Segir Green Bay vera að neyða Rodgers til að vera áfram Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 12:15 Rodgers stytti samning sinn við Green Bay í sumar og leitar líklega á önnur mið að komandi leiktíð lokinni. Quinn Harris/Getty Images Stephen A. Smith, álitsgjafi á ESPN, segir að leikstjórnandinn Aaron Rodgers hjá Green Bay Packers í bandarísku NFL-deildinni sé haldið hjá félaginu gegn hans eigin vilja. Rodgers komst að samkomulagi við félagið í sumar um að stytta samning sinn um eitt ár og rennur hann út eftir komandi tímabil. Rodgers er orðinn 37 ára gamall og hefur leikið allan sinn feril í NFL-deildinni, frá árinu 2005, fyrir þá grænklæddu. Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins (MVP) á síðustu leiktíð en það var í þriðja sinn sem hann hlýtur þau verðlaun. Eftir góða leiktíð tapaði Green Bay hins vegar fyrir Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers í undanúrslitum í úrslitakeppninni sem var fjórða tap Packers á því stigi keppninnar í röð. Enginn leikstjórnandi hefur tapað fjórum slíkum leikjum í röð og fóru fljótlega af stað sögusagnir þess efnis að Rodgers vildi burt frá félaginu til að freista þess að vinna NFL-titilinn annars staðar. Þrátt fyrir magnaðan feril hefur Rodgers aðeins tekist einu sinni að vinna Ofurskálina sem gerðist fyrir tíu árum síðan, árið 2011. Í lok júlí tilkynntu Packers um breytingu á samningi Rodgers þar sem hann var styttur, frá 2023 til 2022, og verður Rodgers því laus ferða sinna næsta sumar. Stephen A. Smith, álitsgjafi hjá ESPN, segir Rodgers hafa engan áhuga á að vera áfram hjá félaginu en hann eigi engra annarra kosta völ. „Green Bay Packers eru að halda Aaron Rodgers þvert á hans vilja,“ segir Smith. „Aaron Rodgers vill ekki vera þarna, en hann er þarna núna vegna þess að hann hafði engra annarra kosta völ. Það er alveg á hreinu að hann vildi yfirgefa félagið, Green Bay neitaði því og þess vegna er hann þarna,“ „Hann hafði aðeins einn annan kost í stöðunni, sem var að leggja skóna á hilluna og spila engan fótbolta í ár. Að öðru leyti hafði hann engan annan kost í stöðunni en að spila fyrir Green Bay Packers,“ segir Smith sem sagði töluvert meira um stöðu hans hjá félaginu en ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan. Hann lætur þau falla þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar. Undirbúningstímabilið er í fullum gangi í NFL-deildinni en deildarkeppnin hefst 9. september næst komandi. Fjöldi leikja verður í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport í vetur. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Sjá meira
Rodgers er orðinn 37 ára gamall og hefur leikið allan sinn feril í NFL-deildinni, frá árinu 2005, fyrir þá grænklæddu. Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins (MVP) á síðustu leiktíð en það var í þriðja sinn sem hann hlýtur þau verðlaun. Eftir góða leiktíð tapaði Green Bay hins vegar fyrir Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers í undanúrslitum í úrslitakeppninni sem var fjórða tap Packers á því stigi keppninnar í röð. Enginn leikstjórnandi hefur tapað fjórum slíkum leikjum í röð og fóru fljótlega af stað sögusagnir þess efnis að Rodgers vildi burt frá félaginu til að freista þess að vinna NFL-titilinn annars staðar. Þrátt fyrir magnaðan feril hefur Rodgers aðeins tekist einu sinni að vinna Ofurskálina sem gerðist fyrir tíu árum síðan, árið 2011. Í lok júlí tilkynntu Packers um breytingu á samningi Rodgers þar sem hann var styttur, frá 2023 til 2022, og verður Rodgers því laus ferða sinna næsta sumar. Stephen A. Smith, álitsgjafi hjá ESPN, segir Rodgers hafa engan áhuga á að vera áfram hjá félaginu en hann eigi engra annarra kosta völ. „Green Bay Packers eru að halda Aaron Rodgers þvert á hans vilja,“ segir Smith. „Aaron Rodgers vill ekki vera þarna, en hann er þarna núna vegna þess að hann hafði engra annarra kosta völ. Það er alveg á hreinu að hann vildi yfirgefa félagið, Green Bay neitaði því og þess vegna er hann þarna,“ „Hann hafði aðeins einn annan kost í stöðunni, sem var að leggja skóna á hilluna og spila engan fótbolta í ár. Að öðru leyti hafði hann engan annan kost í stöðunni en að spila fyrir Green Bay Packers,“ segir Smith sem sagði töluvert meira um stöðu hans hjá félaginu en ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan. Hann lætur þau falla þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar. Undirbúningstímabilið er í fullum gangi í NFL-deildinni en deildarkeppnin hefst 9. september næst komandi. Fjöldi leikja verður í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport í vetur. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Sjá meira