Blikakonur nær tugum milljóna og desemberleikjum Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2021 10:00 Breiðablik á fyrir höndum úrslitaleik gegn heimaliði Gintra í Litháen á morgun klukkan 15. vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Breiðabliks í fótbolta kvenna eiga ágæta möguleika á því að verða í hópi 16 bestu liða Evrópu sem leika í nýrri riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu frá október fram í desember. Það myndi skila félaginu tugmilljónum króna í kassann. Blikakonur eru nú staddar í Litháen þar sem fyrri hluti undankeppni Meistaradeildarinnar fer fram. Í þessum fyrri hluta þurfa þær að slá út tvo andstæðinga. Fyrra verkefnið var þeim auðvelt þegar þær unnu KÍ Klaksvík frá Færeyjum, 7-0, á miðvikudag. Seinna verkefnið í Litháen felst í að vinna heimakonur í Gintra á morgun klukkan 15. Lið Gintra hefur leikið í undankeppni Meistaradeildarinnar mörg síðustu ár og komst í 32-liða úrslit fyrir þremur árum, og 16-liða úrslit fyrir fjórum árum, en Blikakonur ættu að eiga fína möguleika á að komast áfram. Leikur Breiðabliks og Gintra er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 15 á morgun. Yrðu í efri styrkleikaflokki Með sigri á Gintra þyrfti Breiðablik að slá út einn andstæðing til viðbótar, í tveggja leikja einvígi, til að komast í riðlakeppnina. Leikirnir í þeim einvígum fara fram 31. ágúst eða 1. september og 8. eða 9. september. Dregið verður í þau einvígi á sunnudaginn og sigurliðið úr leik Breiðabliks og Gintra verður í efri styrkleikaflokki. Það eykur svo sannarlega á líkurnar á því að Breiðablik komist áfram og í sjálfa riðlakeppnina með allra bestu liðum Evrópu. Að lágmarki 60 milljónir og leikið fram í desember Knattspyrnusamband Evrópu hefur umbylt Meistaradeild kvenna. Ekki aðeins er nú leikið í riðlakeppni á haustin, líkt og lengi hefur þekkst í Meistaradeild karla, heldur er mun hærra verðlaunafé í boði en áður. Ef Breiðablik kemst í riðlakeppnina fær liðið þannig að lágmarki 400.000 evrur, jafnvirði 60 milljóna króna, jafnvel þó að liðið myndi tapa öllum sex leikjum sínum þar. Í riðlakeppninni er leikið í fjögurra liða riðlum og komast tvö efstu lið hvers riðils áfram í 8-liða úrslitin. Eins og Vísir hefur áður greint frá er ólíklegt að Breiðablik fengi að spila á heimavelli sínum í Kópavogi í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Samkvæmt reglum keppninnar er Laugardalsvöllur nefnilega eini völlur landsins með nægilega sterka flóðlýsingu fyrir leiki á svo háu stigi. Hins vegar er óvíst að hægt sé að spila á Laugardalsvelli í nóvember og desember, vegna veðurfars, og því ekki öruggt að Blikakonur geti leikið heimaleiki sína á Íslandi komist þær í riðlakeppnina. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Blikakonur eru nú staddar í Litháen þar sem fyrri hluti undankeppni Meistaradeildarinnar fer fram. Í þessum fyrri hluta þurfa þær að slá út tvo andstæðinga. Fyrra verkefnið var þeim auðvelt þegar þær unnu KÍ Klaksvík frá Færeyjum, 7-0, á miðvikudag. Seinna verkefnið í Litháen felst í að vinna heimakonur í Gintra á morgun klukkan 15. Lið Gintra hefur leikið í undankeppni Meistaradeildarinnar mörg síðustu ár og komst í 32-liða úrslit fyrir þremur árum, og 16-liða úrslit fyrir fjórum árum, en Blikakonur ættu að eiga fína möguleika á að komast áfram. Leikur Breiðabliks og Gintra er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 15 á morgun. Yrðu í efri styrkleikaflokki Með sigri á Gintra þyrfti Breiðablik að slá út einn andstæðing til viðbótar, í tveggja leikja einvígi, til að komast í riðlakeppnina. Leikirnir í þeim einvígum fara fram 31. ágúst eða 1. september og 8. eða 9. september. Dregið verður í þau einvígi á sunnudaginn og sigurliðið úr leik Breiðabliks og Gintra verður í efri styrkleikaflokki. Það eykur svo sannarlega á líkurnar á því að Breiðablik komist áfram og í sjálfa riðlakeppnina með allra bestu liðum Evrópu. Að lágmarki 60 milljónir og leikið fram í desember Knattspyrnusamband Evrópu hefur umbylt Meistaradeild kvenna. Ekki aðeins er nú leikið í riðlakeppni á haustin, líkt og lengi hefur þekkst í Meistaradeild karla, heldur er mun hærra verðlaunafé í boði en áður. Ef Breiðablik kemst í riðlakeppnina fær liðið þannig að lágmarki 400.000 evrur, jafnvirði 60 milljóna króna, jafnvel þó að liðið myndi tapa öllum sex leikjum sínum þar. Í riðlakeppninni er leikið í fjögurra liða riðlum og komast tvö efstu lið hvers riðils áfram í 8-liða úrslitin. Eins og Vísir hefur áður greint frá er ólíklegt að Breiðablik fengi að spila á heimavelli sínum í Kópavogi í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Samkvæmt reglum keppninnar er Laugardalsvöllur nefnilega eini völlur landsins með nægilega sterka flóðlýsingu fyrir leiki á svo háu stigi. Hins vegar er óvíst að hægt sé að spila á Laugardalsvelli í nóvember og desember, vegna veðurfars, og því ekki öruggt að Blikakonur geti leikið heimaleiki sína á Íslandi komist þær í riðlakeppnina.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira