Skapofsakastið segir ekkert um það hvernig foreldri þú ert Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 21:00 Pistillinn Örsaga úr Bónus birtist sem Skoðunargrein á Vísi í dag. Getty/Filipovic018 Vissulega getur verið vandasamt fyrir foreldra að takast á við skapofsakast hjá barni en samt sem áður er það erfiðast fyrir barnið sjálft sem upplifir þessar sterku tilfinningar - reiði, depurð, svekkelsi - yfir því að hafa ekki fengið það sem það langaði svo mikið í, segir Hildur Inga Magnadóttir markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Í pistli sem hún birti á Vísi í dag, segir Hildur Inga frá verslunarferð með barn sem endaði í skapofsakasti, aðstæður sem margir foreldrar hafa upplifað. Hildur Inga hafði neyðst til þess að taka þreytt barn eftir leikskóla með sér í Bónus þar sem það þurfti að versla fyrir kvöldmatinn. Skaðaminnkun eina markmiðið „Stelpan er svöng og hún er ekki lengi að festa augun á hvolpasveitarnamminu og hana hefur aldrei langað jafn mikið í neitt á allri sinni ævi. Þráðurinn þinn er stuttur og þú nennir ekki að taka slaginn núna: „Nei þetta er ekki í boði.“ Stelpan tekur þessu illa, leggst á gólfið, öskrar, lemur og sparkar og þú hugsar: „Ég trúi ekki að hún ætli að gera mér þetta, hérna inni í miðri búð.“ „Nú munu allir halda að ég sé hræðilegt foreldri.“ „Það sjá allir að ég hef enga stjórn á barninu mínu.“ Svitinn perlast fram víðvegar um líkamann, droparnir leka niður bakið og þitt eina markmið er skaðaminnkun; að þagga niður í barninu, komast sem fyrst út úr búðinni og inn í bíl: „Ég finn eitthvað í frystinum til að hafa í kvöldmat.“ Hildur Inga Magnadóttir markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.Aðsent Hildur Inga segir að þegar svitinn þorni, veltir þú fyrir þér hvort þú hafir brugðist rétt við í aðstæðunum. „Hvaða kröfur gerðir þú til barnsins þíns áður en þið fóruð inn í búðina? Afhverju þurfti barnið endilega að taka „frekjukast“ í dag? Voru þetta kannski bara eðlileg viðbrögð barns sem var svangt og þreytt eftir langan dag? Voru þetta raunverulega aðstæður sem kröfðust þess að það þyrfti að hlaupa út í flýti afþví barnið var svo óþægt eða var þín eigin hræðsla við viðbrögðum annarra að hafa þar áhrif?“ Leyfum þeim að gráta Hún segir að þó að það sé vandasamt fyrir foreldra að takast á við slík köst sé það erfiðast fyrir barnið sjálft. „Hvaða máli skiptir það þó gömul kona hafi stoppað til að fylgjast með húllumhæinu eða að foreldri sem þú kannast við úr leikskólanum hafi hrisst höfuðið yfir tilfinningarússíbana barnsins þíns? Skapofsaköst hjá börnum hafa ekkert um það að segja hvernig foreldri þú ert. Viðbrögðin þín við slíkum köstum gera það hinsvegar.“ Hún bendir á að börn gráti og það sé þeirra leið til þess að láta í ljós vanlíðan. „Leyfum þeim að gráta og klára þær tilfinningar sem þau finna fyrir, jafnvel þó við séum í Bónus. Verum til staðar fyrir þau, tölum um og viðurkennum tilfinningar og síðast en ekki síst, komum fram við þau af virðingu. Það er meðal annars það sem gerir okkur að góðum foreldrum.“ Börn og uppeldi Tengdar fréttir Örsaga úr Bónus Það er fimmtudagseftirmiðdagur, þú ert á leið heim eftir erfiðan vinnudag en manst þá að mjólkin er búin og að ekkert er til í kvöldmat. Bæði þú og fimm ára dóttir þín eruð frekar illa stemmd, það var jú líka mikið um að vera í leikskólanum hjá henni í dag. Þið neyðist til þess að hlaupa inn í Bónus. 18. ágúst 2021 13:30 Mest lesið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Varaþingmaður VG á von á barni Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Aðventumolar Árna í Árdal: Heitt jarðaberjasúkkulaði Matur Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Í pistli sem hún birti á Vísi í dag, segir Hildur Inga frá verslunarferð með barn sem endaði í skapofsakasti, aðstæður sem margir foreldrar hafa upplifað. Hildur Inga hafði neyðst til þess að taka þreytt barn eftir leikskóla með sér í Bónus þar sem það þurfti að versla fyrir kvöldmatinn. Skaðaminnkun eina markmiðið „Stelpan er svöng og hún er ekki lengi að festa augun á hvolpasveitarnamminu og hana hefur aldrei langað jafn mikið í neitt á allri sinni ævi. Þráðurinn þinn er stuttur og þú nennir ekki að taka slaginn núna: „Nei þetta er ekki í boði.“ Stelpan tekur þessu illa, leggst á gólfið, öskrar, lemur og sparkar og þú hugsar: „Ég trúi ekki að hún ætli að gera mér þetta, hérna inni í miðri búð.“ „Nú munu allir halda að ég sé hræðilegt foreldri.“ „Það sjá allir að ég hef enga stjórn á barninu mínu.“ Svitinn perlast fram víðvegar um líkamann, droparnir leka niður bakið og þitt eina markmið er skaðaminnkun; að þagga niður í barninu, komast sem fyrst út úr búðinni og inn í bíl: „Ég finn eitthvað í frystinum til að hafa í kvöldmat.“ Hildur Inga Magnadóttir markþjálfi og ráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.Aðsent Hildur Inga segir að þegar svitinn þorni, veltir þú fyrir þér hvort þú hafir brugðist rétt við í aðstæðunum. „Hvaða kröfur gerðir þú til barnsins þíns áður en þið fóruð inn í búðina? Afhverju þurfti barnið endilega að taka „frekjukast“ í dag? Voru þetta kannski bara eðlileg viðbrögð barns sem var svangt og þreytt eftir langan dag? Voru þetta raunverulega aðstæður sem kröfðust þess að það þyrfti að hlaupa út í flýti afþví barnið var svo óþægt eða var þín eigin hræðsla við viðbrögðum annarra að hafa þar áhrif?“ Leyfum þeim að gráta Hún segir að þó að það sé vandasamt fyrir foreldra að takast á við slík köst sé það erfiðast fyrir barnið sjálft. „Hvaða máli skiptir það þó gömul kona hafi stoppað til að fylgjast með húllumhæinu eða að foreldri sem þú kannast við úr leikskólanum hafi hrisst höfuðið yfir tilfinningarússíbana barnsins þíns? Skapofsaköst hjá börnum hafa ekkert um það að segja hvernig foreldri þú ert. Viðbrögðin þín við slíkum köstum gera það hinsvegar.“ Hún bendir á að börn gráti og það sé þeirra leið til þess að láta í ljós vanlíðan. „Leyfum þeim að gráta og klára þær tilfinningar sem þau finna fyrir, jafnvel þó við séum í Bónus. Verum til staðar fyrir þau, tölum um og viðurkennum tilfinningar og síðast en ekki síst, komum fram við þau af virðingu. Það er meðal annars það sem gerir okkur að góðum foreldrum.“
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Örsaga úr Bónus Það er fimmtudagseftirmiðdagur, þú ert á leið heim eftir erfiðan vinnudag en manst þá að mjólkin er búin og að ekkert er til í kvöldmat. Bæði þú og fimm ára dóttir þín eruð frekar illa stemmd, það var jú líka mikið um að vera í leikskólanum hjá henni í dag. Þið neyðist til þess að hlaupa inn í Bónus. 18. ágúst 2021 13:30 Mest lesið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Varaþingmaður VG á von á barni Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Aðventumolar Árna í Árdal: Heitt jarðaberjasúkkulaði Matur Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Örsaga úr Bónus Það er fimmtudagseftirmiðdagur, þú ert á leið heim eftir erfiðan vinnudag en manst þá að mjólkin er búin og að ekkert er til í kvöldmat. Bæði þú og fimm ára dóttir þín eruð frekar illa stemmd, það var jú líka mikið um að vera í leikskólanum hjá henni í dag. Þið neyðist til þess að hlaupa inn í Bónus. 18. ágúst 2021 13:30