Dyche hnýtir í Klopp: „Óþarfi að nefna leikmennina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2021 16:00 Sean Dyche fannst Jürgen Klopp vega illa að sínum mönnum. getty/Alex Dodd Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, er afar ósáttur við ummæli Jürgens Klopp, stjóra Liverpool, um grófan leik sinna manna. Eftir 2-0 sigur Liverpool á Burnley í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn kvartaði Klopp yfir því hversu fast Burnley spilaði og nefndi sérstaklega þrjá leikmenn í því samhengi; framherjana Chris Wood og Ashley Barnes og miðjumanninn Josh Brownhill. Það fór illa í Dyche. „Ég er vonsvikinn með að hann hafi nefnt leikmennina. Það var engin þörf á því. Þetta eru atvinnumenn sem hafa unnið hörðum höndum að því að komast á þann stað sem þeir eru á,“ sagði Klopp. „Það sem hann sagði um tæklingarnar var rangt. Það var óviðeigandi og sjálfur myndi ég aldrei gera það. Áhyggjur mínar felast í því að hann hafi efast um að lið ættu ekki að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna, sem við gerðum því enginn leikmaður fékk gult spjald.“ Klopp var ekki eini stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem lýsti yfir óánægju sinni með breyttar áherslur í dómgæslunni um helgina. Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, gerði það einnig eftir 1-1 jafnteflið við Southampton á sunnudaginn. Norðmaðurinn var ósáttur með að fá ekki aukaspyrnu í aðdraganda marks Dýrlinganna. Eftir fyrstu tvær umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni er Burnley án stiga og með markatöluna 1-4. Annað kvöld sækir Burnley Newcastle United heim í 2. umferð enska deildabikarsins. Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira
Eftir 2-0 sigur Liverpool á Burnley í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn kvartaði Klopp yfir því hversu fast Burnley spilaði og nefndi sérstaklega þrjá leikmenn í því samhengi; framherjana Chris Wood og Ashley Barnes og miðjumanninn Josh Brownhill. Það fór illa í Dyche. „Ég er vonsvikinn með að hann hafi nefnt leikmennina. Það var engin þörf á því. Þetta eru atvinnumenn sem hafa unnið hörðum höndum að því að komast á þann stað sem þeir eru á,“ sagði Klopp. „Það sem hann sagði um tæklingarnar var rangt. Það var óviðeigandi og sjálfur myndi ég aldrei gera það. Áhyggjur mínar felast í því að hann hafi efast um að lið ættu ekki að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna, sem við gerðum því enginn leikmaður fékk gult spjald.“ Klopp var ekki eini stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem lýsti yfir óánægju sinni með breyttar áherslur í dómgæslunni um helgina. Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, gerði það einnig eftir 1-1 jafnteflið við Southampton á sunnudaginn. Norðmaðurinn var ósáttur með að fá ekki aukaspyrnu í aðdraganda marks Dýrlinganna. Eftir fyrstu tvær umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni er Burnley án stiga og með markatöluna 1-4. Annað kvöld sækir Burnley Newcastle United heim í 2. umferð enska deildabikarsins.
Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira