Búin undir að fá þúsundir á Laugardalsvöll ef Svandís gefur grænt ljós Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2021 13:01 Ísland náði í sín fyrstu stig í undankeppni HM með 4-1 sigri gegn Liechtenstein í mars, eftir töp gegn Armeníu og Þýskalandi. Getty Eins og staðan er núna gætu 2.300 áhorfendur mætt á hvern af leikjum Íslands við Þýskaland, Rúmeníu og Norður-Makedóníu, í undankeppni HM karla í fótbolta. Vonir standa hins vegar til þess að fleiri fái að mæta á Laugardalsvöll. Ísland mætir Rúmeníu eftir tæpar tvær vikur, fimmtudagskvöldið 2. september, því næst Norður-Makedóníu 5. september og loks fyrrverandi heims- og Evrópumeisturum Þýskalands 8. september. Núgildandi reglugerð um takmörkun á samkomum rennur út eftir viku. Í henni segir að hámarksfjöldi í sama rými skuli vera 200 manns. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að hægt sé að útbúa 12 sóttvarnahólf á Laugardalsvelli og koma þar fyrir 2.300 áhorfendum, miðað við núgildandi reglugerð. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, frá 11. ágúst, stingur Þórólfur upp á að stærri viðburðir gætu verið leyfðir gegn því að gestir sýni fram á neikvætt PCR/antigen hraðpróf. Það mæti ekki vera eldra en 24-48 klukkustunda gamalt. Tilbúin að hrinda öllu í framkvæmd með mjög stuttum fyrirvara Klara segir að KSÍ hafi engin svör fengið um það hvort að með notkun hraðprófa verði hægt að fá fleiri áhorfendur á komandi landsleiki. Sambandið sé hins vegar undir það búið að fylla stúkurnar verði það leyft: „Við erum að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni, og vonumst auðvitað til þess að fá heimild fyrir fleiri en 200 manns í hólf. Eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á að geta haft fleiri en 2.300 áhorfendur en við vonumst að sjálfsögðu eftir heimild fyrir fleirum. Það er allt tilbúið hjá okkur og þarf bara að ýta á Enter til að hefja miðasölu, en við þurfum að vita hvað við getum selt fyrir marga,“ segir Klara. Í minnisblaði Þórólfs bendir hann á reynslu Dana af því að hleypa fleira fólki á viðburði. Í Danmörku hafa áhorfendur getað fjölmennt á fótboltaleiki gegn því að sýna bólusetningarvottorð eða vottorð um neikvætt sýni. „Við höfum verið að horfa til allra þessara möguleika – hvort að bólusetningarskírteini dugi, hraðpróf eða hitamælingar. Við erum tilbúin að hrinda öllu í framkvæmd með mjög stuttum fyrirvara. En það verður að koma í ljós hvað kemur frá heilbrigðisráðuneytinu. Við bíðum átekta en erum undirbúin fyrir alla möguleika. Ef það yrði allt gefið frjálst þá gætum við hafið miðasölu með klukkutíma fyrirvara,“ segir Klara. Ísland með þrjú stig fyrir fyrstu heimaleikina Ísland er með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í undankeppni HM. Liðið lék fyrstu þrjá leiki sína á útivelli í mars en nú taka við fimm heimaleikir í röð; þrír í september og tveir í október. Ísland tapaði gegn Þýskalandi og Armeníu en vann Liechtenstein. Armenía er efst í riðlinum með 9 stig, Þýskaland og Norður-Makedónía eru með 6, Rúmenía og Ísland 3, og Liechtenstein 0. HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur KSÍ Samkomubann á Íslandi Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Börsungar halda í við Madrídinga Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu eftir tæpar tvær vikur, fimmtudagskvöldið 2. september, því næst Norður-Makedóníu 5. september og loks fyrrverandi heims- og Evrópumeisturum Þýskalands 8. september. Núgildandi reglugerð um takmörkun á samkomum rennur út eftir viku. Í henni segir að hámarksfjöldi í sama rými skuli vera 200 manns. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að hægt sé að útbúa 12 sóttvarnahólf á Laugardalsvelli og koma þar fyrir 2.300 áhorfendum, miðað við núgildandi reglugerð. Í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, frá 11. ágúst, stingur Þórólfur upp á að stærri viðburðir gætu verið leyfðir gegn því að gestir sýni fram á neikvætt PCR/antigen hraðpróf. Það mæti ekki vera eldra en 24-48 klukkustunda gamalt. Tilbúin að hrinda öllu í framkvæmd með mjög stuttum fyrirvara Klara segir að KSÍ hafi engin svör fengið um það hvort að með notkun hraðprófa verði hægt að fá fleiri áhorfendur á komandi landsleiki. Sambandið sé hins vegar undir það búið að fylla stúkurnar verði það leyft: „Við erum að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni, og vonumst auðvitað til þess að fá heimild fyrir fleiri en 200 manns í hólf. Eins og staðan er núna sjáum við ekki fram á að geta haft fleiri en 2.300 áhorfendur en við vonumst að sjálfsögðu eftir heimild fyrir fleirum. Það er allt tilbúið hjá okkur og þarf bara að ýta á Enter til að hefja miðasölu, en við þurfum að vita hvað við getum selt fyrir marga,“ segir Klara. Í minnisblaði Þórólfs bendir hann á reynslu Dana af því að hleypa fleira fólki á viðburði. Í Danmörku hafa áhorfendur getað fjölmennt á fótboltaleiki gegn því að sýna bólusetningarvottorð eða vottorð um neikvætt sýni. „Við höfum verið að horfa til allra þessara möguleika – hvort að bólusetningarskírteini dugi, hraðpróf eða hitamælingar. Við erum tilbúin að hrinda öllu í framkvæmd með mjög stuttum fyrirvara. En það verður að koma í ljós hvað kemur frá heilbrigðisráðuneytinu. Við bíðum átekta en erum undirbúin fyrir alla möguleika. Ef það yrði allt gefið frjálst þá gætum við hafið miðasölu með klukkutíma fyrirvara,“ segir Klara. Ísland með þrjú stig fyrir fyrstu heimaleikina Ísland er með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í undankeppni HM. Liðið lék fyrstu þrjá leiki sína á útivelli í mars en nú taka við fimm heimaleikir í röð; þrír í september og tveir í október. Ísland tapaði gegn Þýskalandi og Armeníu en vann Liechtenstein. Armenía er efst í riðlinum með 9 stig, Þýskaland og Norður-Makedónía eru með 6, Rúmenía og Ísland 3, og Liechtenstein 0.
HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur KSÍ Samkomubann á Íslandi Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Börsungar halda í við Madrídinga Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn