Fyrrum leikmaður Man. United sakaður um að hafa komið á fót glæpasamtökum Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2021 23:01 Anderson er í vandræðum. Etsuo Hara/Getty Images Brasilíumaðurinn Anderson, fyrrum leikmaður Manchester United, er undir rannsókn brasilískra yfirvalda vegna ráns, peningaþvotts og myndun glæpasamtaka. Lögmaður hans þvertekur fyrir ásakanirnar. Anderson er auk annarra undir rannsókn vegna málsins og var málið fór fyrir rétt í Rio Grande do Sul í Brasilíu á fimmtudag. Í viðtali við Globo Esporte segir lögmaður hans, Julio Cesar Coitinho Junior, að Anderson sé fórnarlamb árásar á fyrirtæki sitt. „Við höfum ekki verið lögsóttir og það er erfitt að tjá sig um málið sem stendur. Það stendur yfir rannsókn, og Anderson er meðvitaður um það. En Anderson mun sanna að hann var fórnarlamb, en ekki þátttakandi. Það er hans staða,“ segir lögmaðurinn. Atenção. @mp_rs denuncia o ex-jogador do @SCInternacional , @Gremio e com passagem pela seleção brasileira de futebol Anderson Luís de Abreu Oliveira, o Andershow, por crimes como furto qualificado, organização criminosa e lavagem de bens, direitos ou valores. @gzhdigital— Eduardo Matos (@_eduardomatos) August 20, 2021 ESPN Brasil greinir frá því að hópur, sem Anderson er sagður vera hluti af, hafi brotist inn í bankakerfi Santander-bankans og stolið um 35 milljónum brasilískra reala, jafnvirði 5,5 milljóna punda eða rúmlega 960 milljóna króna, af málmvinnslufyrirtækinu Gerdau. Þeir peningar hafi verið færðir í ellefu millifærslum á fyrirtæki sem staðsett eru í fjórum mismunandi fylkjum í Brasilíu og notaðir til að kaupa rafrænar myntir. Anderson er eigandi fyrirtækis sem sér um kaup og sölur á rafrænni mynt en húsleit var framkvæmd á heimili hans á eftir að rannsókn á málinu hófst í fyrra. Hann er sakaður um að vera forsprakki hópsins sem sakaður er um glæpina. Brasilísk yfirvöld hafa fryst eignir Andersons og lagt fram skipun um handtöku hans. Hann er staddur í Tyrklandi þar sem hann lék með Adana Demirspor á síðustu leiktíð áður en hann lagði skóna á hilluna í vor. Samkvæmt frétt ESPN getur hann ekki yfirgefið Tyrkland öðruvísi en að vera handtekinn. Anderson, sem er 33 ára gamall í dag, var á sínum tíma talinn vera á meðal efnilegustu fótboltamanna heims. Hann var valinn leikmaður mótsins á HM U17 árið 2005 er Brasilía lenti í öðru sæti og fór ári síðar frá heimalandinu til Porto í Portúgal. Hann var hluti af A-landsliði Brasilíu sem vann Suður-Ameríkukeppnina árið 2007, þá 19 ára gamall, og var keyptur til Manchester United á 30 milljónir evra það sumar. Meiðsli plöguðu hann á átta árum hans í Manchester og hann náði aldrei að verða sá leikmaður sem búist var við. Þó vann hann fjóra Englandsmeistaratitla og Meistaradeildina hjá Manchester United en átti lítinn hluta í þeim titlum. Hann spilaði aldrei meira en 18 deildarleiki á tímabili, að undanskildu fyrstu leiktíð sinni hjá United. Hann spilaði alls átta landsleiki fyrir Brasilíu, þann síðasta árið 2008, þegar hann var tvítugur. Enski boltinn Brasilía Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Anderson er auk annarra undir rannsókn vegna málsins og var málið fór fyrir rétt í Rio Grande do Sul í Brasilíu á fimmtudag. Í viðtali við Globo Esporte segir lögmaður hans, Julio Cesar Coitinho Junior, að Anderson sé fórnarlamb árásar á fyrirtæki sitt. „Við höfum ekki verið lögsóttir og það er erfitt að tjá sig um málið sem stendur. Það stendur yfir rannsókn, og Anderson er meðvitaður um það. En Anderson mun sanna að hann var fórnarlamb, en ekki þátttakandi. Það er hans staða,“ segir lögmaðurinn. Atenção. @mp_rs denuncia o ex-jogador do @SCInternacional , @Gremio e com passagem pela seleção brasileira de futebol Anderson Luís de Abreu Oliveira, o Andershow, por crimes como furto qualificado, organização criminosa e lavagem de bens, direitos ou valores. @gzhdigital— Eduardo Matos (@_eduardomatos) August 20, 2021 ESPN Brasil greinir frá því að hópur, sem Anderson er sagður vera hluti af, hafi brotist inn í bankakerfi Santander-bankans og stolið um 35 milljónum brasilískra reala, jafnvirði 5,5 milljóna punda eða rúmlega 960 milljóna króna, af málmvinnslufyrirtækinu Gerdau. Þeir peningar hafi verið færðir í ellefu millifærslum á fyrirtæki sem staðsett eru í fjórum mismunandi fylkjum í Brasilíu og notaðir til að kaupa rafrænar myntir. Anderson er eigandi fyrirtækis sem sér um kaup og sölur á rafrænni mynt en húsleit var framkvæmd á heimili hans á eftir að rannsókn á málinu hófst í fyrra. Hann er sakaður um að vera forsprakki hópsins sem sakaður er um glæpina. Brasilísk yfirvöld hafa fryst eignir Andersons og lagt fram skipun um handtöku hans. Hann er staddur í Tyrklandi þar sem hann lék með Adana Demirspor á síðustu leiktíð áður en hann lagði skóna á hilluna í vor. Samkvæmt frétt ESPN getur hann ekki yfirgefið Tyrkland öðruvísi en að vera handtekinn. Anderson, sem er 33 ára gamall í dag, var á sínum tíma talinn vera á meðal efnilegustu fótboltamanna heims. Hann var valinn leikmaður mótsins á HM U17 árið 2005 er Brasilía lenti í öðru sæti og fór ári síðar frá heimalandinu til Porto í Portúgal. Hann var hluti af A-landsliði Brasilíu sem vann Suður-Ameríkukeppnina árið 2007, þá 19 ára gamall, og var keyptur til Manchester United á 30 milljónir evra það sumar. Meiðsli plöguðu hann á átta árum hans í Manchester og hann náði aldrei að verða sá leikmaður sem búist var við. Þó vann hann fjóra Englandsmeistaratitla og Meistaradeildina hjá Manchester United en átti lítinn hluta í þeim titlum. Hann spilaði aldrei meira en 18 deildarleiki á tímabili, að undanskildu fyrstu leiktíð sinni hjá United. Hann spilaði alls átta landsleiki fyrir Brasilíu, þann síðasta árið 2008, þegar hann var tvítugur.
Enski boltinn Brasilía Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira