Safnaði 1,5 milljón áður en hún lét raka hárið af fyrir Kraft Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 20:01 Agla var snoðuð í dag en hún hefur safnað einni og hálfri milljón króna til stuðnings Krafts. Vísir/Sigurjón Hin tólf ára gamla Agla Björk Kristjánsdóttir rakaði í dag af sér hárið til styrktar stuðningsfélaginu Krafti en hún hefur safnað einni og hálfri milljón. Kraftur stendur Öglu mjög nærri en hún missti föður sinn úr krabbameini fyrir fjórum árum. Agla setti söfnunina af stað fyrir tæpri viku síðan og var markmiðið að ná að safna hálfri milljón króna. Nú hefur hún náð markmiðinu og vel betur en það. „Þegar ég fæddist var pabbi búinn að vera með krabbamein í tvö ár og var að klára lyfjameðferð. Hann barðist við krabbamein í ellefu ár og meðan á hans veikindum stóð þá gaf Kraftur okkur rosa mikið og mig langaði bara að gefa til baka með því að halda söfnun fyrir Kraft,“ segir Agla Björk. Kristín Þórsdóttir móðir Öglu Bjargar segist mjög stolt afl þessu framtaki dóttur sinnar. Kristín mamma hennar Öglu segist mjög stolt af stúlkunni sinni.Vísir/Sigurjón Hvernig er þetta búið að vera? „Heyrðu, þetta er bara búið að vera algert ævintýri. Hún er að sýna svo mikið hugrekki og staðfestu, hún er svo ákveðin þegar hún ætlar sér eitthvað og þetta svo sannarlega sýnir það,“ segir Kristín. Agla var snoðuð í beinni útsendingu á Instagram-síðu Krafts og kveðjurnar og hrósin hrönnuðust inn. Og eftir dágóða stund var hárið allt fokið, en það náði Öglu alla leið niður á rass áður en klippingin hófst. Jæja Agla, síðasti lokkurinn, hvernig er? „Bara geggjað… já,“ segir Agla. Kristín er lærður hárgreiðslumeistari og hjálpaði til við að klippa hárið af Öglu.Vísir/Sigurjón Er ekkert skrítið að sé verið að klippa af þér hárið í beinni? „Jú, mjög skrítið.“ Enn er hægt að styrkja Öglu og Kraft og hvetur hún fólk til að leggja hendur á plóg. „Gáum hvort við náum þessu ekki upp í tvær milljónir.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn reikningsnúmer 0545-14-004255 og kennitala er 221008-4050. Góðverk Krakkar Félagasamtök Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Sjá meira
Agla setti söfnunina af stað fyrir tæpri viku síðan og var markmiðið að ná að safna hálfri milljón króna. Nú hefur hún náð markmiðinu og vel betur en það. „Þegar ég fæddist var pabbi búinn að vera með krabbamein í tvö ár og var að klára lyfjameðferð. Hann barðist við krabbamein í ellefu ár og meðan á hans veikindum stóð þá gaf Kraftur okkur rosa mikið og mig langaði bara að gefa til baka með því að halda söfnun fyrir Kraft,“ segir Agla Björk. Kristín Þórsdóttir móðir Öglu Bjargar segist mjög stolt afl þessu framtaki dóttur sinnar. Kristín mamma hennar Öglu segist mjög stolt af stúlkunni sinni.Vísir/Sigurjón Hvernig er þetta búið að vera? „Heyrðu, þetta er bara búið að vera algert ævintýri. Hún er að sýna svo mikið hugrekki og staðfestu, hún er svo ákveðin þegar hún ætlar sér eitthvað og þetta svo sannarlega sýnir það,“ segir Kristín. Agla var snoðuð í beinni útsendingu á Instagram-síðu Krafts og kveðjurnar og hrósin hrönnuðust inn. Og eftir dágóða stund var hárið allt fokið, en það náði Öglu alla leið niður á rass áður en klippingin hófst. Jæja Agla, síðasti lokkurinn, hvernig er? „Bara geggjað… já,“ segir Agla. Kristín er lærður hárgreiðslumeistari og hjálpaði til við að klippa hárið af Öglu.Vísir/Sigurjón Er ekkert skrítið að sé verið að klippa af þér hárið í beinni? „Jú, mjög skrítið.“ Enn er hægt að styrkja Öglu og Kraft og hvetur hún fólk til að leggja hendur á plóg. „Gáum hvort við náum þessu ekki upp í tvær milljónir.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn reikningsnúmer 0545-14-004255 og kennitala er 221008-4050.
Góðverk Krakkar Félagasamtök Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Sjá meira