið Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. Fjórir leikmenn úr Pepsi Max-deildinni, og hugsanlega fleiri, gætu fengið sæti í landsliðshópnum. Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson og Birkir Már Sævarsson hafa allir verið að spila og gætu myndað stærstan hluta öftustu línu landsliðsins. Erfið staða í riðlinum Líkt og fyrr segir er Ísland með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í undankeppninni og þarf því á góðum úrslitum að halda í næstu leikjum til að eiga möguleika á að spila á HM í Katar á næsta ári. Armenía er óvænt efst í riðlinum með 9 stig, Þýskaland og Norður-Makedónía eru með 6, Ísland og Rúmenía 3 en Liechtenstein ekkert. Undankeppninni lýkur í nóvember. Staðan í riðlinum og næstu leikir. HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
Fundurinn á morgun er klukkan 13:15 og samkvæmt venju munu landsliðsþjálfarar sitja fyrir svörum ásamt fulltrúum KSÍ. Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari gæti verið þar á meðal. Hann fór í leyfi í júní og fékk skriflega áminningu frá stjórn KSÍ, eftir að myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem hann sást kasta af sér vatni utandyra í miðborg Reykjavíkur. Þetta verður fyrsti landsliðshópurinn sem valinn er eftir að mikilvægasti leikmaður liðsins mörg undanfarin ár, Gylfi Þór Sigurðsson, var handtekinn í Englandi í júlí vegna gruns um kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku. Hann hefur ekkert komið við sögu hjá Everton á yfirstandandi leiktíð. Fundurinn fer einnig fram í kjölfar greinaskrifa Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur sem hefur gagnrýnt KSÍ harðlega og sakað sambandið um að axla ekki ábyrgð á ofbeldismenningu og ofbeldismönnum innan raða þess. Hefur hún sagt KSÍ þurfa að taka gerendur ofbeldis úr landsliðinu. Fimm leikir á Laugardalsvelli fram undan Landsliðið var einnig án Gylfa í fyrstu þremur leikjunum í undankeppninni, þegar liðið mætti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein á útivelli í lok mars. Liðið fékk einu stig sín í þeirri ferð með 4-1 sigri gegn Liechtenstein í lokaleiknum. Nú er komið að fimm heimaleikjum í röð; þremur nú í september og svo tveimur í október. Rúmenar mæta á Laugardalsvöll á fimmtudaginn í næstu viku, leikið er við Norður-Makedóníu 5. september og svo stórlið Þýskalands 8. september. Ekki liggur enn fyrir hve margir áhorfendur mega vera á leikjunum. Alfreð Finnbogason er meiddur og ólíklegt virðist að hann geti spilað með landsliðinu í september.Getty/Laszlo Szirtesi Auk Gylfa er útlit fyrir að íslenska liðið verði án öflugra leikmanna vegna meiðsla. Hörður Björgvin Magnússon er í endurhæfingu eftir að hafa slitið hásin í apríl, Sverrir Ingi Ingason fór í hnéaðgerð snemma sumars og er enn að jafna sig, og Alfreð Finnbogason er með sködduð liðbönd í ökkla. Aron Einar og Rúnar Alex fengu veiruna Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson veiktist svo af kórónuveirunni í æfingaferðalagi með Al Arabi, samkvæmt hlaðvarpsþættinum Dr. Football, og óvíst hver staðan á honum er. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson greindist einnig með veiruna líkt og fleiri leikmenn Arsenal, eins og fram kom í síðustu viku. Þá hefur sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson ekki verið í leikmannahópi Millwall það sem af er leiktíð í Englandi. Miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson er hins vegar til taks eftir að hafa misst af leikjunum í mars. Arnar Þór Viðarsson hefur að mörgu að hyggja nú þegar landsleikirnir eru að bresta á.Getty Arnar gat gefið fjölda leikmanna tækifæri til að sanna sig í vináttulandsleikjunum í júní. Miðverðirnir Brynjar Ingi Bjarnason og Hjörtur Hermannsson voru meðal þeirra sem þóttu nýta það tækifæri vel, sem og Guðmundur Þórarinsson í stöðu vinstri bakvarðar. Í kjölfar landsleikjanna fóru þeir Brynjar og Hjörtur báðir í raðir ítalskra félaga, Brynjar til Lecce og Hjörtur til Pisa, en Guðmundur leikur með New York City í Bandaríkjunum. Ungir markverðir bíða tækifæris Jón Dagur Þorsteinsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Sveinn Aron Guðjohnsen komu inn í landsliðshópinn fyrir lokaleikinn í mars, gegn Liechtenstein, af Evrópumóti U21-landsliða. Þeir gætu fengið tækifæri aftur nú, sem og markverðirnir ungu Patrik Snær Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson. Hafa ber þó í huga að U21-landsliðið byrjar nýja undankeppni á sama tíma og A-landsliðið spilar. Patrik Sigurður Gunnarsson var að láni hjá dönsku 1. deildarliðunum Viborg og Silkeborg á síðustu leiktíð og þau komust bæði upp í úrvalsdeild. Hann var á varamannabekk Brentford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.Getty/Matthew Ashton Eftir flott tímabil í Danmörku hefur Patrik verið á bekknum hjá Brentford í ensku úrvalsdeildinni í upphafi leiktíðar, og Elías Rafn hélt hreinu fyrir topplið Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. Fjórir leikmenn úr Pepsi Max-deildinni, og hugsanlega fleiri, gætu fengið sæti í landsliðshópnum. Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson og Birkir Már Sævarsson hafa allir verið að spila og gætu myndað stærstan hluta öftustu línu landsliðsins. Erfið staða í riðlinum Líkt og fyrr segir er Ísland með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í undankeppninni og þarf því á góðum úrslitum að halda í næstu leikjum til að eiga möguleika á að spila á HM í Katar á næsta ári. Armenía er óvænt efst í riðlinum með 9 stig, Þýskaland og Norður-Makedónía eru með 6, Ísland og Rúmenía 3 en Liechtenstein ekkert. Undankeppninni lýkur í nóvember. Staðan í riðlinum og næstu leikir.
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn